Dægradvöl - 14.01.1932, Qupperneq 20
20
DÆGRADVÖL
„Westman", sagði Skotinn, er
hann rauf þögnina, „það eru góð
laun boðin þeim, sem auðnast að
hjálpa okkur úr þessum vandræðum.
Yiljið þér ...?“
Jeffrey tók rólega fram í fyrir
honum: „Eg tek ekki við borgun fyr-
ir að komast að, hverjir hafa myrt
hvíta menn hér í Kongó. Eg var bú-
inn að segja, að Collins var vinur
minn“.
Macre stóð á fætur og rétti hon-
um hönd sína.
„Eg ætla að fara með yður“, sagði
hann ákveðinn. Westman ætlaði að
mótmæla, en er hann leit í augu
hans, hætti hann við það og kinkaði
kolli.
„Kilimi og hinir sex Wambuba
avertingar verða tilbúnir eftir rúm-
an klukkutíma. Verðið þér þá til-
búinn, Macrae?“
„Eg skal verða tilbúinn“, mælti
Mac um leið og hann fylgdi West-
man til dyra.
III. KAPÍTULI.
Eftir að hafa borist í gegn um
frumskóginn í heila viku, voru þeir
loks komnir í Ituridalinn. Þeir voru
nú saman í hóp, Macrae og West-
mann, Kilimi þjónn hans og sex
Wambuba svertingjar, sem allir voru
vanir bardagamenn. Westman var
sá eini, sem ekki virtist vera þreytt-
ur, hann var vanur skóginum. Mac-
rae var heldur engin læpa, en á
••••••••••••••••••••••••••••••
Ef þér viljið láta skófatnað yðar
endast vel, þá látið mig annast við-
gerðina.
Athugið, að það er ekki sama,
hvernig gert er við skóna.
Gúmmíviðgerðir mínar eru al-
þekktar fyrir gæði og góða endingu.
Lágt verð. Vönduð vinna. Fljót
afgreiðsla, —
AHt sótt og sent heim.
Skósmíðaverkstæðið Klapparstíg 44
ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON.
Sími 1444. Sími 1444.
kvöldin, eftir látlausa göngu í þess-
um ógurlega hita, hafði honum fund-
ist eins og allir vöðvar sínir æptu
eftir hvíld. Hann verkjaði i allan
líkamann á morgnana þegar lagt var
af stað, en hann hafði náð markinu.
Stundum hafði Westman litið á
hann eins og til að sjá hvort hann
væri ekki að örmagnast af þreytu, en
þá hafði hann harkrð af sér og
reynt að láta á engu bera. Hitinn
hafði verið afskaplegur, jafnvel þar
sem skógurinn var dimmastur. Als-
konar eiturflugur höfðu stungið þá
svo um allan líkamann, að þeir voru
þaktir blöðrum og bólum. Næturnar