Vilji - 01.12.1928, Page 31

Vilji - 01.12.1928, Page 31
VI L J I 179 11111 og búa til úr þeim guðsríki, þótt lítil sjeu. Þetta kostar stundum talsverðar breytingar frá daglegri venju, einnig í veraldlegum efnum. Þvi er það, að dagurinn fyrir jól heitir aðfangadagur. Og því eru kaupmennirnir, sem sjá oss fyrir föngunum, æðstu verur jarðarinnar um jólin. Ekki einungis frá veraldlegu sjónarmiði, heldur og frá andlegu. Þeirra jól eru miklu stærri og lengri en okkar jól. Þeir byrja að hugsa til Quðs og jólanna einhvern tíma á sumrin og panta skraut og gersemar og góðan mat. Þeir breyta sölubúðum sínum í dýrlegar æfintýrahallir, guði til dýrðar, löngu áð- ur en surnir byrja að hugsa til Krists og jólanna. Gefa þeir þannig þjónum sínum dýrmæt og sjaldgæf tækifæri til að efla og prýða guðs ríki hjer í bænum, — því að á öðrum tímum munu flestar vörur vera seldar og keyptar með ver- aldlegum skilningi, sem von er til. Jeg hefi oft óskað þess* að mega taka til hendi fyrir Drottin hjer á jörðu og öf- undað verslunarmenn af þessum sjerstöku tækifærum til að sýna honum vinsemd og kurteisi, enda verður þess ekki vart, að þeir telji á sig þessar fáu vökunætur. Fyrir þær munu þeir fá að sofa svefni rjettlátra í miklu fleiri nætur annars heims. Sumir vondir menn halda því fram, að þess- ar vörusýningar sjeu tálbeita kaupmanna til þess að geta selt vörur í gróðaskyni. Þetta er hin mesta lygi. Því skyldu þeir þá hafa hvað mest um dýrðir á sjálfri hátíðinni, þeg- ar allir eru orðnir »knekkaðir« og »rúineraðir« af kaupun- um fyrir jólin? Ekki verður þeim heldur líkt við þessa karla, sem Kristur rak út úr musterinu, þegar þeir voru að »kaupslaga« þar í gróðaskyni. Hann sagði, að þeir gerðu hús föður síns að ræningjabæli. (Mjer lá við að snúa setn- ingunni við i þessu sambandi, en sá í tima, að það var vitleysa og hætti við). Ekki gengur þeim heldur metnaðar- girni til nje löngun til að varpa meiri ljóma en aðrir starfs- bræður þeirra. Það sjest best á látleysi því og sannleiks- ást, sem skin út úr auglýsingunum, sem þeir láta í blöðin. Fallegheitin og ljósadýrðin er auðvitað fyrst og fremst fórn

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.