SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Síða 6

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Síða 6
Lagt er upp með að þetta verði „sam- stöðuprófkjör“, eins og það er orðað en vonast er til að með því verði spornað við harkalegum innri átök- um sem meðal annars þótti setja skugga á prófkjörið fyrir síðustu þingkosningar. Í því felst að frambjóð- endur fá aðstöðu í Val- höll og þar verða haldnir sameiginlegir fundir, opnuð verður sérstök vefsíða fyrir frambjóðendur og gefið út öfl- ugra blað en oft áður, auk þess sem sett verður þak á kosningabaráttuna upp á 1,5 milljónir. „Ég held að frambjóðendur viti að það skiptir okk- ur miklu máli að sýna samstöðu, þannig að þetta verði blanda af félögum í leik og auðvitað um leið einstaklingum að kynna sína sérstöðu,“ segir einn frambjóðenda og endurspeglar það afstöðu flestra en jafnframt óttann við að baráttan fari úr böndum. Þó að frestur til að skila inn framboðum renni út á föstudag er ólíklegt að kosningabaráttan fari á fullt fyrr en eftir áramót enda kemst fátt annað en helgihaldið að í jólamánuðinum. Ljóst er að bitist verður um annað sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. Af þremenningunum sem þegar hafa verið nefndir til leiks varð Gísli Mar- teinn Baldursson efstur í síðasta prófkjöri. Þá hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson betur í slag um leiðtogasætið og hafnaði Gísli Marteinn í þriðja sæti, en hlaut engu að síður flest heildaratkvæði allra og 5.193 atkvæði í efsta sætið. Gísli Marteinn var sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs hvatamaður að grænu skrefunum, umhverfisátaki borgarinnar. En er helst gagnrýndur fyrir að hafa farið í meistaranám síð- asta vetur í borgarfræðum í Edinborg, hluta af tím- anum í leyfi. Kjartan Magnússon hafnaði í fjórða sæti í síðasta prófkjöri, en gaf kost á sér í þriðja sæti. Hann er for- maður tveggja ráða, menntaráðs og íþrótta- og tóm- stundaráðs, og hefur siglt jafnt og þétt til hærri met- orða, þótt ekki hafi alltaf farið hátt um það. Hann er kunnur fyrir að leggja mikla rækt við innra starf flokks- ins og var drifkraftur í því að fá Ólaf F. Magnússon til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Það reyndist ekki langlífur meirihluti, en varð þó til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gat síðar myndað meirihluta með Framsókn. Júlíus Vífill Ingvarsson hafnaði í fimmta sæti í síð- asta prófkjöri. En hafði þá dregið sig að mestu út úr borgarpólitíkinni eftir að ekki varð af prófkjöri um leið- togasæti borgarstjórnarflokksins. Hann hafði lýst áhuga á þátttöku og mælst sterkur í könnunum, en hætti við eftir að Inga Jóna Þórðardóttir dró sig til baka og lýsti yfir stuðningi við Björn Bjarnason. Júlíus Vífill gegnir formennsku í Skipulagsráði og steig fyrstu skref sín í pólitík er hann tók þátt í prófkjöri árið 1998. Það er styrkleiki hans í pólitík, að hafa ekki verið í póli- tískum skotgröfum innan flokksins frá ómunatíð, en um leið kann það að vera veikleiki, að hafa ekki bak- landið sem stundum myndast á áratugum. Allir þrír eiga sameiginlegt að hafa verið í hópi sex- menninganna, sem tóku slaginn til að koma í veg fyrir að REI-málið næði fram að ganga. En í kjölfarið á því hófst sturlungaöld í sölum Ráðhússins. Slagurinn um annað sætið 6 8. nóvember 2009 flokksins, heldur ætla varaborgarfulltrúarnir einnig að láta slag standa og stefna vísast á öruggt sæti eins og aðrir. „Aldrei að vita hvað maður gerir fyrir lokun,“ segir Sif Sigfúsdóttir og hlær en hún situr sem varaborgarfulltrúi í áttunda sæti listans. „Ég held að það stefni allir á fram- boð, borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar líka. Og svo bætast einhverjir við síðasta daginn.