Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 8

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 8
8 DÆGRADVÖL □ i 1 ■ =11—^ir= 1 Q Q Q i ■ ■ ni-^-iF= II- - ■■■= ■= m Farseðillinn. [ ] Saga frá Mexiko. | S Eftir Kelvin Lindemann. \ Á þriðja degl byltingarinnar brunnu mörg hús í borginni til kaldra kola, og Robert Sinclair var kominn á þá skoðun, að hann mætti til að fara með lestinni, sem þá um daginn áttí að fara út að landamær- um Mexiko. Robert Sinclair var orð- inn sá eini, sem eftir var af stjórn- arerindrekum Englands í landinu. Stjórnin hafði beðið sendiherrann og alla hans aðstoðarmenn að fara burt úr landi strax og byltingin brauzt út, því að þeir gætu ekki verið ó- hultir um líf sitt. Járnbrautin var t höndum uppreisnarmannanna, en foringi þeirra, José Alvarez, hafði gefið útlendingum leyfi til að fara úr landi. Á hverjum degi fór lestin út að landamærunum, full af út- lendingum, sem höfðu yfirgefið heim- ili sín og eignir, til þess að geta verið óhræddir um lxf sitt. Þeir gátu allir, ef þeir ekki voru á „svarta iistanum" keypt farseðil, sem þá voru seldir hæstbjóðanda. Robert Sinclair hafði heyrt um margar fjölskyldur, sem höfðu veð- sett eða selt eignir sínar, til þesa að geta borgað farseðlana. Og þó gátu menn lofað sig sæla fyrir að fá leyfi til að kaupa farseðlana, því að fjölda af ríkustu útlendingunum, þeim sem höfðu tekið gullnámur á leigu hjá stjórninni, var bannað að fara úr landi. Alvarez hafði nefni- lega ákveðið að draga þá fyrir lög og dóm, þegar kyrð væri komin á í landinu, og kæra þá fyrir að hafa kúgað verkamenn sína. — Sinclair ók til stöðvarinnar í einum af bílum uppreisnarmannanna, rétt áður en lestin átti að fara. Honum var afhentur farseðill gegn ávísun, sem Alvarez sjálfur hafði undirskrif- að. •— Og þar sem enn þá voru nokkrar mínútur þangað til lestin átti að fara, beið hann á stöðvarpallinum og kveikti sér í vindlingi.. Alveg á sama augnablikinu, sem lestin fór af stað, kom stúlka hlaup- andi út úr stöðvardyrunum og hent- ist yfir að lestinni. Einn af stöðvar- þjónunum reyndi að stöðva hana áður en hún næði lestinni, en hún hratt honum til hliðar af ótrúlegu

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.