SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 4
E r stríðið gegn talíbönum í Afganistan tapað? Flestir eru sam- mála um að mjög hafi sigið á ógæfuhliðina að undanförnu, talíbanar og ýmsir uppreisnar- og glæpahópar sem styðja þá ráða nú í reynd yfir allt að 40% landsins. Barack Obama Bandaríkjaforseti stendur frammi fyrir tveim hættulegum kostum. Hann getur dregið megnið af herliðinu heim og þá taka talíbanar fyrr eða síðar aftur völdin í Kabúl, sigur þeirra gæti orðið geysileg hvatn- ing fyrir aðra íslamista um allan heim og ýtt undir alþjóðleg hryðju- verk. Forsetinn getur á hinn bóginn sent meira lið á vettvang til að snúa taflinu sér í vil. En ljóst er að þá yrði herinn að vera í landinu um margra ára skeið, ef til vill áratugi ef ætlunin er að tryggja öryggi til langframa. Munu bandarískir kjósendur samþykkja það, eru vest- rænir kjósendur yfirleitt nógu þolinmóðir til að taka á sig slíkar byrð- ar? Og mistakist tilraunin hafa menn fórnað mörgum mannslífum og ótöldum milljónum dollara til einskis. En tapist stríðið munu repú- blikanar skella skuldinni á Obama og demókrata. Afstaðan til framhaldsins í Afganistan fer þó alls ekki eftir flokks- línum þótt hlutfallslega fleiri demókratar en repúblikanar vilji kalla herliðið heim. Og hverjum verður kennt um, spyrja menn, þegar frá- sagnir fara að berast af því hvernig nýju valdhafarnir í Kabúl setja aft- ur í lög að karlar skuli meðhöndla konur eins og búfénað, þegar flóttamannastraumur frá landinu hefst aftur? Afganistan hverfur ekki þótt margir vilji nú gleyma því eins og hverri annarri martröð. Sumir rifja upp ófarirnar í Víetnam og spyrja hvort forsetinn ætli að sökkva í sams konar fen, hvort ekki sé skárra að láta Afgana lönd og leið. Joe Biden varaforseti vill málamiðlun, vill kalla megnið af hern- um heim en skilja eftir sérsveitir sem einbeiti sér að því að berjast við al-Qaedamenn í Afganistan og handan landamæranna í Pakistan. Afganar verði að öðru leyti að sjá um sig sjálfir. En aðrir benda á að stjórn Hamids Karzais forseta sé rúin trausti og verði aldrei fær um að efla herinn svo mikið að hann geti sigrað talíbana. Tíminn er naumur, hikið dregur úr baráttukjarki erlendu her- mannanna í Afganistan og það sem verra er, sáir efasemdum meðal þeirra Afgana sem hata talíbana en ætla ekki að veðja á rangan hest. Það gæti nefnilega kostað þá lífið að hafa stutt Vesturlönd. Forsendurnar eru dregnar í efa, þ. á m. hversu mikilvægt sé að stöðva talíbana vegna tengsla þeirra við al-Qaeda. Stjórnmálaskýr- andinn Johann Hari skrifar í blaðið Independent í Bretlandi að David Kilcullen, ofursti sem var ráðgjafi David H. Petraeus hershöfðingja í Írak, fullyrði að tekist hafi að drepa 14 al-Qaeda leiðtoga með loft- árásum á svæði við landamæri Afganistans og Pakistan en þar er talið að Osama bin Laden og fleiri æðstu yfirmenn hryðjuverkasamtakanna haldi sig. En þessar árásir hafi einnig kostað um 700 óbreytta borgara lífið og þetta sé siðferðislega óverjandi. „Þið eruð með atómsprengjur“ Kannanir benda ekki til þess að talíbanar hafi umtalsvert fylgi meðal Afgana en þeir eru hins vegar sannfærðir um sigur. „Þið eruð með at- ómsprengjur en við með sjálfsmorðssprengjumenn!