SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 35
25.október 2009 35
Stundum eru mótmælin víðtækari og gjarnan eiga þá
opinberar framkvæmdir í hlut. Hljómskálanum í sam-
nefndum garði var mótmælt og sagt er að Kjarval hafi
verið framarlega í flokki og nefnt sem rök að byggingin
skyggði á útsýni til Keilis. Kjarval var aftur á móti fylgj-
andi því að byggður yrði ofan á tankana á Öskjuhlíð her-
legur veitingastaður eins og fram kom í athyglisverðri
grein hans. Það var gert löngu eftir hans dag og var
margur á móti því. Hugmyndir voru um miklar torg-
framkvæmdir á Skólavörðuholti í ætt við það sem sést í
miðborg Helsinki og síðar var Hallgrímskirkju Péturs-
sonar ætlað þar pláss. Þá hófust mikil mómæli. Ómar
Ragnarsson (sem sjálfur hefur verið liðtækur mótmæl-
andi) söng í þessa veru um það: „Um Hallgrímskirkju
byggingu er býsna lítill friður. Biskup segir upp með hana
en Pétur (Ben) sagði niður.“ Dóttir sama Péturs hamaðist
myndarlega gegn Ráðhúsinu, sem nú er við Tjörnina, en
hafði sama árangur og faðirinn í slag hans við kirkjuna.
En löngu áður en núverandi ráðhús reis hafði staðið lengi
yfir teiknivinna fjölmargra arkitekta og verkfræðinga að
öðru ráðhúsi, með borgarleikhúsi inni í sér, sem standa
skyldi þvert fyrir norðurenda Tjarnarinnar. Þá risu mót-
mæli einnig hátt með menn á borð við Sigurð Líndal í
forystu. Það hús og öll sú mikla framkvæmd koðnaði
niður undan þeim mótmælum. Magnús Óskarsson og
Sundasamtök hans stöðvuðu fyrirhugað stórhýsi SÍS inni
við Sund. Seðlabankinn ætlaði að byggja þar sem hús
Thors Jensens stóð á Fríkirkjuvegi 11 og hraktist þaðan
upp á Arnarhól. Þar ætlaði bankinn að byggja einhvers
konar pýramída á hvolfi en mótmælendur undir forystu
Þorsteins Ö. Stephensens leikara stöðvuðu það. Tónlist-
arhús var teiknað og átti að rísa í Laugardal. Það var
stöðvað. Og svona mætti lengi telja.
Mikið fé í óbyggð hús
Ef saman væri lagt er ljóst að gríðarlegum fjármunum,
ekki síst almennings, hefur verið varið í hugmyndir og
hönnun húsa, sem aldrei risu. Gaman væri ef fræðimenn
treystu sér til að leggja mat á það dæmi. En sem sagt, þá
er niðurstaðan hugsanlega sú að við getum sagt í stuttri
tölu, upphátt eða í hljóði, við leiði Jóns og Ingibjargar í
gamla kirkjugarðinum, til dæmis hinn 17. júní 2011: „Þær
framfarir hafa orðið í landinu síðan þú varst og hést ,Jón,
að vér mótmælum ekki bara allir, heldur mótmælum vér
og þó nú orðið við næstum öllu sem nöfnum tjáir að
nefna.“ Ef eitthvað getur glatt þau góðu hjón þá gæti það
verið þetta.
Þ
að eru takmörk fyrir því hvað fólk getur innbyrt af svartnætti. Og fjöl-
miðlar mættu gera meira af því að senda ljósglætu inn um bréfalúguna.
Ekki þarf annað en að rifja upp efni úr síðasta sunnudagsblaði til að rök-
styðja það:
„6. október 2008 var örlagaríkur dagur í lífi hjónanna Auðar Elfu Kjartansdóttur
og Páls Guðmundssonar, ekki síður en íslensku þjóðarinnar. Þann dag fór fæðing
sonar þeirra óvænt af stað í 28. viku meðgöngu og á sama tíma og Geir Haarde bað
Guð að blessa íslenska þjóð voru læknar að uppgötva að fóstrið var með lífshættu-
legan ofvöxt í öðru lunganu. Tilviljanir stjórnuðu því að Auður og Páll voru stödd á
einu fremsta sjúkrahúsi í heimi í fyrirburalækningum sem að öllum líkindum bjarg-
aði lífi litla drengsins.“
Þannig hófst viðamikil umfjöllun Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, sem vakti
sterk viðbrögð. „Nú er ég glöð,“ skrifaði Ásdís Sigurðardóttir á blogginu eftir að hafa
horft á myndskeiðið sem fylgdi fréttinni. „Ég held ég velji þetta „bestu“ jákvæðu
frétt vikunnar hjá mér í jákvæðum fréttum.“
Hún var svo „uppveðruð og kát“ að hún ætlaði að framlengja jákvæðnisbloggið
sitt til mánaðamóta og skrifa aðeins jákvætt þann tíma. Út af fyrir sig vekur orðið já-
kvæðni nostalgísk hughrif, eins og umræðan hefur þróast í samfélaginu. En það
virðist enginn hörgull á jákvæðum Íslendingum. Að minnsta kosti vakti það foreldr-
unum óvænta ánægju, þegar þeim barst bréf í pósti frá ókunnugum manni, „sem var
með frumsömdu ljóði og blessaði okkur öll …“
Fjölbreyttari Sunnudagsmoggi
Sunnudagsmogginn kemur nú út fyrr á laugardögum og gefst með því svigrúm til
meiri fjölbreytni, þó að áfram verði mikið lagt upp úr fréttaskýringum og viðtölum.
