SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 26

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 26
26 25. október 2009 Þórarinn Leifsson fæddist 29. júlí 1966. Hann hefur starfað við mynd- skreytingar og vefhönnun. Fyrsta bók hans, Leyndarmálið hans pabba, kom út árið 2007. Hún hefur verið gefin út í Þýskalandi og Danmörku, og kemur brátt út í Finnlandi. Hann er giftur Auði Jónsdóttur og á fyrir dótturina Salvöru Gullbrá. Inga Huld Hákonardóttir fæddist 15. mars 1936. Hún nam sagnfræði í Kaupmannahöfn og Lundi og var blaðamaður í mörg ár. Inga Huld var til- nefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992 fyrir bókina Fjarri hlýju hjónasængur. Hún er í sambúð með Kristjáni Árnasyni þýðanda. Inga Huld: „Þórarinn er yngstur af þremur systkinum sem fæddust á fjögurra ára fresti. Elst þeirra er Hákon, sem við köllum Tuma, en Alda Lóa er í miðjunni og öll eru þetta mín eigin skilgetin börn. Þórarinn var fremur rólegt ungbarn og tók engar grenjutarnir sem ég man eftir. Tóti hefur átt góða vini í gegnum tíðina – ekki endi- lega marga en ég held að hann sé vinur vina sinna. Við bjuggum hér í Þingholtunum þegar hann var lítill. Ein- hverju sinni gekk ég á eftir honum og leikfélaga hans niður Miðstrætið og þá man ég eftir að þeir töluðu ekki um neitt nema rjómabollur. Enda var Þórarinn mikill sælkeri. Ég er samt ekki alveg viss um að það hafi reynt mikið á eldamennskuna hjá honum í seinni tíð. Þegar hann var fimm ára fluttist fjölskyldan til Dan- merkur og þar náði hann dönskunni nokkuð fljótt, enda var hann á góðum máltökualdri. Við bjuggum í útjaðri bæjarins um skeið þar sem hann eignaðist góða vini. Einu sinni var þar á ferðinni par sem talaði svolítið stirða dönsku og spurði hann til vegar. Hann leysti úr því en innti þau svo eftir því hvort þau væru frá Íslandi. Parið svaraði játandi og vildi fá að vita hvernig hann vissi það. „Ja, bara af því að þið talið eins og pabbi og mamma,“ svaraði hann á dönsku. Í Danmörku lenti hann í slysi þegar hann var fimm, sex ára. Hann var í sumarbúðum yfir helgi og datt niður stiga í húsinu þar sem hópurinn gisti. Við það fékk hann mikið höfuðhögg og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í tvær vikur. Honum batnaði svo hægt og bítandi með tím- anum en það var bara Guðs mildi að hann hlaut ekki varanlegan skaða af. Ég man ekki eftir því að Þórarinn hafi teiknað mikið sem barn og líklega byrjaði hann ekki á því fyrir alvöru fyrr en eftir tíu ára aldur eða svo. Síðar fór hann hins vegar í Myndlistarskólann og lærði þar til verka. Hann var 17 ára þegar hann fór í Evrópureisu og ferð- aðist þá heilmikið um Grikkland. Tveimur árum síðar lagðist hann aftur í ferðalög um Miðjarðarhafslöndin og Spán þaðan sem hann fór með marokkóskum hljóð- færaleikara til Afríku. Á þessum tíma vann hann fyrir sér með því að mála myndir á göturnar og var marga mánuði í burtu. Á tímabili héldum við að hann væri týndur því hann lét ekkert heyra í sér í langan tíma og við vissum ekkert hvar hann var. Það endaði með því að ég og Alda Lóa systir hans fórum suðureftir að leita að honum. Við vorum staðráðnar í að hætta ekki fyrr en við fyndum hann og það gerðist nokkuð óvænt eftir tals- vert langa leit. Við vorum staddar í hafnarborginni Al- geciras því hann hafði fengið að hringja heim á norsku ræðismannsskrifstofunni þar sex mánuðum áður. Leitin hafði gengið fremur illa og ættingjarnir heima voru farnir að biðja okkur að koma aftur heim. Af þeim sök- um vorum við eiginlega búnar að gefast upp en ákváðum að gista eina nótt í borginni áður en við færum heim. Daginn eftir átti ég afmæli og Alda Lóa hafði farið út að sækja blóm og kökur en við vorum mjög óhamingju- samar yfir því að hafa ekki fundið hann svo við ákváðum að fara á torgið í borginni í síðasta sinn, þar sem við viss- um að götumálarar héldu gjarnan til, og spyrja hvort fólk þar hefði eitthvað spurt til hans. Þegar við komum á torgið var það eiginlega tómt nema við sáum einn mann sem var þar að teikna. Við ætluðum að fara að spyrja hann til vegar en þegar hann leit upp sáum við að þetta var Tóti sjálfur. Viðbrögð hans voru kostuleg því hann spurði hvumsa: „Hvað eruð þið að gera hérna?“ en bætti því við að hann hefði nú verið farinn að hugsa um að hringja í okkur. Ég held að ég hafi aldrei séð hann jafn óskaplega hissa á lífsleiðinni. Þetta urðu miklir fagn- aðarfundir og í framhaldinu fórum við til Gíbraltar sam- an og á spænsku hásléttuna og víðar. Þannig að þetta breyttist bara í skemmtilega fjölskylduferð. Ég myndi segja að Tóti væri næsta glaður maður, svo- lítið bangsalegur og ég held að hann elski þær heitast, Sölku dóttur sína og Auði konuna sína. Mér hefur fundist okkar mæðginasamband ágætt í gegnum tíðina og kvarta ekkert undan því. Við eigum áhugann á bókunum sam- eiginlegan en ég er ekkert viss um að við lesum sömu bækurnar. Hann hefur gaman af því að teikna og búa til karaktera en nýja bókin hans, Bókasafn ömmu Huldar, er náttúrlega bara skáldskapur enda mjög yfirnáttúrleg og það er nánast stokkið milli stjarnanna í henni. Mér finnst hún bara nokkuð sniðug, þótt ég viti nú ekki hvort þetta sé beinlínis heiður fyrir mig. Ég er ekki viss um hvert Tóti á eftir að þróast en ég verð mjög ánægð ef hann heldur áfram með myndlistina og skriftirnar.“ Stokkið milli stjarnanna Á tímabili héldum við að hann væri týndur því hann lét ekkert heyra í sér í langan tíma og við vissum ekkert hvar hann var. Það endaði með því að ég og Alda Lóa systir hans fórum suðureftir að leita að honum. Eiga grúskið sameiginlegt Tengsl mæðginanna Þórarins Leifssonar og Ingu Huldar Hákonardóttur Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.