SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 15
leikrit er leikrit. Að mínu viti er þó leikritið öllu fremur
leikrit en skáldverk og mun ég því freistast til þess hér að
fjalla um þetta hugljúfa, margslungna og víðfeðma
skáldverk sem leikverk, þótt það vegna uppruna síns,
sem skáldverks, beri fremur svip og sérkenni vel upp-
byggðs skáldverks en leikverks og lúti ekki sömu lög-
málum og leikverk þar sem höfundurinn er bundinn
skáldsögunni (króníkunni eða nóvellunni).“
Blaðamaður grípur bókina og sér krotað fyrir ofan
kaflann: „Sú ritsmíð, sem hér birtist, gæti verið skop-
stæling af leikdómum um Íslandsklukkuna.“
„Stendur það já,“ segir Flosi, lítur upp og kímir.
Framsóknarmaður einn vetur
Flosi segist að mestu hættur að leika. En hann lék þó í
Kurteisu fólki í sumar.
„Þetta var nú bara lítil rulla. Ég óskaði bara eftir að fá
setningarnar sem ég átti að segja, lærði þær utan að og
sagði þær, en las aldrei handritið.“
– Ertu ánægður með ævistarfið?
„Ég hugsa sjaldan um það. Hitt er annað mál, að þegar
ég lít til baka, þá var ég megnið af ævinni fastráðinn í
Þjóðleikhúsinu. En sannleikurinn er sá að maður var allt-
af á bólakafi í einhverju öðru en að leika þar. Þess vegna
hef ég hent gaman að því, að ég hafi venjulega verið
drepinn fyrir hlé, og þótt það hið besta mál, til þess að
nýta kvöldin í annað en brauðstrit. Ég var á bólakafi í út-
varpi, sjónvarpi, pistlaskrifum – og svo stofnaði ég leik-
hús í framsóknarhúsinu til höfuðs dansfélaginu Heim-
dalli.“
– Dansfélaginu?
„Já, við kölluðum það dansfélagið Heimdall. Þeir voru
í sjálfstæðishúsinu, þar sem haldin voru böll í gamla
daga.“
– En varstu ekki kommi?
„Jú, ég var kommi. En frystihúsinu Herðubreið var
breytt í framsóknarhús til höfuðs sjálfstæðishúsinu, það
var mótleikur framsóknarmanna við dansfélagið Heim-
dall, og þeir hringdu í mig frá Sambandinu og spurðu
hvort ég gæti ekki rifið framsóknarhúsið upp. Ég spurði
hvort þeir væru brjálaðir, ég væri enginn framsókn-
armaður, ég væri kommi! Þá spurðu þeir hvort ég gæti
ekki sett upp leiksýningu, sem myndi laða unga sjálf-
stæðismenn í framsóknarhúsið. Ég talaði við Jón Múla,
Jónas Árnason og Stefán Jónsson, og við bjuggum til
leikritið Rjúkandi ráð, sem sýnt var á hverju kvöldi heil-
an vetur í framsóknarhúsinu. Þá lét ég af því að vera
kommúnisti og gerðist framsóknarmaður einn vetur.“
– Hvað svo?
„Eftir að ég sneri baki við framsóknarhúsinu, þá fór
það á hausinn, eins og Þjóðviljinn fór á hliðina þegar ég
hætti að skrifa í hann.“
– Hvar endaði þessi pólitíska vegferð?
„Ég enda sem frjálslyndur vinstrimaður, alveg stað-
fastur í þeirri kenningu móður minnar að gæði veraldar
séu ekki ætluð fáum útvöldum heldur öllum, svona sem
allra jafnast. Ætli ég teljist ekki á eldri árum aulalegur
demókrat.“
Kynntust við sjálfstæðishúsið
Flosi rifjar það upp, að hann fékk stundum að sitja við
borðið hjá skáldaklíkunni á Hótel Borg, þar á meðal
Steini Steinarr, Tómasi Guðmundssyni og Kristjáni
Karlssyni. „Ég var uppveðraður að fá að vera með,“ segir
hann með áherslu, „titrandi af snobbi.“
– Það hefur verið hvatning í kveðskapnum að um-
gangast skáldin?
„Já, en ég hef alltaf verið ljóðelskur, las mikið sem
krakki. Amma sofnaði með Davíð Stefánsson á brjóstinu
á hverri nóttu, það var sængin hennar. Hún kunni Davíð
utan að, Þú komst í hlaðið á hvítum hesti og allt þetta.
Satt að segja var maður alinn upp við að líta heldur niður
á Davíð, það væri frekar billegur kveðskapur. En hann
vex alltaf, ég fæ betri og betri fíling út úr Davíð:
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.“
– Hann samdi mörg ævintýrin, eins og Konan sem
kyndir ofninn minn?
„Það þótti bara guðlast!“ býsnast Flosi. „Hann liggur í
bælinu og fátæk kona kyndir ofninn hjá þessu sterti-
menni; það þótti fyrir neðan allar hellur!“
– Hvernig var Steinn?
