SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 37
25.október 2009 37
É
g ber ekki hlýjar taugar til Íslands,“ seg-
ir Jesse Eisenberg ómyrkur í máli þegar
hann heyrir uppruna blaðamanns. „Ég
skipulagði ferð til Íslands með kærust-
unni minni, en þurfti að vinna og komst ekki.
Hún lét það ekki stöðva sig, fór samt í ferðina og
hitti Íslending sem hún varð ástfangin af. Þau
hittust í Bláa lóninu og hún kom aldrei til baka.“
– Mér þykir leitt að heyra þetta, segir blaða-
maður sleginn.
„Takk fyrir það. Þetta var mikið áfall. Ég fór
heim til mín, hlustaði á Björk og grét.“
Löng þögn.
– Uh, hefurðu gaman af hrollvekjum?
„Nei, ég horfi aldrei á þær. Þær eru svo hræði-
legar og halda vöku fyrir manni.“
– En af hverju ákvaðstu að leika í Zombieland?
„Ég las handritið og fannst það alveg frábært.
Ég varð að fara í margar prufur til að fá hlut-
verkið, því margir kepptust um það. En sem bet-
ur fer hreppti ég hnossið og ég held að myndin
standi alveg fyrir sínu.“
– Er krefjandi að leika á móti lifandi dauðum?
„Nei, það þarf ekki mikið að leika – maður
hleypur bara frá þeim. En það var vandi að ná
réttum tóni í gamanleiknum, því blandan er um
margt undarleg; þetta er hrollvekja á jaðrinum,
en að sama skapi með breiða skírskotun. Ég hef
ágætt vald á slíkum gamanleik, en varð að leggja
mikla vinnu í það með leikstjóranum að flétta
þetta saman. Myndin átti að vera fyndin á já-
kvæðan hátt, án þess að vera barnaleg eða
heimskuleg; mér finnst húmorinn snjall, þó að
hann fjalli um lifandi dauða. Og ég held að okkur
hafi tekist ágætlega upp – það voru tveir lélegir
brandarar í myndinni!“
Í mynd um Facebook
– Ertu áhangandi Bill Murray?
„Við vissum ekki að hann yrði í myndinni fyrr
en daginn áður. Það kom mér alveg í opna
skjöldu að hann skyldi mæta. Það hafði verið
skrifað inn í handritið að kvikmyndastjarna yrði í
þessu hlutverki, en þeir höfðu ekki hugmynd um
hver tæki það að sér. Á meðan á tökunum stóð,
þá var alltaf nýr og nýr skrifaður í hlutverkið,
þangað til þeir urðu uppiskroppa með nöfn á
endanum. Þá voru skrifuð inn í handritið gömul
gyðingahjón, sem voru lifandi dauð og eltu okkur
um húsið. En það gaf ekki góða raun. Var hreint
út sagt heimskulegt. Svo Woody Harrelson sagð-
ist ætla að hringja í vin sinn og okkur að óvörum
tók hann vel í að mæta.“
– En þetta var ekki heima hjá honum?
„Nei.“
– Hvernig fannst þér að leika á móti Abigail
Breslin?
„Ég fann strax í upphafi að það var mesti leik-
arinn á tökustaðnum. Hún grætur í atriðum,
jafnvel þó að tökuvélin beinist að hinum leik-
urunum. Hún er svo mikill fagmaður.“
– Hvað tekur við næst hjá þér?
„Það verður mynd um manninn sem bjó til
vefsíðuna Facebook og eftirmálann af því, en
hann varð fyrir lögsóknum.“
– Það hljómar nú ekki eins og mikill lífsháski?
„Þetta voru miklir peningar sem hann var
krafinn um.“
– Bróðurpartur íslensku þjóðarinnar hefur
komið sér upp heimasíðu á Facebook.
„Hvað eru það margir? 50 manns?“
Biturleikinn leynir sér ekki.
– Hvernig velurðu hlutverk í kvikmyndum?
„Þær velja mig,“ svarar hann. „Ef mér líkar
handritið sem þeir senda mér, þá geng ég í málið.
En það er erfitt að verða sér úti um hlutverk í
góðum myndum. Þá eru jafnan hundruð umsækj-
enda. Ég þurfti líka að fara í nokkrar prufur fyrir
Facebook-myndina. En þetta verður þó auðveld-
ara og auðveldara, eftir því sem hlutverkin verða
fleiri. Og ég hef verið svo lánsamur að fá hlutverk
í myndum, sem ég hef haft augastað á.“
– Hvað aðferðir notarðu til að lifa þig inn í
hlutverkin?
„Ég hef aldrei notað aðferðarleikstíl (method
acting) og þekki engan sem beitir honum. Það
nota allir sínar aðferðir, en maður verður að vera
geðveikur til að halda að maður sé sjálf persónan.
Það þýðir ekki að maður setji sig ekki í þær stell-
ingar, jafnvel í mynd um lifandi dauða. Þar lék ég
í fjórtán tíma á hverjum sólarhring mann sem var
með hvatvísiröskun og lafhræddur og auðvitað
hefur það áhrif á lundarfarið. Þannig er það í
hverri mynd, alltaf beitir maður einhverri aðferð,
en lýsingin á þessum aðferðarleikstíl, sem gjarnan
er orðuð við Marlon Brando, er ofnotuð, ýkt og
stæld, sturluð og ekki iðkuð af neinum. Ekki einu
sinni Al Pacino! Ég lék einu sinni með honum í
fjóra mánuði í leiksmiðju í Los Angeles og komst
að því að hann undirbýr sig ekkert öðruvísi en
aðrir fyrir hlutverk.“
– En eitthvað hefurðu nú lært á því að vinna
með honum?
„Mest á því að verja tíma með honum – að vera
í sama herbergi. Ég lærði líka af því að vinna
daglega með Woody Harrelson. Ekki síst að ná
valdi á rytmanum; þegar tökur standa yfir í
fimmtíu daga, þá er nauðsynlegt að halda jöfnum
hraða, því annars sprengir maður sig á fyrstu
vikunum.“
Á margar ástkonur
– Ertu sami lúðinn í eigin persónu og í myndinni?
„Nei, ég er allt öðruvísi. Ég á mér margar ást-
konur, höfuðið á mér er venjulega nauðarakað,
ég er í glæpagengi í New York og við rænum
banka með alvæpni, en aðeins City Bank og Chase
Bank.“
– Og gefið fátækum?
„Nei, við höldum þýfinu fyrir okkur og kaup-
um heróín, sem við troðum á milli tána.“
– Hvernig lentirðu á glapstigum?
„Ég fékk hlutverk í bíómynd...“
– Að síðustu, hvernig geta Íslendingar haft upp
á þér á Facebook?
„Ég stofnaði síðu í gær undir fölsku nafni. En
mér fannst ónotalegt að ég veitti engar upplýs-
ingar um sjálfan mig, allt var rangt, en samt var
stungið upp á fjórum vinum og ég var með einni
stúlkunni í grunnskóla. Ég held þeir búi yfir
leynilegum upplýsingum og fer aldrei þangað inn
aftur. En þú getur látið það berast til Íslands, að
ég ætli að koma í Bláa lónið, leita uppi manninn
sem kokkálaði mig og ná mér niðri á honum.“
Fór heim til sín,
hlustaði á Björk og grét
Jesse Eisenberg segir farir sínar ekki sléttar af kynnum
við Íslendinga – réttara sagt kærustunnar, fyrrverandi.
Reuters