“ segir í einum baráttusöng þeirra. Talíbanar fá stöðugt fjárstuðning frá ríkum ein- staklingum í Pakistan og sumum arabaríkjum, það flæði hefur ekki tekist að stöðva, einnig hagnast þeir vel á því að skattleggja fíkniefna- sölu á svæðum þar sem þeir ráða. Þeir fela sig innan um almenning, nota ekki einkennisbúninga og beita hrottalegum refsingum til að fæla óbreytta borgara frá því að eiga samstarf við erlenda herliðið. Áðurnefndur Hari segir að stefna Vesturveldanna hafi byggst á margvíslegum misskilningi, menn hafi t.d. ekki horfst í augu við þá staðreynd að Afganistan hafi aldrei í sögu sinni verið samstætt ríki. Leiðtoginn í Kabúl, hver sem hann var hverju sinni, hafi aldrei ráðið í reynd yfir öðrum hlutum landsins, þeir hafi verið í höndum fjöl- margra ættbálkaleiðtoga eða ræningjabaróna og svo sé enn. Oft hefur verið sagt að knésetja yrði al-Qaeda sem annars myndi nota Afganistan aftur sem bækistöð fyrir árásir á Vesturlönd. En Jim Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Obama, sagði í sjónvarpsviðtali í byrjun mánaðarins að aðeins um 100 al-Qaeda menn væru nú í Afganistan. Talíbanar ráða stórum parti landsins og geta hæglega komið þar upp fjölda þjálfunarbúða fyrir hryðjuverkamenn ef þeir vilja, segir Hari. Hann rifjar einnig upp að árásirnar á New York og Washington árið 2001 hafi að mestu verið skipulagðar í Hamborg og Flórída og árás- irnar á London árið 2005 í Yorkshire en ekki í búðum al-Qaeda í Afg- anistan. Reuters Hrökkva eða stökkva Hart deilt um hernaðinn í Afganistan Vikuspegill Kristján Jónsson kjon@mbl.is KABÚL Ghazní Kandahar Herat Kondús TÚRKMENISTAN ÚSBEKISTAN TADJIKISTAN PAKISTAN ÍRAN AFGANISTAN Afganskir karlmenn gægjast fyrir horn til að virða fyrir sér liðsmann landgönguliða Bandaríkjaflota á Mian Poshtay-svæðinu í Helmand- héraði, sunnarlega í Afganistan. Erlenda herliðið Um 68.000 Bandaríkjamenn eru í Afganistan en einnig eru þar um 40.000 frá öðrum löndum. Her Afgana Um 80.000 manns eru í afg- anska hernum og álíka margir í lögreglunni. Liðsafli talíbana Óljóst er hve marga talíbanar hafa undir vopnum, gætu ver- ið um 10.000. 4 25. október 2009 Bandaríkjamenn og bandalagsríki þeirra eru nú með alls rösklega 100 þúsund hermenn í Afgan- istan en þegar mest gekk á í Víetnam voru þar um 550 þúsund bandarískir hermenn. Afganistan er mun stærra land og geysilega erfitt yfirferðar; ljóst er því að svo fáir hermenn geta yfirleitt litlu áorkað. Stanley A. McChrystal hershöfðingi tók við yfir- stjórn erlenda heraflans í sumar en hann nýtur mikillar virðingar sökum þekkingar sinnar og reynslu. McChrystal, sem er 55 ára, hár og mjög grannholda, minnir helst á meinlætamann, heldur sér í þjálfun með því að hlaupa allt að 20 km á dag. Hann er einnig sagður mikill lestrarhestur og eldsnöggur að átta sig á flóknum hlutum. Hann sýndi hæfni sína í Írak þar sem hann stýrði sér- sveitum sem fengu það hlutverk að elta uppi al- Qaeda-menn og tókst m.a. að finna og drepa yf- irmann samtakanna í landinu. En mestu skipti að George W. Bush forseti hunsaði álit herráðsins bandaríska og fjölgaði í herliðinu en það hafði yfirmaður liðsins í Írak, David H. Petraeus, farið fram á. Aðgerðin bar ár- angur og á nokkrum mánuðum snarbatnaði ástandið. Nú hefur McChrystal samið skýrslu þar sem hann segir að verði ekki fjölgað í liðinu í Afg- anistan, sumir segja um allt að 40 þúsund manns, geti stríðið tapast. Obama skipaði sjálfur McChrystal í stöðuna og því verður snúið fyrir hann að taka ekki tillit til hans. Munu 40.000 hermenn snúa taflinu við? Stanley A. McChrystal Barack Obama David H. Petraeus

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.