Vilji - 01.12.1928, Page 16

Vilji - 01.12.1928, Page 16
164 VILJI stjórinn: „Svona skrifa menn ekki“, en þeim sjest yfir svar blaðamannsins: „Jeg skrifa ekki eins og menn skrifa, heldur eins og jeg skrifa.“ Það er dálítið einkennilegt, að ýmsir mestu heim- spekingar og skáld veraldarinnar hafa verið harla ólíkir að eðlisfari. Heimspekingarnir rólyndir og ófúsir til æfintýra í ástum og öðru slíku, en skáldin hið gagn- stæða. Mætti sýna þetta með ýmsum dæmum, en til þess að þreyta lesendur mína ekki um óf, mun samt best að sleppa því að sinni. Jeg mintist á það í byrjun greinar minnar, að af- burðamennirnir gleymdu sjer oft og umhverfi sínu. Þeir eru þá að glíma við lausnir verkefna sinna, og hyggja að því einu. Flestir hafa eflaust heyrt söguna um Björn Gunnlaugsson, er hann ávarpaði hund, sem kom eitt sinn á móti honum; þjeraði Björn hundinn fyrst og bætti síðan við: „Ekki ætlaði jeg nú að þjera yður“. Þá eru og sagðar ýmsar einkennilegar sögur af Dr. Jóni rektor Þorkelssyni, sem sýna hið sama hugar- ástand. Svo er sagt, að er Arkimedes fann lögmál sitt væri hann í baði; en hann gleymdi sjer, stökk upp úr bað- inu, hljóp um borgina og æpti: „Hevreka!“ (= jeg hefi fundið það). Newton sauð úrið sitt í stað eggsins, en Ampére var þó allra þessara bestur. Eitt sinn gengur hann til stöðvar einnar og leigir sjer vagn, en í því bili dettur honum stærðfræðisregla í hug; hann gleymir stund og stað, tekur krít upp úr vasa sínum og skrifar regluna á bak ökumannsins, og er hann ekur af stað hleypur Ampére sem hann má eftir honum, og skilur ekki þetta fyrirbrigði. Sami maður gekk eitt sinn út að morgni dags, en ef gest skyldi bera að garði skrifaði hann með krít á hurðina: „Ampére er ekki heima, kemur aftur í kvöld“. Eftir klukkutíma kemur hann heim aftur, les letrið á hurðinni og snýr við, þar eð honum hafði gleymst hver

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.