Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 29
Y ILJ I
177
Jón Björnsson: Ungar ástir.
Höfundur bókar þessarar er kornungur maður, sem
litla lífsreynslu hefir fengið, en er ritfær vel og bersýni-
lega efni í sagnaskáld. Hann er úr sveit og tekur því
yrkisefni sín þaðan. Gefur hann rjettar og oft ágætar
lýsingar af sveitalífinu og náttúrunni, en frá sálfræðilegu
sjónarmiði skoðað er vafasamt hvort honum tekst að
túlka svo tilfinningar söguhetja sinna sem skyldi. Höf.
er bersýnilega hugsjónamaður, sem alist hefir upp í and-
rúmslofti, sem )>rungið er af hagsýnni efnishyggju ís-
lenskra bænda, og það sjer hann sjálfur vel. Hann dáist
að því er unnustinn heldur trygð við unnustu sína er
tæring hremmir hana. Þetta kann að vera fágætt, en þó
myndi líklega hver maður, sem lítur ekki eingöngu á það
hersu konan muni verða nýt búinu og afkasta miklu,
haga sjer eitthvað svipað. Höfundur skemmir seinni sög-
una með kvæði einu, er hann lætur fólk syngja á sveitar-
samkomu, sem haldin er. Mikið hefir smekk manna hrak-
að ef þeir hafa ekki betri kvæði um hönd við slík tæki-
færi, og varla trúi jeg því, að í sveitunum finnist ekki
betri ljóðskáld, en ])að er höf. leiðir fram; sagan hefði
orðið mun skemtilegri ef kvæði þessu hefði verið slept.
Annars eru sögur þessar mjög snotrar er menn taka
tillit til æsku höf. og jeg efast ekki um, að hann muni
gera betur er aldur og þroski vex, — og að síðustu —
höfundur verður að halda áfram að rita og setja sjer að
ná aitaf feti framar við hverja sögu. Fuílkominni frá-
sagnarlist verður ekki náð á augnabliki, heldur á árum.
K. G.
Með þessu hefti lætur Kristján Guðlaugsson af rit-
stjórninni, en þó skulu brjef og greinir, sem ritinu kunna
að berast, sendar til hans þar til öðruvísi verður ákveðið.