Dægradvöl - 14.01.1932, Síða 7
DÆGRADVÖL
7
Anna: Sigga hefir sagt mér, að þú
hafir sagt sér leyndarmálið, sem eg
bað þig að segja henni ekki.
Magga: Já, hún er óttaleg þvaður-
skjóða. Eg bað hana einmitt að
segja þér það ekki.
Anna: Já, en eg lofaði henni að
segja þér ekki að hún hefði sagt mér
það, svo að þú mátt ekki segja henni,
að eg hafi gert það.
Kennarinn: Er Palli litli veikur?
Hann kom ekki í skólann í dag?
Móðir Palla litla: Er ekki von að
börn verði veik af hinni heimskulegu
kennslu yðar. Þér báðuð hann að
segja yður, hve lengi hann væri' að
borða 20 epli, ef hann gæti borðað
eitt á V/z mínútu. Hann reyndi, og
gafst upp á því sextánda.
„Heyrðu, hvað ertu að gera með
epli á önglinum?"
„Eg er að veiða“.
„Já, en til hvers hefir þú eplið?“
„Eg beiti með eplinu“.
„Þú átt að beita með ormi“.
„Ormurinn er í eplinu, maður“.
Fyrsta söngvjelin.
Eins og menn muna, var það
Edison sem fann upp söngvélina.
Hann var þá ungur maður og vann
við ritsíma.
Dag nokkurn var hann að gera
tilraunir með ritsímann. Var hann
í góðu skapi og raulandi gamla vísu
fyrir munni sér.
Allt í einu kippti hann að sér
hendinni og vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Oddhvass nagli, sem var
á áhaldinu hafði stungist í hendina
á honum og blæddi úr.
Hann fó’r nú að athuga hverju
þetta sætti og komst að raun um,
að það voru hljóðbylgjur úr áhald-
inu, sem höfou rekið naglann í
hendina á honum. „Hér er komið
nokkuð nýtt til sögunnar“, sagði
hann við sjálfan sig. „þar sem
oddurinn getur stungið mig til
blóðs, hlýtur hann að geta stungið
holur í eitthvað sem er harðara“.
Hann gerði nú tilraunir með
pappa og lét naglann strjúkast eft-
ir pappanum um leið og hann hljóð-
aði mismunandi hátt inn í tækið.
Síðan dró hann naglann eða odd-
inn eftir hrufunum sem komu í papp-
ann og hlustaði. Og sér til undrunar
og gleði heyrði hann aftur hljóðin
sem hann hafði gefið frá sér, aðeins
miklu daufari.
Á stuttum tíma tókst honum svo
að smíða söngvél og hafði plötur úr
vaxblöndu.
Plötunni var snúið með því að
snúa sveif og á henni var: „Góðan
daginn! Hvernig líst þér á söngvél-
ina?“ og „María átti lítið lamb“,
sungið af Edisn sjálfum.