SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 55

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 55
25.október 2009 55 oft ekki allar þar sem þær eru séðar. Á vissan hátt er þetta einsog töfrabrögð; maður gerir eitt með annarri hendi og dregur þá athyglina frá því sem maður gerir með hinni. En vissulega er guðfræðingurinn óvenju- legur rannsakandi málsins í heimi glæpasagna. En hann er persóna sem hefur þurft að þola margt í lífinu og vek- ur vonandi áhuga lesenda. Ég er þegar kominn með hugmynd að næstu bók um hann og helli mér ef til vill í að skrifa hana, ef þessi bók gengur vel.“ – En hvað leiddi svona grúskara einsog þig í lög- fræðinám? „Það er mikið grúsk í lögfræðinni og mér líður best í því. Ég hef til dæmis alltaf haft gaman af því að gefa mér tíma til að sinna kennslu með annarri vinnu, eftir því sem kostur er, og kenni núna sem stundakennari í lög- fræði við Háskólann í Reykjavík og það á mjög vel við mig. Ég nýt fræðilegu hliðarinnar, þar sem maður skoð- ar lögfræðileg álitamál, les erlendar sem innlendar laga- bækur og deilir síðan niðurstöðunni með nemendum sínum.“ – En þú starfar líka hjá Kaupþingi sem hefur kannski ekki verið jafn fræðilegt? Hvernig upplifðirðu hrunið frá þeim vígstöðvum? „Hrunið hafði óneitanlega afskaplega mikil áhrif á alla, starfsmenn í bönkum sem og aðra, og þessir vetr- armánuðir í fyrra eftir að bankakerfið hrundi líða manni seint úr minni. Ég held hins vegar að þessir atburðir hafi þó haft þau jákvæðu áhrif að gildismat fólks hefur breyst til hins betra.“ – Hvernig berðu þig að við skriftirnar, nú geturðu ekki lengur sótt á Landsbókasafnið þannig að hvar líður þér best við skriftirnar? „Mér finnst afskaplega gott að skrifa heima í Vest- urbænum, en stundum fer ég norður á Siglufjörð á slóð- ir ömmu og afa. Fjölskyldan á þar hús og þar er ynd- islegt að vera. Maður situr í ró og friði, horfir út á fjörðinn á milli skrifta og skrifar síðan glæpasögur við þennan allt annað en glæpsamlega fjörð.“ Ragnar Jónsson á vettvangi glæpsins í bókinni, Öldugötu. Morgunblaðið/Ómar leyti hafði ég fengið birtar þýðingar á smásögum eftir Agöthu í Vikunni og var metnaðarfullur – langaði að spreyta mig á þýðingu bókar. Skjaldborg gaf þá árlega út eina bók eftir Agöthu en hafði engan fastan þýðanda að verkum hennar. Ég var ekkert sérstaklega bjartsýnn eftir fundinn en nokkrum mánuðum síðar höfðu þeir samband og gáfu mér þetta tækifæri. Upp frá því voru þeir komnir með fastan þýðanda að bókum Agöthu næstu fimmtán árin. Þetta var aukavinna hjá mér öll mennta- og háskólaárin og raunar alla tíð síðan.“ – Þú sagðir að pabbi þinn og afi hefðu verið miklir grúskarar, hverjir eru þeir? „Afi minn og nafni hét Þ. Ragnar Jónasson og var fræðimaður og bæjargjaldkeri á Siglufirði og skrifaði mikið um sögu Siglufjarðar eftir að hann fór á eftirlaun, m.a. fimm bóka ritröð sem nefnist Úr Siglufjarðar- byggðum og kom út þegar hann var á níræðisaldri. Pabbi heitir Jónas Ragnarsson og hefur sent frá sér ýmsar bækur, meðal annars bókina Dagar Íslands sem er enn mikið notuð af fjölmiðlafólki. Hann verður líka með bók um jólin þannig að við feðgarnir verðum sam- an í bókaflóðinu í ár. Sem er við hæfi því líklegast kviknaði þessi áhugi hjá mér þegar við vorum saman á Landsbókasafninu alla laugardaga. Annars sé ég óskap- lega mikið eftir Landsbókasafninu við Hverfisgötuna, ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi enda þar þegar ég yrði eldri og grúskandi í einhverju gömlu efni.