Dægradvöl - 14.01.1932, Page 12
12
DÆGRADVÖL
r
□
ffl
i
=^ii it—]. .. :■eoe■ ' 11 11 11 |
Afbrotamaður og skáld. §
24 ár á flótta. |
Jean Fleaudoux er maður nefnd-
ur. Hann er fæddur í Montmarte í
París. Þegar hann var 19 ára gam-
all, gerðist hann rithöfundur og
skrifaði þá fyrstu bók sína, er hann
nefndi „Saga skækjunnar", og varð
hún fræg víðsvegar um Evrópu. En
hið unga skáld kunni ekki að meta
hamingju sína. Hann lenti í slæmum
félagsskap, sem varð honum til ó-
gæfu og eyðilagði framtíð hans. Dag
nokkurn var hann orðinn meðlimur
í harðvítugum glæpamannaflokki,
sem aðallega stundaði vasaþjófnað
og innbrotsþjófnað. Og tæpu hálfu
ári seinna var hann tekinn fastur
fyrir innbrot og dæmdur í tveggja
ára fangelsi.
Meðan hann var í fangelsinu skrif-
aði hann tvö leikrit, sem hann seldi,
þegar hann var látinn laus, fyrir
100.000 franka.
1 stað þess nú að sjá að sér og
byrja að lifa heiðarlegu lífi sem rit-
höfundur, lagðist hann í svall og
saurlifnað, þangað til þessir 100
þúsund frankar voru horfnir með
öllu.
Og þegar hann átti ekki eyri eftir,
lagði hann út á glæpabrautina aftur.
Ekki leið á löngu, áður en hann
lenti í höndym lögreglunnar í annað
sinn og voru þá sannaðir á hann 35
innbrotsþjófnaðir. Og í þetta skifti
var ekki dregið úr refsingunni, því
að hann var dæmdur til æfilangrar
fangelsisvistar og fluttur til hinnar
alræmdu Djöflaeyjar. Þetta var árið
1907. Strax einu ári seinna tókst
honum og þrem félögum hans að
flýja úr Djöflaeyjunni, og komust
þeir loks, eftir mikla erfiðleika og
raunir, til Marseille í nóvember 1908.
Þar hélt Fleaudoux kyrru fyrir um
tíma. Vann hann niður við höfn-
ina á daginn, en skrifaði skáldsögu,
sem hann hafði byrjað á í Djöfla-
eyjunni, á næturnar. Nú hafði hann
snúið við blaðinu og ákveðið að lifa
heiðarlegu líferni.
Vorið 1910 kom bók hans út og
var höfundurinn skrifaður Maurice
Flilieau. Hún vakti feikna athygli
og voru gefin út af henni 400.000
eintök á einum mánuði. Flilileau
ferðaðist þá til Ameríku, siðan til
Englands, til Japan, Kína og Egipta-
lands.
Frægð hans jókst með hverjum
deginum og tekjur hans eftir því.