Dægradvöl - 14.01.1932, Qupperneq 5
DÆGRADVÖL
5
„Hefir þú penna, Tom?“ spurði
Blair eftir stundarkorn. „Það er
búið blekið úr mínum“.
„Því miður“, svaraði læknirinn.
„Eg get notað þennan“, sagði
Blair, um Ieið og hann tók sjálfblek-
unginn, sem líkið hélt á.
Honum brá, er hann byrjaði að
skrifa. Hann áttaði sig samt fljótt,
tók upp skammbyssu sína og miðaði
á Rutter.
„Þér hafið frá meiru að segja,
Rutter. Ekki hefir hinn látni skrif-
að svarta stafi, með rauðu bleki“,
mælti hann um leið og hann sýndi
Rutter penna hins látna og hristi
úr honum rautt blek.
Rutter' varð sem þrumu lostinn.
„Eg verð að meðganga“, mælti hann
lok* með titrandi rödd. „Eg var
seiidur með bréfið, með þessum 20
þúsund pundum, en kom því ekki til
skila. Eg gaf honum eitur í rúss-
neska teið. Eg stal ...“.
Áð svo mæltu leið yfir Rutter.
„Litlu munaði“, mælti læknirinn.
„Við verðum að ná í vatn eða brenni-
vín“.
Þeir flýttu sér fram í eldhús til að
ná í vatn. Varla voru þeir komnir
fram, er þeir heyrðu þrusk inni.
Báðir hlupu inn aftur.
— Rutter var horfinn. —
Þeim var litið til gluggans. Hann
var opinn.
Teljið höfuðhárin.
„Jafnvel öll yðar höfuðhár eru
talin“, stendur einhversstaðar skrif-
að. Þess vegna hefir margur spurt
hve mörg þau væru, og fáir hafa
getað svarað.
En eftir sögn þeirra, sem bezt
vita, eru þau talin 80 þúsundir að
tölu, eða mjög nálægt því.
Það hefir líka verið rannsakað,
hve mikill vöxtur hársins sé á ein-
um degi, og hafa menn koniist að
þeirri niðurstöðu, að hárið vaxi um
0,2—0,3 millimetra á dag, hvort sem
það er oft klippt eða sjaldan.
Sömuleiðis er sagt, að við missum
frá 40 til 100 hár á dag, og að ald-
ur háranna sé frá tveim árum og
upp í fjögur.
Sterkir sokkar.
Verslunarhús eitt í Oslo auglýsti
nýlega sína sterku sokka með því
að láta bifreið, sem var 600 kíló á
þyngd, hanga á fjórum silkisokkum
í glugga sínum. Allir sokkar verzl-
unarinnar seldust upp sama daginn.
Þetta er að kunna að auglýsa!
Kennarinn: Getur þú nefnt vökva,
sem getur ekki frosið?
J6i: Já, heitt vatn getur ekki fros-