Vilji - 01.12.1928, Síða 15

Vilji - 01.12.1928, Síða 15
VILJI 163 harðýðgis. Styrkinn fær hann ekki því hann er misskil- inn og orð hans hártoguð, hver verður þá sá fyrsti, er varpar steini að honum og ásakar hann fyrir, að leita sjer hvíldar og svölunar hjá vínguðnum eilífa, sem læg- ir öldur sálarinnar, sem olía sjó? Hver ásakar hann fyrir að neita ópíums og annara slíkra lyfja til að styrkja um stund veikan heila? Hver ásakar hann fyrir þótt hann velji sjer fjelaga um stundarbil meðal hinna þjáðu og fyrirlitnu? Þeir sem lífsreynslu hafa fengið og í raunir hafa ratað hljóta að skilja einstæðinginn betur, en silkidúkkur, sem hvíla í flospúðum, án reynslu og skilnings, þar eð lífið hefir rjett að þeim bikar gleði og áhyggjuleysis í sviplausri tilveru. En nú kunna menn að segja: „Afburðamaðurinn drýgir synd gegn sjálfum sjer og heiminum með því, að hvíla huga sinn við slíka hluti sem þessa“. Þetta er auðvitað rjett álitið frá sjónarhól efnishyggjumannsins, en við hinir munum þó álíta, að það sje mikið vafamál hvort nautn æsandi lyfja hafi ekki dregið þyngsta hlass- ið og hjálpað afburðamanninum fram úr ýmsum vanda: það segja sögur þeirra margra. Það er mikið vafamál hvort menn eiga að keppast við að lengja lífið. „Til frægðar skal konung ala, en ekki langlífis", var eitt sinn sagt. Að miklu starfi loknu hlýtur þreyttum að þykja svefninn góður, hvort sem menn eru ungir eða. gamlir. Oss er raunar boðað nýtt líf, sem komi á eftir dauðann; fæstir munu kjósa það fremur en „Nirvana‘% en sæll er hver, sem hefir ekki Tómasareðli. Þá er best að víkja aftur að aðal-efninu. Einn af örðugleikunum, sem afburðamennirnir eiga við að stríða, er hversu ritrýnendur misskilja köllun sína, er þeir dæma gildi bóka. Sú stjett manna er oft þröngsýn með afbrigðum; bindur sig við „form“ og' erfðavenjur, skortir skilning, góðgirni og ýmsa þá eigin- leika, sem menn ættu að hafa, er þeir dæma um bækur. Ritrýnendum hættir við að segja eins og franski rit-

x

Vilji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.