Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 25

Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 25
V IL J I 173 Bókafregn. Kjartan Gíslason: Næturlog’ar. Kjartan Gíslason er þegar þektur manna á meöal fyrir kvæði sín, en það er dálítið einkennilegt, að það er eins og hann hafi hlífst við að birta þau bestu, og því hafa sumir fengið ranga hugmynd um hann sem skáld, en ef menn gá að því, að flest, sem hann hefir látið frá sjer fara eru tækifærisljóð, sem hann hefir birt fyrir áskorun annara, skilst þeim það, að þau muni ekki gefa rjetta hugmynd um skáldið. Því er nú svo farið með skáldin, að þau eru ekki eins og grammó- fónar, sem ganga fyrir rafmagni, þau þurfa að verða fyrir geðhrifum (Stemningum), sem framleiða fagr- ar hugsanir, en hitt að setjast niður og yrkja eftir- mæli og minni, hvenær sem er, er ógerningur og verð- ur framleiðslan því altaf ljettmeti nema, að skáldið sje vel fyrir kallað. Ef menn eiga að dæma kvæði rjett verða menn að setja sig í spor höfundarins og leitast við að skilja á rjettan hátt líkingar hans og tilfinningar, ennfrem- ur getur verið gott að þekkja aðstæður þær, sem skáldið á við að búa, þótt ritdómarar ættu ekki að gera það, því að listinni er þannig farið, að hún verð- ur ekki dæmd eftir því hvort maðurinn er fátækur eða ríkur, mentaður eða ómentaður, atvinnumaður eða ,,amateur“ heldur verður hún einungis metin eftir innihaldi, — en maðurinn stendur langt fyrir utan. Jeg vil þó leyfa mjer að kynna höfund bókar þessarar fyrir lesendum vorum áður enn jeg kem að sjálfum kvæðunum. Kjartan er sonur sjera Gísla Kjartanssonar, sem bjó á Mosfelli eystra. Átti Kjartan að ganga menta- veginn, en af því varð þó ekki, því sama vor og hann átti að fara til Reykjavíkur og ganga undir gagn-

x

Vilji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.