SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Síða 34

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Síða 34
Reykjavíkurbréf 23. 10. 09 34 25. október 2009 V ér mótmælum! Vér mótmælum allir! Þessi orð eru greypt inn í þjóðarsálina og meitluð í hvert grjót sem fyrirfinnst á þessum kletti í norðurúthafinu, sem Ísland kallast. Og stjórnmálamenn berja sér á brjóst með þessum orðum hinn 17. júní og stundum 1. desember. Og hlustendum þeirra virðist að þarna hafi dirfska og þor þjóðarinnar risið hæst. Á mælikvarða nútímans var þetta þó fremur látlaus uppákoma. Nú fær mótmælasamkoma hálfþrosk- aðra erlendra túristamótmælenda, sem kasta berjaskyri í álkarla og álkerlingar meiri athygli, ekki síst sjónvarps- stöðva, en hinn snotri fundur í hátíðarsal Lærða skólans fékk á sinni tíð, af hálfu samtímans. Í hinum innlenda höfuðstað Reykjavík, bjuggu um þær mundir eitt þúsund sálir, og fæstir íbúanna höfðu úr miklu að spila. Og í hin- um dreifðu byggðum, sem var svo sannarlega réttnefni í veglausri víðáttu Íslands, var ástandið enn lakara. Og hverju var Jón forseti að mótmæla og þeir sem tóku undir með honum. Þeir voru að mótmæla því að Jóni var ekki gefið orðið á fundinum. Hann vildi fá að ræða frumvarp um stöðu Íslands. Sjálfsagt þykir reyndum mótmælendum nútímans ekki mikið til þessarar lýsingar koma. Sjálfsagt voru þeir sem áttu hlut að þessu sögulega andófi prúðbúnustu Íslend- ingar, sem völ var á, ef marka má málverkið sem hangir í forsal Alþingishússins í minningu þessara atburða. Nú orðið eru mótmælendur iðulega í eins konar einkenn- isbúningum sinna erinda, enda slettist skyrið stundum á fleiri en skyldi og lögregla, sem er þó seinþreytt til átaka, kemst stundum ekki hjá því að skakka leik. Hvað hafðist upp úr krafsinu? En hafðist eitthvað upp úr krafsinu? Það er spurningin. Og reyndar er það efni þessa sundurleita bréfs að velta fyrir sér hvort mótmæli hafi áhrif og þá hvers konar áhrif. Mótmæli þeirra þjóðfundarmanna höfðu ekki mikil áhrif fyrst í stað. En með þeim urðu þó kaflaskil. Þjóðin hafði lengi ekki haft burði til eins eða neins. Brauðstritið var þá fyrir flesta barátta upp á líf og dauða. Helsta úr- ræðið var að bugta sig og beygja í iðrun og undirgefni. (Sama herstjórnarlist var löngu síðar notuð í samningum um ætlaða skuld við útlendinga. Og þótt ofanverð nítjánda öld yrði erfið og endaði með kuldaskeiði, þreng- ingum og mesta fólksflótta frá landinu fyrr og síðar var þrátt fyrir allt örlítið að rofa til. Og með þessum atburð- um síaðist inn í þjóðarvitundina að hún átti eftir alda- langa bið loksins foringja. Reyndar voru þetta ekki einu tilþrifin. Þremur árum fyrir þjóðfund mótmæltu 60 bændur Grími amtmanni á Möðruvöllum og lést amt- maður skömmu síðar og kenndu sumir mótmælunum um. Ekki er víst að slá megi því föstu. Þær aðgerðir voru og fremur persónulegar en pólitískar. Tuttugu árum eftir þjóðfund orti hinn ungi blaðamaður Jón Ólafsson Íslendingabrag um þá fóla „sem frelsi vort svíkja, flýja í lið með níðinga fans og af útlendum upp- hefð sér sníkja.“ Jón varð að flýja land fyrir vikið. Bankarannsóknarnefnd fyrir 100 árum Snemma á ráðherraferli Hannesar Hafstein fóru góð- bændur í hópreið til höfuðstaðarins og mótmæltu fyr- irhuguðum síma með tilþrifum. Árið 1909 fyrir réttum hundrað árum gerðust kunn- uglegir hlutir. Miklar og harðvítugar deilur urðu um bankamál. Bankastjórum var vísað úr starfi með lög- regluvaldi og bankarannsóknarnefnd skipuð. Mótmæli urðu við opinbert heimili ráðherrans, sem kallað hafði yfir sig „gerningaveður, sem í fyllingu tímans veltu hon- um úr sessi.