Vilji - 01.12.1928, Page 27
VILJI
175
svari lítilmagnans, en lætur andlausar aurasálir kenna
beiskju sinnar.
I þessari bók hans er mikill fjöldi kvæða; eru þau
misjafnlega löng og hygg jeg að Kjartani láti best smá-
geðhrif og flokkar. Einkanlega vildi jeg benda á
kvæðið: ,,Hann er giftur!“ sem sýnishorn hins síðara.
Lætur hann þar vitskerta konu rekja raunir sínar,
en um leið er kvæðið skörp ádeila. Hjer er ekki dúm
til að fara frekar út í þá sálma, en vel væri kvæðið
þess vert að alt væri efni þess rakið frá byrjun til
enda, þó vil jeg geta þess hjer, að kvæði þetta virðist
valið til flutnings (deklamation), enda má hið sama
segja um flest kvæðin. Af smærri kvæðunum mætti
nefna: ,,Ástu gömlu“, sem gerir samanburð á sínum
æskudögum og nútímanum og þykist hafa verið eins
fengsæl og þær yngri, þótt hún hafi aðeins haft rauða
slaufu í hárinu, en ekki drengjakoll, að endingu
segir hún:
Eina spá jeg ætla að stíla:
aðeins lítil mittisskýla
síðan verður svannalín.
Er þetta ekki nauðalíkt ýmsum gömlu. konunum?,
en hvort mun ei bölsýni þeirra helst til mikið; það
mun framtíðin sýna. Þá er kvæðið „Ekki má“ mjög
snoturt; endar það svo.
Já — það er ekki íslenskt happ
að eiga skáldaþrá,
en verða að hlýða harðri rödd,
sem hrópar: Ekki má.
„í kirkjugarði” er og fagurt kvæði. Talar skáldið
þar um „hve misjafnt mönnum mælir, sá er gefur“,
en þrátt fyrir ýlustráin ein, sem hylja leiði fátæk-
linganna sjer skáldið:
Húsgangsbeðinn hækka
huldar skógargreinar.