Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 28

Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 28
176 VILJI Standa á lægstu leiðum leyndir minnissteinar. „Gluggatjöld“ er og ágætt kvæði. Kemst skáldið þar að þeirri niðurstöðu, að: illa væru vinir settir væru engin gluggatjöld. í „Kórmákskvæði" er ágætt heilræði til ungra manna, sem flögra frá einni rós til annarar: Og munið það bræður, að þrautin við það að þreyja í sártrygð við eitt er gull, en að reika úr stað eftir stað er strit, en þar vinst ekki neitt. Um sannleik þessara orða læt jeg þá dæma, sem reynsluna hafa. „Skáldið" er og gott kvæði, og þótt ekki sje leyfilegt að álykta þannig, grunar mig þó að skáldið máli þá mynd úr eigin lífi. „í fyrsta sinn“ er bráðskemtilegt kvæði er sýnir að það getur verið vandi mikill fyrir viðvaninga, að kyssa stúlku í fyrsta sinn, en skáldið segir sjálfur: „Lærðu kvæðið — reyndu ráðin reynslan hefir kent þau mjer“ og í því tek jeg undir með honum, lærið kvæðið og kaupið bókina. „Öldur“ og „Feigðarfjörður“ eru bæði fullkomin frá listrænu sjónarmiði sjeð og svo mætti fleiri telja, en til að fjölyrða frekar um það er ekki rúm hjer, enda munu menn sjá að bókin hefir tölu- vert til brunns að bera, ef þeir slá henni upp og eru ekki sjerlega óhepnir. Að endingu vil jeg óska Kjartani til hamingju með þessa fyrstu bók, og get sagt honum það fyrir satt, að hann stendur framar ýmsum þeim, sem nú er hossað af alþýðuhyllinni, undir öllum kringumstæð- um syngur hann undir ljúfari lögum, og hann á góða framtíð, ef hann tekur jafnmiklum framförum á næstu árum og hann hefir gert nú á þeim síðustu. Kristj. Guðl.

x

Vilji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.