“ Önnur fyrirferðarmikil mótmæli snerust um ólík viðfangsefni. Mikil ólga og mótmæli urðu vegna þingrofs 1931. Átök og mótmæli urðu um augnveikan rússneskan dreng er hér var í skjóli Ólafs Friðrikssonar, önnur um launaskerðingu í kreppunni (Gúttóslagur) og þau mestu andófið gegn inngöngu í Nato, þar sem Íslend- ingar hafa sjálfsagt komist næst borgaraátökum, því of- rausn væri að tala um borgarastyrjöld. Lið voru boðin út og táragasi beitt. Í tveimur þeim síðasttöldu urðu meiðsli á fólki og sum mjög alvarleg. Þessi mótmæli báru ekki mikinn árangur horft frá sjónarhóli mótmælenda, þótt aðeins hafi verið komið til móts við gúttóslagsmenn. Keflavíkurgöngur og mótmæli gegn her voru áberandi alllengi en herinn fór án slíks atbeina og var ekki laust við að reynt væri að halda í hann lengur en Kanar vildu. Á tuttugustu öld urðu mótmæli skipulagðari en fyrr. Verkalýðsfélögum og margvíslegum hagsmuna- samtökum hafði vaxið fiskur um hrygg. Jafnvel eru mót- mælagöngur nú stundum eins konar hluti af hátíð- arhöldum. Menn fara í mótmælagöngur í sparifötum og fá sér súkkulaði og vöfflur á eftir í skipulögðum kaffi- samsætum. Að því leyti til hafa mótmæli aðeins farið að minna á þau snotru þjóðfundarmótmæli 1851. Búsáhaldabyltingin ekki tilefnislaus Mótmælin sem kölluð hafa verið búsáhaldabyltingin voru þó fjarri því að vera snyrtileg. Ekki er hægt að fárast yfir þeim, eða halda því fram þau hafi verið að tilefnislitlu. Öðru nær. Tilefni óánægju var svo sannarlega ærið. Og margur tók þátt og hafði sig í frammi þrunginn af von- brigðum og réttlátri reiði og jafnvel harmi og uppgjöf. En svo komu þeir sem beindu þessum heitu tilfinningum í farveg sem þeim hentaði. Töluvert hefur verið um þessi mál skrifað og flest enn býsna yfirborðslegt svo sem kannski er von og annað er sett fram í tilteknum og næsta augljósum tilgangi og er sannleiksást ekki þar efst á blaði. Á endanum þrengdust kröfurnar sem einkum voru kyrj- aðar með taktslætti stjórnenda í eina um að „vanhæf“ ríkisstjórn skyldi víkja. Og ríkisstjórnin vék en sú hugsun verður æ áleitnari að önnur og mun vanhæfari hafi mætt til leiks. Svo er annar kafli mótmæla orðinn áberandi á seinustu áratugum. Þá eru menn á móti margvíslegum mann- virkjum. Þegar þeir þjóðfundarmenn komu saman hefði þeim aldrei dottið í hug að það yrði síðar þjóðarsport á Ís- landi að vera á móti mannvirkjum. Sú hugsun, ef hún hefði flögrað að, hefði örugglega glatt þá. Því það væri öruggast merki að vel hefði miðað í frelsis- og fram- færslumálum hinnar fátæku þjóðar að Íslendingar hefðu loks tíma og þrek aflögu frá lífsbaráttunni til að mótmæla húsum og öðrum mannvirkjum. Árið 1851 var fátt um reisuleg hús á Íslandi og fundarstaðurinn Lærði skólinn (nú MR) var þeirra langmest. Langflest hús önnur, sem þá voru uppistandandi og voru þó sum nokkru meiri að burðum en hin almennu hreysi, eru nú horfin. Því hefði jafnvel framsýnustu mönnum á Íslandi, og þeir hafa vís- ast verið flestir á þjóðfundi, látið sér til hugar koma að vegir og brýr, hús og virkjanir yrðu endalaus tilefni and- ófs í landinu. Iðulega verið komið í veg fyrir mistök Ekki er þetta sagt til þess að gera lítið úr slíkum mótmæl- um enda vafalaust að forsvarsmenn slíkra hafa iðulega komið í veg fyrir mistök í mannvirkjagerð og dregið úr eða stöðvað framkvæmdir sem skaðað gátu viðkvæma náttúru landsins. Bréfritara er ekki kunnugt um að gerð hafi verið heildstæð athugun á þessari gerð mótmæla, sem væri þó verðugt viðfangsefni. Þau eru margvíslegrar gerðar. Stundum eru það einkum nágrennissjónarmið sem valda athugasemdum og ef þær ná ekki eyrum ráða- manna háværari mótmælum. Slíkt framtak hefur iðulega orðið til þess að samfélög, svo sem sveitarfélög, hafa orð- ið vistlegri og notalegri en ella. Vér mótmælum nú næstum öllu Tillögur sem mótmælt var að tónlistarhúsi, Ráðhúsi í Reykjavík og skipulagi á Skólavörðuholti. Fallið var frá þeim tillögum og útkoman varð sú, sem neðri myndirnar sýna.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.