SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 36

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 36
Kvikmyndir 36 25. október 2009 Það gengur mik- ið á í gamanhroll- vekjunni Zom- bieland. En einnig á frumsýn- ingum erlendis, þar sem fólk klæðir sig upp sem lifandi dautt. Myndin verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi. Í landi hinna lifandi dauðu Leikarinn Jesse Eisenberg varð 26 ára í október og er háaldraður í samanburði við mótleikkon- una Abigail Breslin. Hún er aðeins 13 ára, en hef- ur þegar verið tilnefnd til óskarsverðlauna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Þ egar símtalið hefst við Abigail Breslin, þá stendur hún í þeirri trú að hún sé að tala við írskan blaðamann og byrjar þegar að rekja ættir sínar til Írlands. Blaðamaður flýtir sér að leiðrétta hana, segir þjóð sína vissulega eiga ætt sína að rekja til Ír- lands, en hann búi á öllu norðlægari eyju, nefni- lega Íslandi. „Það er mjög svalt,“ segir hún hikandi. Svo tekst henni að finna eitthvað uppörvandi við uppruna blaðamanns: „Þú ert fyrsti Íslendingurinn sem ég tala við!“ Platar strákana Breslin er enginn nýgræðingur í kvikmyndaleik, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Little Miss Sunshine frá árinu 2006, aðeins tíu ára gömul. Og þá var hún þegar orðin sjóuð í kvik- myndaleik, en fyrsta hlutverkið var í Táknum leikstjórans M. Night Shyamalans árið 2002, þar sem pabbi hennar var leikinn af ekki ófrægari manni en Mel Gibson. Fyrr á árinu var svo sýnd afar áhrifamikil en dásamleg mynd í íslenskum kvikmyndahúsum, Á ég að gæta systur minnar. Í sögunni hefur eldri systirin glímt við hvítblæði og sú yngri, sem leikin er af Breslin, neitar að fara í enn eina líffæragjöfina til að hjálpa henni, og ræður sér lögfræðing. Glímt er við ótal grundvallarspurn- ingar í myndinni um siðferði og tilgang jarðlífs- ins, en lítið fer fyrir því í Zombieland. Það liggur því beint við að spyrja hvers vegna hún tekur á sig þennan krók. „Ég vildi leika í myndinni, af því að mér líkaði handritið, sögu- persónurnar, ekki síst sú persóna sem ég leik, Little Rock. Hún er hörð af sér, hugrökk, platar strákana og kann að bjarga sér.“ – Horfirðu á hrollvekjur? „Já, já, ég geri það. En ég lít frekar á þetta sem gamanmynd.“ – Eru hrollvekjur ekki bannaðar innan 17 í Bandaríkjunum? „Jú, en það er í lagi ef einhver eldri horfir á þær með manni.“ – Hvernig býr maður sig undir að leika á móti lifandi dauðum? „Ég held það sé ekki hægt að undirbúa sig fyrir það sérstaklega. En ég varð þó að læra að skjóta af byssum og það var ógnvekjandi upp- lifun. Ég þurfti að fylgja ströngum öryggis- reglum – og standa í lappirnar!“ – Þú komst af fjöllum í myndinni, en hafðirðu sjálf heyrt Bill Murray getið? „Já,“ segir hún og hlær. „Ég hafði séð mynd- ina What About Bob og þar var hann ótrúlega fyndinn.“ – Þú ert farin að leggja í vana þinn að leika í góðum myndum; hvernig velurðu þær? „Takk fyrir það,“ segir hún hlýlega. „Ég vel myndirnar út frá því, að ég vilji kynnast persón- unni betur, sagan sé góð og þetta hljómi skemmtilegt.“ Hef gaman að búðarrápi – Á ég að gæta systur minnar er dásamleg mynd; veitti hún þér innblástur? „Ég þekki fólk sem hefur gengið í gegnum þá lífsreynslu. Afi fékk krabbamein og maður sækir í þann reynslusarp. Svo var Nicole okkur innan handar á tökustað [táningur af City of Hope meðferðarstofnuninni], en hún hefur glímt við krabbamein og gat miðlað okkur af sinni per- sónulegu reynslu.“ – Varstu undrandi á þeim miklu viðbrögðum sem Little Miss Sunshine fékk á sínum tíma? „Já, það var algjört brjálæði, en afar skemmti- legt. Og ég naut þess að leika í myndinni.“ – Hvar finnurðu tíma til að leika í bíómynd- um – er ekki fullt starf að vera þrettán ára? „Það er ekkert mál. Ég hef nóg fyrir stafni inn á milli. Stundum höldum við hrollvekjukvöld, þar sem við sofum saman vinkonurnar, og horf- um á margar hryllingsmyndir í röð. Ég hef líka gaman að búðarrápi. Ég er núna í Barselóna, verslaði heilmikið í gær og ætla að versla aftur í dag.“ – Hvað svo, leggurðu leiklistina fyrir þig? „Það getur vel verið. Annaðhvort það eða að verða dýralæknir.“ Verð leikkona eða dýralæknir Abigail Breslin heldur reglulega hrollvekjukvöld með vinkonum sínum – og einhverjum fullorðnum!

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.