Dægradvöl - 14.01.1932, Side 21
DÆGRADVÖL
21
voru draugalegar, kolamyrkur og
þögn, nema hvað við og við heyrð-
ist skrjáfa í vafningsviðnum sem
slóst til í næturgolunni. Stöku sinn-
um heyrðu þeir fótatak fólksins ein-
hverstaðar inni í skóginum. —
Þeir voru nú komnir inn á svæði
óvinanna, og eftir þeirra ófullkomna
landabréfi, áttu þeir ekki eftir nema
eina dagleið að gullnámum einkaleyf-
isfélagsins. Þeir héldu áfram og
gengu eftir fílaslóð, sem lá upp dal-
inn. Kilimi gekk fyrstur, hann hafði
fílabyssu húsbónda síns í hendinni
og var tilbúinn að bregða henni upp
ef á þyrfti að halda.
Næstur gekk Westman og Macrae
á eftir honum, en Wambuba-svert-
ingjarnir ráku lestina.
Allt í einu nam Kilimi staðar, gaf
hinum merki og hlustaði. Hann hafði
heyrt skrjáfa í grasinu, ekki langt
frá þeim. Eins og örskot reif hann
rauðu húfuna af sér og stakk henni
undir beltið. Westman gat ekki stillt
sig um að brosa, þetta var ekki í
fyrsta skiftið, sem Kilimi hafði tek-
ið af sér húfuna, þegar hann hafði
haldið að hætta væri á ferðum.
Síðan hljóp hann á tánum að tré
einu, og benti Westman að koma til
sín. Vestman gaf hinum merki um,
að hafa hljótt og læddist til hans.
Kilimi afhenti honum byssu hans
og tók upp kúlurnar svo að allt væri
tilbúið ef á þyrfti að halda. Þeir
heyrðu þruskið aftur, og hreyfing
kom á greinarnar á trjánum rétt hjá
þeim.
„Ghui!“ sagði Kilimi lágt.
Westman hristi höfuðið. „Nei,
pardusdýrið veiðir ekki í dagsbirtu",
hvíslaði hann á Swahili-mállýskunni,
„það hlýtur að vera eitthvað annað".
Allt í einu benti svertinginn inn í
dimmuna. Westman reyndi að sjá
það, sem hann var að benda á, en
gat ekki komið auga á það. Þeir
skriðu því varlega áfram, og sáu þá
einhverja þúst inni í myrkrinu.
„Mannshöfuð!“ hvíslaði sverting-
inn, um leið og hann greip í hand-
legg Westmans. Þeir biðu nokkra
stund og hlustuðu, það var um að
gera að fara varlega. Þegar þeir
höfðu beðið góða stund, og ekki heyrt
neitt, skriðu þeir áfram, en vöruðust
að láta heyra hið minnsta til sín. Jú,
svertinginn hafði séð rétt; þarna
lá mannshöfuð á grasinu. Andlitið
var afskræmt og óþekkjanlegt. Hör-
undsliturinn var svartur; það var
það eina, sem hægt var að sjá á því.
Þeir litu í kring um sig, og leituðu
að sjálfum líkamanum, en fundu
ekkert. Nú komu Macrae og svert-
ingjarnir líka; þeir höfðu beðið, eins
og þeim var sagt, en Macrae vildi
ógjarnan vera mjög langt frá West-
man, ef eitthvað kæmi fyrir, enda,
vissi hann að það var betra að halda
hópinn, ef ráðist yrði á þá. West-
man rétti honum byssu sína, og fór
að athuga höfuðið. Hann þuklaði á