„Steinn var mér alltaf góður, en hann gat verið helvítis
meinhorn. Hann afgreiddi fólk svoleiðis rosalega, ef
menn voru að draga sig nær borðinu þar sem hann fékk
sér sitt staup af brennivíni. Það var mikið snobbað fyrir
honum, en hann þáði ekki áfengi nema frá útvöldum
mönnum. Það gafst ekki öllum færi á að bjóða honum
Steini upp á drykk. Hann var svakalega orðheppinn, og
ekki sniðugt að lenda í orðasennu við hann. En hann
verkaði aldrei á mig eins og utangarðsmaður. Ég hef
heyrt einhverjar gljátíkur, sem telja sig vera bókmennta-
fræðinga, segja að hann hafi skriðið í göturæsinu í
Reykjavík, en það er bara ekki rétt. Hann var vín-
hneigður, en hann var ekki á urrandi fylliríum.“
– Tómas hefur verið hæglátari?
„Hann var orðinn dálítið meyr síðustu árin. Hann var
með manninn með ljáinn á heilanum, að hann væri að
deyja. Tómas ólst upp í Grímsnesinu og þegar hann kom í
bæinn, þá þótti stelpunum á dansiböllunum í Bárunni
eða Iðnó eða hvað það nú var hann svolítið sveitó. Og
þær neituðu honum þegar hann bauð þeim upp í dans,
þeim fannst hann ekki nógu stórborgaralegur. En
mamma mín, hún gerði það strax að reglu hjá sér að neita
Tómasi aldrei um dans. Hún dansaði alltaf við hann.“
– Hvernig kynntust þið Lilja?
„Við kynntumst fyrir utan sjálfstæðishúsið. Hún hafði
haft augastað á mér í nokkra mánuði, en ég hafði lítið
tekið eftir henni. Hún var bara barn, sautján ára, og ég 23
ára. Svo biðum við eftir að komast inn í sjálfstæðishúsið;
það var kalt úti, ég var í frakka og sá hana fyrir utan, fór
til hennar og breiddi frakkann yfir öxlina á henni. Og
síðan höfum við verið saman.“
Það kemur grallarasvipur á Flosa:
„Þá var dyravörður í sjálfstæðishúsinu hann Beggi,
sem lifði á því að láta berja sig. Hann var alltaf með glóð-
araugu og fékk alltaf skaðabætur hjá okkur sem börðum
hann. En hann er dauður, svo ég veit ekki hvort ég má
segja þetta.“
– Ekki kýldir þú hann?
„Jú, jú, ég kýldi hann einhvern tíma. Ég var háseti á
Vatnajökli og það munaði engu að ég væri stoppaður, að
ég fengi ekki að fara til Ameríku. Þetta var árið 1947. Ég
kýldi hann af því að hann vildi ekki hleypa mér inn!“
Hann skellihlær.
„Maður fór inn með ofbeldi og út með ofbeldi. Hann
var með stóran bláan kíki og leitaði liðsinnis lögregl-
unnar náttúrlega og heimtaði skaðabætur fyrir kíkinn.“
– Þú varst á sjónum?
„Já, á sjó í nokkur ár, og alltaf á sumrin á togurum.“
– Hvernig dastu í leiklistina?
„Mér fannst bara, þegar ég var að spekúlera hvað ég
ætlaði að gera að ævistarfi, að þetta gæti verið notaleg og
róleg innivinna. En það átti nú annað eftir að koma í
ljós.“
Hjónin Flosi og Lilja í hesthúsinu, en
í bakgrunni sést „kellingin“ Píla
standa á afturfótunum og skegg-
ræða við merarnar Glöðu og Góðu.
25.október 2009 15
Það var áfall að heyra fregnir af alvarlegu bílslysi
sem Flosi Ólafsson lenti í að kvöldi miðvikudags í
vikunni. Flosi slasaðist töluvert, en var kominn af
gjörgæslu þegar þetta er skrifað. Honum eru send-
ar óskir um góðan bata frá sínum mörgu vinum á
Morgunblaðinu.
Viðtalið við Flosa er birt í dag að höfðu samráði
við hann. Flosi vildi gjarnan kynna bókina Í kvos-
inni, sem verður endurútgefin í tilefni af áttræð-
isafmæli hans 27. október.
Það var glatt á hjalla í eldhúsinu heima hjá hon-
um og Lilju á Stóra-Aðalbergi í upphafi liðinnar viku.
Í samræðum yfir vel útilátnum veitingum í sveitinni,
eins og siður er, hentu þau hjónin gaman að öku-
mannshæfileikum sínum.
„Við erum skíthrædd hvort í annars bíl,“ sagði
Flosi. „Hún er æpandi og öskrandi ef ég keyri. Og
ég er fullur vandlætingar þegar hún ekur hraðbraut-
irnar í öðrum gír og er í fjórða gír í brekkum.“
Allt verður Flosa að gamanmálum.
Engum er Flosi líkur
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