SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 10
10 25. október 2009
Í
hvert skipti sem ég hef vikið svo mikið sem einu
orði að Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í
pistlum mínum hefur slíkt kallað á mikil viðbrögð,
bæði neikvæð og jákvæð – einkum þó jákvæð. Ég hef
fundið að um land allt á ég skoðanasystkin, þegar ég held
því fram að þjóðin sé fyrir margt löngu búin að fá sig full-
sadda á lýðskrumi, yfirborðsmennsku og tvískinnungi
forsetans, og það sé nánast óbærileg tilhugsun að forsetinn
ætli sér að hengslast í embætti í næstum heil þrjú ár í við-
bót. Skoðanasystkin mín eru há sem lág, sauðsvartur al-
menningur og þjóðþekktir einstaklingar, og sama máli
gildir um hin, sem eru algjörlega á öndverðum meiði við
mig, í mínu mjög svo takmarkaða áliti á forsetanum. Þessu
finnst mér rétt að halda til haga strax í upphafi.
Vegna hinna sterku viðbragða sem gagnrýni á forsetann
virðist vekja hef ég einatt eftir forsetaskrif, sem nota bene
hófust af minni hálfu hér á síðum Morgunblaðsins sumarið
1996, þegar Ólafur Ragnar var kosinn forseti, hugleitt að
nú væri nóg komið. En svo gerir forsetinn alltaf nýtt og
nýtt axarskaft, aftur og aftur. Því sjáið þið enn eina kveðju
mína til ábúandans á Bessastöðum, lesendur góðir, og ég
lofa engu um að hún verði sú síðasta.
Það sem kveikti í pirringsstöðvum heilans að þessu sinni
voru orð og æði forsetans, fyrst í Spegli Ríkisútvarpsins
fyrir rúmri viku, hinn 16. október, og svo aftur í viðtali
við Sölva Tryggvason á Skjá einum á miðvikudagskvöldið í
þessari viku.
Í viðtali Kristins Hrafnssonar fréttamanns í Speglinum
við forsetann tókst Kristni með herkjum að skáskjóta inn
örfáum spurningum um þá hörðu gagnrýni sem forsetinn,
helsta klappstýra útrásarvíkinganna undanfarin ár, hefur
mátt sæta. Orðavaðall forsetans snerist einkum um þann
samhug, velvilja, jákvæða áhuga, samveru, gleði og sam-
hjálp, sem hann hefði orðið var við hjá fólkinu í landinu á
undanförnum 12 mánuðum. Loksins þegar forsetinn vék
svona í eins konar framhjáhlaupi að ítrekaðri spurningu
Kristins um þá hörðu gagnrýni sem hefði beinst að honum
sagði forsetinn orðrétt: „Ja, það hljómar kannski skrýtið
að svara þessari spurningu neitandi, en ef ég á að svara
henni sannleikanum samkvæmt, þá er bara svarið nei.“
Jahá! „Sannleikanum samkvæmt“ sagði forsetinn. Veit
hann hvað er að svara sannleikanum samkvæmt? Er for-
setinn algjörlega sambandslaus við fólkið í landinu, eða
kann hann ekki að skammast sín?
Ég hallast að því að Ólafur Ragnar sé hvorki blindur né
heyrnarlaus, þannig að svar mitt við eigin spurningu er:
Ólafur Ragnar kann ekki að skammast sín.
Aðeins síðar í Spegilsviðtalinu sagði Ólafur Ragnar: „Ég
vík mér ekkert undan gagnrýni hvort sem hún birtist í
persónulegum samskiptum eða annars staðar. En það er
eins satt og ég get best greint frá að þegar er farið eins og
ég hef gert … þá verð ég ekki var við þessa gagnrýnisöldu
eða þennan hamagang út í forsetaembættið eða mig.“ Hið
sanna er, að Ólafur Ragnar víkur sér alltaf undan gagn-
rýni, drepur henni á dreif og talar um A þegar gagnrýn-
endur spyrja hann um B. Í viðtali Sölva við forsetann á
Skjá einum kom þetta eiginlega enn betur í ljós en í Spegl-
inum.
Ég hvet lesendur sem „misstu“ af Speglinum hinn 16.
október sl. að hlusta á hann á fréttavef RÚV og sömuleiðis
hvet ég þá til þess að horfa og hlusta á viðtal Sölva við for-
setann miðvikudagskvöldið 21. október sl. á heimasíðu
Skjás eins. Dæmi svo hver fyrir sig.
Ólafur Ragnar Grímsson, ein helsta klappstýra útrás-
arvíkinganna, sem hefur á kostnað banka og stórfyrirtækja
ferðast í einkaþotum þeirra, þegið fríðindi og veislur af
sömu mönnum, flutt makalausar þjóðremburæður út um
allan heim um hina glæstu bankamenn sem allt kunnu
öðrum betur, verið umfjöllunarefni í gríðarlegum lof-
gjörðardoðranti Guðjóns Friðrikssonar um forsetann –
doðranti sem vitanlega var fjármagnaður af hinum föllnu
einkabönkum, er enn við sama heygarðshornið. Hann var
í góðri trú. Hvar værum við stödd hefði forsetinn verið í
vondri trú?!
Er Ólafi Ragnari
Grímssyni
sjálfrátt?