“ Bolli Thoroddsen, sem er í 9. sæti, býður sig þó ekki fram þar sem hann er í viðskiptanámi í Tókýó og vinnur þar fyrir Actavis. En sé litið til þrettán efstu sæta listans, sem öll eru skipuð þátttakendum í síðasta prófkjöri, þá hefur Marta Guðjónsdóttir þegar tilkynnt framboð og Ragnar Sær Ragnarsson og Björn Gíslason ætla í framboð. Ekki náðist tal af Kristjáni Guðmundssyni. Svo munu Áslaug Friðriksdóttir og Elínbjörg Magnús- dóttir að líkindum gefa kost á sér en þau eru efst þeirra sem stillt var upp til að styrkja listann fyrir síðustu kosn- ingar. Þetta er því þeirra fyrsta prófkjör og eru þau óskrifað blað að því leyti. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar utan raða borg- arstjórnarflokksins. Árni Helgason, lögfræðingur og for- maður Heimdallar, veltir því fyrir sér að gefa kost á sér og einnig Fanney Birna Jónsdóttir sem áður var formaður fé- lagsins. Þá eru orðuð við framboð Óttar Guðlaugsson, Edda Borg og Emil Örn Kristjánsson en þau hafa meðal annars starfað í hverfafélögunum. Haft var samband við nokkra, sem orðaðir hafa verið við framboð, en þeir neituðu því að þeir hygðust bjóða sig fram, þar á meðal Geir Sveinsson og Guðfinna Bjarnadótt- ir. Orðrómur er á kreiki um að von sé á þungavigtarfólki í framboð, utan þess hóps sem hér hefur verið nefndur. En slíkur orðrómur er svo sem engin nýlunda þegar prófkjör er á næsta leiti. E kkert bendir til að slagur verði um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í prófkjörinu 23. janúar næstkomandi, en víst er að tekist verður hart á um önnur sæti listans. Svo virðist sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri verði ein um að gefa kost á sér í efsta sæti enda mál manna innan flokksins að það hafi að mestu skapast friður um störf borgarstjórnar síðan hún tók við því embætti. Óvissa um framboð Vilhjálms Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þrír borg- arfulltrúar að líkindum gefa kost á sér í annað sæti listans, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir kann að blanda sér í þann hóp en samkvæmt heimildum stefnir hún á að ná sæti í borgarráði, þar eiga nú sæti þrír borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins. Hanna Birna hefur ekki verið einn þeirra, heldur setið borgarráðsfundi sem áheyrnarfulltrúi. Ef svo verður áfram, ætti því annað til fjórða sætið að vera ávís- un á sæti í borgarráði. Líklegt er að hún setji markið á þriðja sæti og það sama gildir um Jórunni Frímanns- dóttur. Eini borgarfulltrúinn sem ekki hefur sagt til um hvort hann gefi kost á sér í prófkjörinu er Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Hann segist ætla að upplýsa það þegar þar að kemur en framboðsfrestur renn- ur út 13. nóvember. Vilhjálmur hefur raunar þegar lýst því yfir í fjölmiðlum, að þetta verði hans síðasta kjörtímabil, en heyrst hefur að undanfarið hafi hann gefið því undir fótinn í samtölum við sjálfstæðismenn á förnum vegi að hann haldi áfram. Ekki er aðeins mikil þátttaka af hálfu borgarfulltrúa Hanna Birna óumdeild sem leiðtogi Tekist á um önnur sæti í prófkjörinu Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Allt bendir til að vopnabræðurnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Baldursson tak- ist á um 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokks, en hér sjást þeir á borgarstjórnarfundi. Fleiri kunna að slást í hópinn. Morgunblaðið/G.Rúnar www.noatun.is KALKÚNN FROSINN KR./KG 998 VERÐ FRÁBÆRT Ódýrt og gott í Nóatúni Samstöðuprófkjör Hanna Birna Kristjánsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.