Fjallað verður með reglubundnum hætti um efnisþætti, sem Íslendingum eru
hugleiknir, svo sem ferðalög, bækur, kvikmyndir, hönnun, matargerð, heilsu,
íþróttir og margt fleira. Vonandi finna sem flestir efni við sitt hæfi í blaðinu.
Forsíðuviðtalið tekur Árni Matthíasson við Emilíönu Torrini, sem lauk í vikunni
tónleikaferð um Evrópu, en hún sló rækilega í gegn í sumar með lagið Jungle Drum
og trónaði lengi efst á vinsældalistum í Þýskalandi. Einnig er tekið hús á Flosa Ólafs-
syni á tímamótum í hans lífi og Kolbrún Bergþórsdóttir verður með helgarviðtalið á
sínum stað. Ótal margt fleira mætti telja til.
Agnes Bragadóttir verður á sínum stað með skarpa greiningu á þjóðmálum. En í
hóp pistlahöfunda bætist Styrmir Gunnarsson, sem skrifar pistla undir yfirskriftinni
Af innlendum vettvangi, en það gerði hann áður í Morgunblaðinu fyrir tæpum fjór-
um áratugum. Þá verður Kristín Heiða Kristinsdóttir með krassandi pistla undir yf-
irskriftinni Stigið í vænginn og Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skákheiminn.
Fleiri pistlahöfundar reka inn nefið, þó að þeir staldri mislengi við.
Lesbók hefur jafnan átt sinn dygga lesendahóp og verður nú hluti af Sunnudags-
mogganum. Bergþóra Jónsdóttir tekur aðalviðtalið við Margréti Örnólfsdóttur, fyrr-
verandi Sykurmola, handritshöfund, tónlistarkonu, útvarpskonu og nú bókarhöf-
und. Margrét var að gefa út sína fyrstu bók, Aþenu, fyrir börn á aldrinum 9-15 ára. Á
meðal annars efnis er viðtal við Hildi Bjarnadóttur veflistakonu, en einnig verður
þar bókaburður, Lesarinn, fjölmiðlapistill og dómar af ýmsu tagi.
Góða skemmtun!
Jákvæðni í fjölmiðlum
„Þetta kom svo á óvart
þegar ég sá þetta.“
Hermann Valsson, leiðsögumaður og starfs-
maður Vikingtravel, rak augun í að Goðafoss í
Skjálfandafljóti kemur ítrekað fyrir á myndum í
kynningu Microsoft á nýja Windows 7-
stýrikerfinu.
„Ef að líkum lætur er
þessu ekki lokið.“
Haraldur Briem smitsjúkdóma-
læknir, aðspurður hvort A1H1-
flensan geti valdið fleiri dauðs-
föllum.
„Þessi viðurkenning er
heiður fyrir mig og hefur
sömuleiðis þýðingu fyrir
framgang þeirra verk-
efna sem ég vinn að.“
Áslaug Haraldsdóttir, verkfræð-
ingur hjá Boeing, fékk viðurkenn-
ingu frá samtökum kvenverkfræð-
inga í Bandaríkjunum.
„Það hefur orðið algjör stökk-
breyting í þessum rekstri.“
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um kanna-
bisræktun á Íslandi.
„Það var auðvitað sárt að missa
gamla herbergið en við
stefnum að svo góðum sigri
í næstu kosningum að við
endurheimtum það.“
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, en framsóknarmenn
þurftu að eftirláta Vinstri grænum
gamla herbergið sitt í Alþingishúsinu.
„Við getum ekki brugðist
við þessu, því við eigum
ekkert pláss, við getum
ekki meir.“
Páll Winkel fangelsismálastjóri
spurður hvernig hægt sé að bregðast
við því að öll fangelsi landsins eru yf-
irfull.
Ummæli vikunnar
Óskar Magnússon
Stofnað 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Útgefandi:
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal