SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 16

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 16
Í íslenska skálanum, Palazzo Bianchi Michiel, við síkið Canale Grande í Feneyjum er terpentínulykt í loftinu. Kraðak af málverkum á veggjum og gólfi af dularfullum manni á speedo-sundskýlu með gulri rönd. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson stendur við trön- urnar, ófullgerð mynd á striga og þarna er módelið, Páll Haukur Björnsson, sem horfir fjarrænu augnaráði út í tómið – þennan dag með gítar. Það má líta á málverkin sem dagbókarfærslur. Liðnir eru rúmir fimm mánuðir frá upphafi The End eða Endalokanna, sýningar Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum. Á hverjum degi streyma hundruð gesta um vinnustofu málarans, oftast inn um fram- dyrnar, en stundum skolar þeim á land af gondólum sem leggjast að örmjórri stétt bakvið húsið. Skipulagt kaos En gestir verða að gæta sín á því að rekast ekki utan í tómar bjórflöskur, sem raðast hafa á gosbrunninn í miðjum salnum, í gluggakisturnar og meðfram veggj- um. Á stofuborðinu er þær auðvitað líka að finna og sitthvað fleira, svo sem Jack Daniels-viskí, öskubakka og bók um Leonard Cohen. Þetta eru stikkprufur úr lífi listamanna í Feneyjum. Gamlar feneyskar konur hafa skammað þá fyrir um- hirðuna, eða skort á henni, en bresk kona um sjötugt lét sér fátt um finnast og sagði með vanþóknun: „Þið hafið verið hérna í marga mánuði – og er þetta allur bjórinn sem þið hafið drukkið!?“ Allt er þetta liður í því að skapa réttu umgjörðina fyrir vinnustofu listmálarans í Feneyjum; málarinn hluti af gjörningi listamannsins og með hverju mál- verki hleðst utan á listaverkið. „Hér ægir öllu saman, málverkum og bjórflöskum, bókum og öskubökkum,“ segir Ragnar. „Samt kom Þjóðverji að máli við mig og sagði: „Þetta er best skipulagði skáli sem ég hef séð á Feneyjatvíæringnum.“ Og það má halda því fram innan ákveðins ramma, því kæruleysið er hluti af gjörningnum – að skapa eðlilega stemningu, en samt annars heims. Fólk stígur inn í þennan veruleika, sem er svo óraunverulegur en samt okkar daglega líf. Og fjölmargir hafa orð á því, að þeir hafi aldrei fyrr séð málara að störfum. Þetta er eins og að stíga út úr hversdagslífinu.“ – Inn í goðsögnina? „Já akkúrat,“ svarar Ragnar. „Ég vissi að mig lang- aði til að gera svona verk út frá Feneyjum. Og datt niður á þá hugmynd að fá Pál með mér. Ég hef hrifist af gjörningunum hans, þeir eru svo melankólískir og fallegir. Og mér fannst mikilvægt að tveir listamenn væru saman í þessum aðstæðum. Þá skapast stemning eins og í upphafi Myndarinnar af Dorian Day, þegar listamennirnir spjalla linnulaust um listina. Þannig er gjörningurinn hjá okkur, að tala um póesíuna – og við og við um fótbolta!“ Amma fattar konseptlist Hinum megin við kanalinn eða „götuna“ er dóms- húsið. „Tvisvar í viku eru glæpamenn leiddir út í bátana,“ segir Ragnar. „Mér finnst það ósköp mið- aldalegt, að ferja menn í járnum á bátum, en hvers- dagslífið er svo furðulegt hérna. Hér eru allar gerðir af bátum eða prömmum sem flytja allt sem nöfnum tjáir að nefna, sumir búslóðir, aðrir ferðamenn og svo eru reglulegar strætóferðir.“ Hversdagslífið er svo Það líður að endalokum Endalokanna, gjörnings Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum, sem vakið hefur heimsathygli. Litið var í heimsókn á vinnustofuna við síkið, þar sem málarinn og módelið hafa hreiðrað um sig, og for- vitnast um lífið í eyjunum sem eru að sökkva. Feneyjatví- æringurinn Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Anna Sigríður Arnardóttir 16 8. nóvember 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.