“ Sagan sem Elías Mar þýddi – En það er stórt skref að stíga að fara úr þýðingum yfir í skáldsagnagerð, hvernig kom það til? „Ég fékk hugmynd að bókinni fyrir rúmlega þremur árum og skrifaði í hana af og til en ég á það öðrum þýð- anda Agöthu Christie að þakka að ég lét loksins verða af því að skrifa hana til enda. Um jólin árið 2007 var konan mín að lesa ævisögu Elí- asar Marar sem Hjálmar Sveinsson skrifaði og þar lýsir Hjálmar því hversu skipulagður Elías var í skrifum sín- um, enda var hann í fullri vinnu með skáldskapnum og þurfti því að nýta tímann vel. Að skrifa bók er ekki eitt- hvað sem gerist bara af sjálfu sér. Konan mín, sem er blaðamaður og fyrirgefur mér því þessa skriftalöngun mína, sagði mér að ég yrði að taka þetta föstum tökum eða sleppa þessu. Þannig að ég lét verða af því að nota allan lausan tíma sem ég hafði næstu fjóra mánuði til að vinna skipulega að bókinni og kláraði verkið á vormán- uðunum árið 2008.“ – Þýddi Elías Mar sem sagt einhvern tímann Agöthu Christie? „Já, hann þýddi tvær bækur eftir hana, en aðeins er getið um hann opinberlega sem þýðanda annarrar bók- arinnar, Þriðju stúlkunnar, sem kom út árið 1986. Árið 1957 las Elías Mar söguna Græska og getsakir í útvarpi, en það var þýðing hans á fyrstu skáldsögu Agöthu. Sama saga kom svo út í bókarformi hér á landi árið 1963, en þar er Elíasar ekki getið sem þýðanda. Þar sem Elías hafði lesið söguna upp í útvarpinu hafði ég hann því grunaðan um að hafa þýtt bókina og hafði því samband við hann til að forvitnast um það, en þegar ég hitti hann var hann kominn yfir áttrætt. Þau sam- skipti höfðu að sjálfsögðu yfir sér brag fimmta eða sjötta áratugarins – ég sendi honum bréf þar sem ég gerði ráð fyrir því að hann hefði ekki netfang. Hann hringdi svo í mig úr heimasímanum sínum, enda átti hann örugglega ekki farsíma, og bauð mér í heimsókn. Það var ógleymanlegt að heimsækja þennan aldna rit- höfund. Hann bjó í heillandi íbúð vestur í bæ sem var uppfull af sögu og minningum. Þá spurði ég hann hvort hann hefði ekki þýtt þessa bók og hann játti því. Hann sagði mér að Jón Leifs hefði sagt sér að honum þætti það fyrir neðan virðingu Elíasar að lesa upp í útvarp bók eft- ir Agöthu Christie – slík viðbrögð hafa eflaust orðið til þess að Elías lét ekki titla sig sem þýðanda verksins þeg- ar sagan kom út í bókarformi. En hann sagði mér einnig að sér þætti líklegt að Jón Leifs sjálfur hefði á Þýska- landsárum sínum þurft að stjórna hljómsveitum sem léku verk sem honum hefði sennilega þótt misgóð.“ – Hvað heillaði þig við Agöthu Christie? „Það voru sögupersónurnar, óvænti endirinn og flétturnar. Hún kemur alltaf á óvart. Fyrsta bókin sem ég las, The Murder of Roger Ackroyd hefur einhvern óvæntasta endi glæpasagnanna. Svo er þessi heimur sem hún skapar svo heillandi og hvergi til nema í hennar bókum. Það er gott að týnast inní honum og búa þar um stund. Þessi heimur Agöthu er kvikur og stór enn þann dag í dag. Ég tók til dæmis nú í sumar viðtal við mann í London, John Curran, sem var að gefa út bók sem hann byggði á minnisbókum Agöthu. Hann stefnir á að verða doktor í verkum hennar. Það er hægt að gera þetta áhugamál að ævistarfi, en ég ætla ekki að ganga svo langt.“ Guðfræðingur í glæpasögu – Þá að bókinni þinni, hetja hennar er mjög hófstillt og óvenjuleg í heimi glæpasagna því hann er guðfræðingur. Spennan er líka lúmsk og án byssu- eða eltingaleikja; varstu aldrei hræddur um að það vantaði eitthvað meira krassandi í hana, einsog svosem eina vélbyssusenu eða nokkra blóðdropa? „Mig langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði enga þörf fyrir að bæta inn líkum, byssum eða hasarleikjum. Mig langaði til að skrifa góða gátu, plott sem myndi halda vatni og að endirinn kæmi á óvart. Ég reyni líka að skapa ákveðna spennu í persónum bókarinnar, sem eru Annars sé ég óskaplega mikið eftir Landsbókasafninu við Hverfisgötuna, ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi enda þar þegar ég yrði eldri og grúskandi í einhverju gömlu efni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.