Vilji - 01.12.1928, Side 13
VILJ I
161
holurnar, en kæra sig lítið um dagsljósið, og hafa sig
því ekki eins mikið í frammi.
Margir eru þeir, sem líta upp til þessara afburða-
manna í lotningu, og álíta, að guð almáttugur hafi valið
þá til að göfga mannkynið og leiða það að lindum þekk-
ingar og fróðleiks. Þessir menn eiga því að vera yfir-
mannlegir, ef svo mætti segja. Yfir galla þeirra er
hylmt að þeim látnum, og þá verður gæska þeirra og
einræni þyngst á metunum. Menn vorkenna þessum
veslingum, sem fórnað hafa heill sinni fyrir aðra; þess-
um mönnum, sem hlotið hafa vanþakklæti og ádeilur
samtíðar sinnar, í stað fjár og frama, en ef menn vildu
láta svo lítið, að svipast um í nágrenni sínu og meta
og virða rjettilega þá menn, sem með þeim lifa, myndu
þeir komast að raun um að nú á dögum finnast einnig
margir, sem kallaðir eru, ef ekki útvaldir. Ef þeir at-
huguðu svo eðli þessara manna og bæru þá saman við
hina, sem rómaðir eru og dánir, kynnu þeir að sjá að
hjá þeim finnast sameiginlegir ágallar, sem verða þess-
um manntegundum örlagaríkari, en öðrum, sem hvers-
dagsmenn ei’u. Til eru nákvæmar æfisögur ýmsra af-
burðamanna, ýmist ritaðar af þeim sjálfum, eða öðrum,
áem þá hafa þekt; hvorttveggja sögurnar geta aldrei
verið rjettar, skal það lauslega sýnt.
Eigingirnin á djúpar rætur í hjörtum manna, máske
miklu dýpri en þá sjálfa grunar, því geta menn aldrei
sýnt rjett hið sanna eðli sitt, því samúðin, sem menn
hafa með sjálfum sjer, íklæðir þá purpuraskikkju í-
myndananna í stað snjáðra baðmullarklæða veru-
leikans. Æfisögur, sem aðrir rita geta heldur ekki verið
rjettar. Menn hafa ýmist samúð eða andúð gegn ná-
unganum. Samúðin betrar hann, andúðin færir alt til
verri vegar, en þó eru hinar síðastnefndu sagnir betri
að því leyti, að þar er máske nokkurnveginn rjett lýst
ytri hlið manna, og orsakir gæfu þeirra eða ógæfu
verða frekar skýrðar, en innri maðurinn verður óráðin
L