Dægradvöl - 14.01.1932, Page 17
DÆGRADVÖL
17
inn og landamærin". Jordon benti á
svartan skóginn, eins og til þess að
staðfesta orð sín.
„Félagar þínir í einkaleyfisfélag-
inu með gullframleiðslu sína við
Iturifljótið", hélt hann áfram með
fyrirlitningu, „þeir hafa ekki ann-
að að gera en liggja og flatmaga og
láta auðinn streyma í pyngjur sín-
ar. Hvern fjandann vita þeir um,
hvað gerist upp með ánni, eða hve
margir láta lífið af allskonar pest-
um, þegar þeir eru að þræla fyrir
þá. Þeir vita ekki meira en við. Col-
lins er síðasti unglingurinn, síðasta
fórnardýrið; hinir hafa horfið með
öllu. Þú veizt ekki ...“.
„Nei!“ tók Skotinn gremjulega
fram í; „en eg skal komast að því!
Ekki sendi eg Collins. Hann vildi
fára; en nú ætla eg að fara sjálfur".
Ed Jordon þagði um stund, áður
en hann svaraði, en þegar hann tók
tíi máls, var auðheyrt á rödd hans,
að hann var mjög hrærður.
„Mac, þú ert bardagamaður, ef
nokkur er til, sem má kalla því
nafni, en svo lengi hefi eg verið í
Kongo, að eg veit, að óvinir þínir
munu ekki berjast drengilegri bar-
áttu; þeir eru brögðóttir og svik-
ulir. Þú getur ekki farið einn“.
Þeir höfðu numið staðar meðan á
samtalinu stóð; nú héldu þeir áfram.
Þegar þeir komu að skrifstofubygg-
ingunni, sáu þeir, hvar risavaxinn
svertingi sat á hækjum sér fyrir neð-
an þrepin. Hann hafði rauða húfu á
höfði, samskonar og Múhameðstrú-
armenn nota, og mittisskýlu, að öðru
leyti var hann nakinn. Þegar Jordon
kom auga á hann, hélt hann áfram:
„Mac, það er að eins einn maður
í Kongó, sem hægt er að gera sér
vonir um, að komist upp með þessu
hættulega fljóti, geti rannsakað, hvað
veldur þessum ósköpum og komist
hingað aftur til að segja frá því.
En það kynlega er, að eg held, að
hann vilji ekki fara“.
„Hvern áttu við?“ spurði Mac,
og nam staðar við þrepin á húsinu.
Svertinginn hafði risið á fætur, er
þeir komu, og stóð nú lotningarfullur
hjá þeim.
„Hvern áttu við?“ spurði Mae
aftur.
„Húsbónda þessa svertingja",
svaraði Jordon. „Fílaveiðarann, sem
gerði þér boð í gærkvöldi, og vildi
tala við þig um sölu á fílabeini —
Jeffrey Westman“.
„Og hvers vegna vill hann ekki
fara? Það hlýtur að vera hægt að
fá hann til þess fyrir fimmtíu inxL-
kúta", sagði Macrae. Jordon sneri
sér að svertingjanum. „Kilimi, hvar
er húsbóndi þinn?“ spurði hann svert-
ingjann á Swahili-mállýzku.
„Bwama fór í hús hvíta töfra-
mannsins", svaraði Kilimi rólega og
benti á byggingu trúboðanna, „hann
sagðist koma fljótt aftur",
„Segðu honum að koma inn, þeg-
ar hann kemur, Kilimi".
„Ndio, b'ioana. Hann er kominn!“