Agnes segir
Agnes Bragadótir
agnes@mbl.is
6.15 Augun opnast í Skarðs-
hlíðinni á Akureyri og Hrefna
Þorbergsdóttir sprettur á fætur.
Hún byrjar daginn yfirleitt á því
að fá sér ristað brauð og kaffi,
jafnvel ávöxt.
„Svo labba ég hingað oneft-
ir,“ segir hún þegar blaðamaður
truflar hana við færibandið í
vinnslusal Brims, þar sem einu
sinni hét Útgerðarfélag Akur-
eyringa. „Ég er alltaf komin
hingað rétt fyrir sjö.“
Vinnudagurinn hefst á slag-
inu. Þá byrja þær að snyrta
flökin, standa margar við færi-
bandið. Þorskurinn þokast nær.
Eftir snyrtingu er hann léttsalt-
aður og sendur til Spánar. Með
roðinu að þessu sinni.
Kreppan, launin, fiskeríið
Þetta er svo sem engin truflun.
Hrefna heldur áfram að snyrta
fyrir Spánverjana eins og ekkert
sé þótt blaðamaður tylli sér á tá
við hlið hennar. Hún kann réttu
handtökin. Hefur verið hérna í
röska þrjá áratugi, síðan ’78.
Hrefnu finnst gott að ganga í
vinnuna. „Ég er ekki nema
rúmar tíu mínútur á leiðinni.
Strákurinn minn er í Mennta-
skólanum og vill hafa bílinn; ég
lofa honum það, að minnsta
kosti á meðan veðrið er svona
gott.“
Bjallan hringir í fyrsta skipti
þegar klukkuna vantar tuttugu
mínútur í níu, eins og alla aðra
vinnudaga. Þá er gert 20 mín-
útna hlé og þær Hrefna skunda
upp í matsal. „Við fáum okkur
kaffi og spjöllum saman. Ég
held að allir séu búnir að fá upp
í háls af umræðunni um ástand-
ið, en samt er talað um það.“
Ennþá, bætir hún svo við.
Kannski vegna þess að fólk er
ekki sammála.
„Við tölum um allt milli him-
ins og jarðar; kreppuna, launin
okkar, fiskeríið.“
Aftur er hringt klukkan ell-
efu. Kaffisopi á efri hæðinni á
ný og örstutt spjall.
Þegar klukkan slær tólf er
enn hringt. „Í hádeginu er alltaf
eldað hér uppi og hægt að fá
ódýran mat, ýmist kjöt eða fisk.
Venjulegan, góðan heim-
ilismat.“
Það er ekki bara snyrt, þær
njóta þess að hlusta á útvarpið í
heyrnartólunum og spjalla líka
saman við vinnuna. „Já, já, við
tölum saman. Þetta eru ekki
þrælabúðir! Starfið er einhæft
en það er gott að hafa vinnu í
þessu árferði,“ segir hún.
„Mér líkar mjög vel að vinna
hér og hefur alltaf gert. Það var
aldrei neitt vesen að fá frí ef
krakkarnir voru lasnir; hér er
stór og góður hópur sem hjálp-
ast að.“
Vanagangur
Hádegishléið er hálftími. „Sum-
ar hætta klukkan tólf og aðrar
koma hálfeitt og eru til fimm,
þegar er aukavinna. Annars
hættum við tíu mínútur yfir
þrjú.“
Þá daga sem Hrefna vinnur til
rúmlega þrjú reynir hún að
brjóta upp hversdaginn að
vinnu lokinni. „Ég fer oft á
flakk; í verslanir, sest á kaffihús
eða fer í heimsóknir. Lífið geng-
ur sinn vanagang; þetta er
ósköp venjulegt.“
Þegar vinnudagurinn er til
fimm heldur hún oftast beint
heim. „Þá er ég ekki komin
heim fyrr en hálfsex, fer í
sturtu og byrja svo að elda. Við
borðuðum að vísu óvenju
snemma í dag því strákurinn
fór á handboltaleik. Eftir mat-
inn fór ég aðeins í tölvuna.
Strákurinn stofnaði fyrir mig
síðu á Facebook; mér finnst
gott að vera þannig í sambandi
við stelpuna mína sem býr fyrir
sunnan.“
Eftir þrjú símtöl er hún sest
fyrir framan sjónvarpið. Fram-
undan er umfjöllun um mat.
„Þau eru á sama tíma, Jóhanna
Vigdís og Jói Fel.“ Efnið vekur
áhuga Hrefnu og hún vill af
hvorugu missa. „Ég horfi á Jóa
fyrst á Stöð 2 og svo Jóhönnu á
plúsnum.“
Hrefna er aldrei með neitt á
prjónunum en les mikið. Að-
allega reyfara. „Ég kíki í Séð og
heyrt þegar ég fer í klippingu en
heima les ég reyfara.“
Ljósið er yfirleitt slökkt í
Skarðshlíðinni á milli ellefu og
tólf. Reyfarinn er þá lagður á
náttborðið og augun aftur.
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þetta er ósköp venjulegt
Dagur í lífi fiskverkakonunnar Hrefnu Þorbergsdóttur
Hrefna Þorbergs-
dóttir við færibandið
í vinnslusal Brims.
Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Gleym mér ei