Vilji - 01.12.1928, Side 26
.174
y ilji
fræðapróf, druknaði faðir hans, og þá varð hann að
standa fyrir búinu um nokkurt skeið, en láta prófið
farast fyrir. Frá þeim degi mun Kjartan hafa verið
að miklu leyti forsjá yngri systkina sinna og móður
og lagt dyggilega fram starfskrafta sína í þeirra
þágu. Kjartan er útskrifaður af verslunarskólanum, og
hefir unnið á skrifstofum hjer í bæ um alllangt skeið.
Hefir hann því haft nauman tíma til ljóðagerðar, enda
munu þau flest vera til orðin um nætur eins og
nafnið gefur í skin.
Fyrst er jeg sá ljóð eftir Kjartan fanst mjer lít-
ið til þeirra koma; að vísu voru víða skáldleg tilþrif
í hugsunum hans, en rímið var ekki sem best, en hjer
sannast orð Laurentsíusar biskups: „... Versificatura
nihil est nisi maxima cura“. Nú er rím hans orðið
alt annað. Með mikilli elju og iðkun hefir Kjartani
tekist að verða góður rímari, eru flest kvæði hans
gallalaus skoðuð frá því sjónarmiði, þó kemur fyrir
að hann lætur tvö orð með aðaláherslu, sem byrja á
sama upphafsstaf, vera í jöfnu vísuorðunum, en slíkt
er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskri rímfræði, (sbr.:
Aldrei skyggja aldaský | á hann Franz frá Assisi).
Ennfremur er áhersla ekki rjett hjá honum sumstað-
ar og orðaröð dálítið rugluð, en það er ekki beinlínis
hægt að kalla galla, þótt skemtilegra sje að ljóðin
væru eins og töluð af munni fram. Að endingu skal
þess getið að á einstaka stað hefir höfundi orðið á, að
setja of hversdagslegar athuganir og setningar í fög-
ur kvæði, og þar með held jeg, að allir gallar sjeu
taldir.
En um hitt er meira vert að Kjartan hefir veitt
okkur mörg skemtileg, gallalaus og fögur ltvæði, enda
er hann tilfinningaríkur hugsjónamaður, sem virðist
hata alla hleypidóma og hversdagshjal, en leggur
meiri áherslu á hreint hjartalag og umburðarlyndi
við þá, sem smásyndir kunna að drýgja; hann er mál-