Vilji - 01.12.1928, Síða 30

Vilji - 01.12.1928, Síða 30
178 VILJI Jólahugleiðing. Jólin eru hátið Krists, en Kristur er í augum vorum ímynd alls hins góða og fagra á jörðu hjer. Allir keppast við að fara að dæmi hans á þeirri helgu hátíð, og margir af því, að þeir elska jafnaðarlega það, sem gott er. Víst er um það, að fáir eru svo andvígir þeim dygðum, er komið geta til greina, að þeir sjái sjer ekki fært að sleppa þeim lausum svo sem V30B hluta ársins, til þess þá að gefa þeim eina úrlausn, svo að þær verði rólegar hina 364 dag- ana — og er sú tilhögun heppileg. Það má benda á dæmi sem sýna, hvað samviskan get- ur orðið kristileg og hörundssár um jólin. Drottinn sagði: »Halda skaltu hvíldardaginn heilagan«. En þetta hefir hann sjálfsagt meint fyrst og fremst til manna, sem bjuggu í heitum og frjósömum löndum og ekki stóðu í miklum áhættum og kostnaði út af atvinnurekstr- inum. Vjer erum hins vegar að nokkru leyti fiskiþjóð og stundum aflabrögðin á dýrum og gjaldfrekum togurum, enda hefi jeg heyrt, að ekki allir sjái sjer fært, að láta þá vera aðgerðalausa á páskum og hvítasunnu og öðrum smærri hvíldardögum — og er slíkt vonlegt. En það er jeg viss um, að þótt hlaðfiski væri fyrir utan hafnargarð- inn, þá mundu fáir hreyfa hönd eða fót til aflafanga á jóla- nóttina. Jeg hefi jafnvel orðið þess var í sveit, að menn skoði huga sinn um það, hvort rjett sje að vanhelga jóla- daginn með skepnuhirðingu, enda er það fullkomið vafamál. Vjer jarðarbúar getum ekki vegsamað Drottin nema með aðstoð jarðneskra muna. Honum hafa verið bygðar dýrlegar hallir. Þangað fara menn á jólunum — sumir í eitt skifti fyrir öll — nema þá að þeir verði einhvern tíma gripnir af þeirri undarlegu fýsn, að þá langi til að heyra lof um náunga sinn við jarðarför. Auk þess verðum vjer að reyna að hreinsa og helga híbýli vor sem best vjer get-

x

Vilji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.