SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 29
Við elskum áskor-
unina sem felst í
því að horfa á
hvers kyns úr-
gang og ímynda
okkur eitthvað
stórkostlegt sem
gæti komið út úr
honum.
25.október 2009 29
Uppvinnsla hefur verið stunduð
hér á landi, sérstaklega í fata-
og skartgripahönnun. Ein þeirra
sem hefur nýtt sér gamalt dót
til sinnar hönnunar er Sigríður
Ásta Árnadóttir, sem hannar
undir merkinu Kitschfríður. Pils
og veski sem hún hefur útbúið
úr gömlum Álafossteppum hafa
notið vinsælda, raunar svo mik-
illa að nú er Sigríður orðin uppi-
skroppa með hráefni í þá hönn-
un, þrátt fyrir að hafa ítrekað
auglýst eftir teppum. „Ég held
að kreppan sé að setja svolítið
strik í hráefnisöflunina hjá
mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég
fann það um leið og kreppan
skall á í fyrra – fólk heldur
meira í það sem það hefur.“
Þetta merkir hún einnig á því
að hún fær ekki jafn mikið af
garnafgöngum og áður „enda
allir farnir að prjóna.“ Hún seg-
ist þó ekki í miklum hráefn-
isvandræðum, enn sem komið
er. „Ég hef mest verið að endur-
vinna gömul ullarföt og það er
svolítið misjafnt hvað ég breyti
efninu mikið. Ef það er gott
eins og það er breyti ég áferð-
inni ekki, en yfirleitt lita ég flík-
urnar og sauma svo eitthvað ut-
an á þær. Undanfarið hef ég
gert mikið af því að taka gamla
handavinnu; útsaum, puntu-
dúka og annað slíkt og skreytt
peysurnar með því en ég hef
gaman af því að setja ólíka
hluti saman.“
Hún segir eftirspurnina hafa
hægt og sígandi verið að
aukast í versluninni Kirsuberja-
trénu þar sem hún selur vörur
sínar, en það háir framleiðsl-
unni einna helst hversu mis-
jafnt hráefnið er. „Framleiðslan
er því voðalega lítið stöðluð en
ég er oft spurð hvenær ég ætli
að koma með meira úrval af
peysum í ákveðinni stærð eða
lit. Ég á hins vegar ósköp erfitt
með að anna sérstakri eft-
irspurn því ég læt hvern hlut
svolítið segja mér hvað hægt er
að gera við hann.“
Álafossteppin fá
að njóta sín.
Hver hlutur fær
að ráða för
Sigríður Ásta
Árnadóttir er
litaglöð í
hönnun sinni.
Gamalt bróderí tekur sig
vel út á á gamalli peysu
sem hefur verið lituð. Morgunblaðið/Ásdís
© 2009 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.
Endurskipulagning á rekstri og fjárhagsskipan er mikið í umræðunni. Eftir
algjört hrun íslenska fjármálakerfisins má spyrja hvert stefnum við, hvert
er hlutverk fjármálastofnanna og hver er staða hluthafa og starfsmanna við
þessar kringumstæður. Hvernig verður best staðið að endurskipulagningu?
Er hætta á að sjónarmið lánardrottna verði of ráðandi í starfsemi fyrirtækja?
Endurreisnin
Endurskipulagning á erfiðum tímum
Ráðstefna KPMG 5. nóvember
Dagskrá
- Setning Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG
- Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
- Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims
- Craig Masters, sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja, KPMG London
- Pallborðsumræður, stjórnandi Þorsteinn Pálsson
Ráðstefnustjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Staður: Grand Hotel, Gullteigur
Tími: 5. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00
Ráðstefnugjald: 17.500 kr.
Léttar veitingar verða í boði að loknum pallborðsumræðum.
Skráning á kpmg@kpmg.is eða í síma 545 6000.
kpmg.is