Dægradvöl - 14.01.1932, Page 6
6
DÆGRADVÖL
IÐ00I
□
ffl
Við gluggann
•— Maður nokkur kom um daginn
inn í sportvöruhús, til að sækja
þangað mynd, sem átti að framkalla.
Myndin var af fjölskyldu hans. Þeg-
ar hann.fór að skoða myndina, varð
hann óánægður með hana og neit-
aði að borga. Búðarmaðurinn varð
hissa við, og sagði eins og í hugs-
unarleysi: „Hvernig getið þér líka
ætlast til, að maður geti búið til
engla úr öpum“.
— Ræðismanni nokkrum var orð-
ið.illt í maganum og fyrir hjartanu;
fór hann því til læknisins. Læknir-
inn skoðaði hann vel og vandlega og
spurði hann spjörunum úr. Jú, ræðis-
maðurinn hafði tekið þátt í veizlum
næstum annan hvern dag í tvö ár.
Ja-á, sagði læknirinn, ef þév haldið
þannig áfram í nokkur ár, þá lendið
þér í kirkjugarðinum eftir fáa mán-
uði. —
— Það eru fáir dagar til jóla. Pró-
fessorinn stendur á stöðvarpallin-
um, og horfir í þönkum á brautar-
lestina. Frú Wizlum er að bíða eftir
lestinni, sér prófessorinn og gengur
til hans. „Já“, segir hún, „hugsið yð-
ur, prófessor, eg á von á dóttur minni
í dag“. Prófessorinn lítur undrandi á
hana og segir: „En hvernig í ósköp-
unum getið þér vitað, frú Wizlum,
að það verði stúlka?“
— Jón Pálsson liggur í sjúkrahús-
inu, næstum kominn að dauða. Hann
hafði lent í ógurlegum slagsmálum
við Þórð Þórðarson, sem hafði sleg-
ið hann í hausinn og brotið hauskúp-
una. — Áður en hann andast, segir
hann við elzta son sinn: — Auðæfi
get eg ekki látið þér eftir, sonur
minn, en stóru tóbakspontuna mína •*
skalt þú eiga, og eg ætla að biðja þig
að slá hann Þórð Þórðarson, duglega
með henni, og skila til hans frá mér
ium leið, að eg hafi fyrirgefið hon-
um áður en eg dó. —
Eiginkonan: Fyrir tveim árum
sagðir þú að eg væri þér allur heim-
urinn. Nú ert þú úti öll kvöld og
lætur mig vera eina heima.
Maðurinn: Maður getur nú lært
mikið í landafræði á tveim árum,
góða mín.
Frú Jónsson: Hver er mesti upp-
fyndingamaður aldarinnar? -
Frú Magnússon: Áreiðanlega mað-
urinn minn. Þú ættir að heyra þær
sögur, sem hann finnur upp, þegar
hann kemur heim á næturnar.
*