SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 17
Og Ragnar er ánægður með staðsetninguna, þó að
íslenski skálinn sé utan opinbera sýningarsvæðisins,
sem lagt er undir tvíæringinn. „Ég vona að Ísland verði
hér áfram,“ segir hann. „Þetta húsnæði er orðið þekkt
sem íslenski skálinn og það væri synd að missa það
niður.“
Þegar blaðamaður er í heimsókn kemur 40 þúsund-
asti gesturinn á sýninguna, og það verður að teljast af-
ar frábrugðið Draugablús Ragnars í yfirgefna sam-
komuhúsinu Dagsbrún undir Eyjafjöllum. „Þá kom
einn og einn á dag, en nú er stöðugur straumur af
fólki,“ segir hann. „Erfiðast er að halda sig að verki,
því fólk gefur sig oft á tal við mann og spyr gjarnan
sömu spurninganna. Og þá þarf maður stundum að
bíta í tunguna – mig dreymir ljúfa drauma, þar sem ég
er hérna á vinnustofunni og öskra á fólk.“
Algengustu spurningarnar sem listamaðurinn og
módelið fá frá gestum eru nokkuð fyrirsjáanlegar:
„Svo þú ert málarinn?“
„Svo þú ert fyrirsætan?“
„Málaðir þú öll þessi málverk?“
„Drakkst þú allar þessar bjórflöskur?“
En algengast er að fólk þakki fyrir sig. „Það er ofsa-
lega sætt,“ segir Ragnar. „Eiginlega líður mér alla daga
eins og á opnun myndlistarsýningar. Það koma 300
manns á dag, sem er svipað og á opnun í Reykjavík. Ég
hef því verið með opnun í rúma fimm mánuði.“
– Hvernig var þetta fyrsta daginn? Þá var aðeins eitt
málverk!
„Þá var skýrara að gjörningurinn að mála var lista-
verkið. Núna halda sumir að þetta sé málverkasýning,
því málverkin hafa hlaðist upp. Og það spyrja margir
hvað ég ætli að gera við þau eftir að sýningunni lýkur.
En kannski er amma sú eina sem fattar konseptlist, því
hún spurði: „Og ætlarðu svo að brenna málverkin þeg-
ar þetta er búið?“ Því auðvitað felst gjörningurinn í
sköpuninni – að mála málverkin.
Við höfum rætt þetta: „Eigum við kannski að brenna
málverkin?“ En fundist það hallærisleg yfirlýsing, að
málverkið sé dautt, þannig að kannski er amma bara
gamaldags.“
Hann þagnar.
„Nema hún kveiki í þessu! Helli bara bensíni yfir og
kveiki í! Hún er að verða níræð og hefði viljað koma.
Afi minn, Ragnar Kjartansson, var myndhöggvari, al-
mennilegur listamaður sem gerði hlutina vel, og þau
voru mikið í kringum myndlistina.“
Hann lítur áhyggjufullur í kringum sig.
„Hvað ætli afi hefði sagt um þessi málverk?“
Dante gondólakall
Annars fékk Ragnar nóg af Feneyjum í sumar, en á
þeim árstíma gengur flóðbylgja ferðamanna yfir Fen-
eyjar.
„Túrisminn er svo rosalegur,“ segir hann. „Þá ganga
Feneyingar af göflunum, eru leiðinlegir og vondir við
mann, og andrúmsloftið ömurlegt. Svo breytist það
með haustinu. Borgin verður hún sjálf aftur, allt verð-
ur rólegra og mannlífið glaðværara“
– Hefurðu náð að kynnast Feneyingum?
„Besti vinur minn í Feneyjum er Dante gondóla-
kall!“ segir Ragnar og lifnar yfir honum. „Þú hefur
kannski rekist á frétt um dóttur hans í heimspress-
unni í sumar; hún er fyrsta konan sem gerist
gondólaræðari. Það gengur í erfðir, helst innan sömu
fjölskyldna, og það að hann skyldi ná þessu í gegn,
sýnir hversu valdamikill hann er gondólabransanum.
En Dante maestró er líka málari og vinnubrögðin
mjög hressandi; hann málar Feneyjar alltaf með
tveimur penslum, hraðinn er slíkur. Svo kemur hann í
heimsókn og finnst vanta allt ímyndunarafl, af því að
ég mála aðeins myndir af því, sem er á vinnustofunni.
Og hann byrjar að kenna mér súrrealisma! Þetta líf er
eins og í skáldsögu. Ég, sem er ímyndaður málari á
vinnustofu í Feneyjum, listamaður í eigin listaverki,
fæ heimsókn frá gondólakalli og hann kennir mér súr-
realisma!“
– En þú ert ekki ímyndaður málari?
„Nei, ég er til,“ viðurkennir hann. „Ég er af holdi og
blóði.“
Ragnar og Ásdís Sif Gunnarsdóttir kærasta hans, sem
einnig er myndlistarmaður, hafa komið sér fyrir í lítilli
íbúð á efstu hæð „í einu af húsunum“.
„Það er æðislegt,“ segir Ragnar. „Ásdís sýnir mikið
úti, þannig að okkur fannst sniðugt að leigja út íbúðina
heima, og vera bara hérna. Svo ferðumst við saman
eftir Feneyjar. Fyrst förum við til Düsseldorf, þar sem
ég verð með gjörning í 27. nóvember. Átrúnaðargoðið
mitt, Marina Abromovich, upphafsmaður gjörninga-
listarinnar, skipuleggur það.
Gjörningurinn gengur út á öskur og byggist á sögu
sem ég las í tónlistarblaði; þegar Peter Gabriel var að
deyja úr progrokki og listrænum metnaði, ekkert var
nógu satt, þá lét hann teipa sig við súlu í hljóðverinu
og öskraði þar. Ég ætla að láta teipa mig með gaffer-
teipi í iðnaðarsal, verð teipaður í smóking við eina súl-
una með míkrófón og upptökutæki. Öskrið verður
tekið upp og sett á plötu, eins og Brotinn gítar eftir Jó-
hann G. Jóhannsson.
furðulegt í Feneyjum
8. nóvember 2009 17
Ragnar Kjartansson vaknar við
kirkjuklukkurnar í dögun. Svo hit-
ar hann sér kaffi að hætti Ítala,
horfir yfir kirkjuþökin og hugsar
um dauðann og ástina.
Hann lítur inn í kirkju spölkorn
frá heimili sínu, les fáein ritning-
arorð og skundar svo á vinnu-
stofuna, þar sem hann hittir
módelið, Pál Hauk Björnsson.
Þeir ræða um tómið dálitla
stund. Svo byrjar listamaðurinn
að mála.
Í hádeginu lætur Ragnar sér
nægja að borða salat til þess að
vega upp á móti bjórnum, píts-
unum og pastanu. Eftir það er
tekinn hrafnistulúr, eins og
gamla fólkið gerir þegar værð
hefur færst yfir lífið, og svo er
unnið meira og rætt um tómið og
bækur Henry James.
Þegar vinnudegi lýkur heldur
listamaðurinn heim og horfir á
YouTube með Ásdísi Sif Gunn-
arsdóttur allt kvöldið. Það er
ekki horfandi á ítalskt sjónvarp.
„Það er mesti viðbjóður sem til
er í mannkynssögunni, bara
gamlir kallar og bimbós,“ segir
listamaðurinn, hristir höfuðið og
hnýtir aftan við:
„Þetta er óskiljanlegt land.“
Dagur í
Feneyjum