Vilji - 01.12.1928, Side 34
182
V IL J I
og rikið biður ómetanlegt tjón i hvert sinn, er slíkt ber
við. Einkanlega hefir borið mikið á þessu eftir striðið, enda
er það bein afleiðing af óstöðugleika og ringulreið þeirri,
sem ríkt hefir frá því, er hörmungum þessum lauk.
Við íslendingar höfum einungis haft af verkföllum að
segja, sem risið hafa út af kaupdeilum; máske ekki af því,
að kaupið hafi verið of lágt, heldur af hinu, að angurgap-
ar hafa blásið í glóðirnar, án þess að athuga, tve örlaga-
ríkar afleiðingar slíkt getur haft í för með sjer fyrir þjóð-
ina. Ávinningur þessara verkfalla virðist og harla lítill, þar
eð verkamenn tapa meiru þann timann, sem þeir ganga
iðjulausir, en launahækkun þeirra nemur alt árið, enda er
fjöldi verkamanna mótfallinn slíku; einkanlega munu þeir
margir nú, sem kunna ekki að meta þann greiða, sem þeim
er gerður, ef þeir missa atvinnu sína nú um nýár, án vilja
síns, þar eð þeir hafa mjög sæmileg laun eins og sakir
standa og eru ánægðir með þau.
Hvað á ríkið að gera til að vernda hag sinn og
þegna sinna?
Einhverra varúðar-ráðstafana verður að gripa til. Við
skulum athuga eina leið, sem farin hefir verið og reynst
hefir vel. Hún er sú, að setja gerðardóm í málin, sem hefir
fult úrskurðarvald i þeim, og aðilar skulu skyldir til að
hlýða honum að fullu. Gerðardóm þennan skipa fimm menn:
Tveir verkamanna-fulltrúar, tveir fulltrúar vinnuveitenda og
einn oddamaður, sem utan við málin stendur og skipaður
er af stjórninni. Dómstólar í slíkum málum skulu vera í
hjeraði hverju og bæjum, sem þeirra er þörf. Ennfremur
skal til frekara öryggis setja dómstól á stofn fyrir land alt,
sem verður nokkurskonar yfirrjettur eða hæstirjettur, sem
aðllar skjóta málum sínum til, ef þeir álíta þess þörf. Úr-
skurður þessa dómstóls skal gilda sem lög í eitt ár í senn,
og ef hvorki vinnuveitendur nje þiggjendur mótmæla hon-
um við lok ársins, skal úrskurðurinn gilda sem lög þar til
mótmæli koma og nýr úrskurður hefir verið kveðinn upp.