Vilji - 01.12.1928, Page 21
VIL J I
169
Blómasafn.
(Rabindranatli Tagore).
Skáldið Tulsidas var á gangi í þungum hugsunum
hjá Ganges, á hinum hljóða stað, þar, sem líkin eru
brend.
Hann hitti þá konu eina, sem sat við fætur dáins
eiginmanns og var klædd eins og brúður.
Hún reis á fætur er hún sá hann og sagði: „Blessa
þú mig, herra, og leyf mjer að fylgja eiginmanni mín-
um til himna.“
„Hvað liggur þjer á?“ spurði Tulsidas. „Er þessi
jörð ekki einnig hans, sem himininn gerði?“
„Jeg þrái himininn“, svaraði konan. „Jeg þrái
eiginmanninn minn.“
Tulsidas brosti og sagði við hana: „Farðu heim til
þín, barnið mitt. Áður en mánuður er liðinn muntu
finna eiginmann þinn.“
Konan fór vonglöð heim. Tulsidas kom til hennar
á degi hverjum og Ijet hana brjóta heilann um háleit
viðfangsefni, þar til hjarta hennar var barmafult af
guðlegri ást.
Varla var mánuðurinn liðinn, er nábúar hennar
komu og spurðu:
„Kona, hefir þú hitt eiginmann þinn?“
Ekkjan brosti og sagði: „Það hefi jeg gert.“
„Hvar er hann?“ spurðu þeir ákafir.
„I hjarta mínu býr herra minn einn hjá mjer“,
svaraði konan.
í morgun opnaðist gluggi hjarta míns skyndilega;
glugginn, sem snýr út að þínu hjarta.
Jeg undraðist er jeg sá, að nafnið, sem þú þekkir
mig undir, er ritað í Apríl-blóm og -blöð, og jeg sat