SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Page 19
8. nóvember 2009 19
The End er yfirskrift sýningar Ragnars Kjartanssonar á
Feneyjatvíæringnum, en verkið er tvískipt. Í hliðarsal
er myndbandsverk frá Klettafjöllunum og tekur Ragnar
undir að tengingin á milli myndbandsverksins og mál-
arans á vinnustofunni sé ekki augljós.
„Þetta er eins og tengslin á milli ljóða í ljóðabók,“
segir hann. „Einhvern veginn tengjast þær. Í báðum er
vinskapur, tveir menn við öfgakenndar aðstæður og
Caspar David Friedrich svífur yfir vötnum. Í þekktu
málverki eftir gamla þýska rómantíkerinn eru tveir
menn að dást að tunglinu. Það er ofboðslega fallegt
málverk og lykilverk að andrúmi þessara verka – báðir
staðirnir eru raunverulegir, Klettafjöllin og Feneyjar, en
þó er eins og þeir séu afsprengi ímyndunaraflsins.
Ekki klisjur, en öfgakenndir staðir.“
Myndbandsverkið er fimm rása og tekið upp í Kan-
ada, en tónlistina fyrir það sömdu Ragnar og Davíð
Þór Jónsson saman. Í því eru áhrifamiklar tökur, þar
sem þeir spila á ólík hljóðfæri á snævi þöktum víð-
áttum í grennd við Klettafjöllin og það í 30 stiga stiga frosti.
„Mig langaði til að vinna verkið í Banff, en þar er öll aðstaða fyrir
hendi, enda hafa eyðimerkurvestrar verið teknir þar upp, nú síðast mynd-
in um Jesse James, og líka vetrarvestrarnir, eins og Brokeback Mountain
og River Runs Through It með Robert Mitchum. Eitt atriði úr þeirri mynd
með Marilyn Monroe var tekið upp nákvæmlega þar sem við gerðum
myndbandsverkið.“
– Og þetta er staður á jaðri veraldar sem ber endalokin í sér?
„Já, það er fyndið með Klettafjöllin, að margir halda að það sé Ísland.“
– Þannig að þetta er góð landkynning, eins og þú leggur auðvitað upp
með!
„Fyrst og fremst, þá vil ég vera landi og þjóð til sóma,“ segir hann há-
tíðlegur. „Ég notaði þessi kanadísku fjöll, af því þau eru flottari, en fólk
kemur til Íslands, því það heldur að þau séu þar.“
Á slóðum Marilyn Monroe
fara á Lido og upplifa hátíðina. Svo eru fleiri hátíðir,
eins og róðrarkeppnin upp kanalinn, en þá eru gamlir
skrautbátar dregnir á flot, barokkbátar sem tólf menn
róa.“
– Og þeir sigldu inn í Endalokin?
„Já, borgin rennur inn í gjörninginn og síast inn í
verkin. Þessi dagur er í einu málverkinu.“
– San Siro í öðru!
„Já, Palli heldur þar á treflinum. Tvíæringurinn lokar
á mánudögum og þá getum við skotist frá. Við brugð-
um okkur til Mílanó á viðureign AC Milan og AS Roma
á San Siro og það var ótrúleg upplifun. Ég hafði aðeins
séð KR gegn Fram. Þetta voru aðeins betri fótbolta-
menn.“
– Nú gagnrýnir þig áreiðanlega einhver fyrir að taka
listina ekki alvarlega!
„Það er mikilvægt að koma fram við myndlistina
eins og lífið. Maður flissar sig í gegnum alvarleikann –
og þykist vera kærulaus þótt lífið sé dauðans alvara.“
Hrun, vonleysi og drungi
Hugmyndin að verkinu The End eða Endalokunum
kviknaði á sama tíma og hrunið varð á Íslandi, í lok
september árið 2008. „Ég var í þessum pælingum í bú-
stað pabba og Sirríar í Borgarnesi. Tryggvi Þórhallsson
sagði í sjónvarpinu að allt væri í góðu lagi og ég kinkaði
bara kolli: „Já, það er allt í góðu.“ Ég var líka í bú-
staðnum þegar Davíð kom í Kastljósinu fræga. Ég vona
að þetta hafi einhvern veginn smitast inn í þetta verk.
Það er erfitt að festa hendur á því, en eitthvað af von-
leysinu og drunganum í verkinu – það leiðir af þessu
áfalli.“
Það var í bústaðnum sem hugmyndin kviknaði að
því að fá Pál í verkið. „Ég sá fyrir mér mynd af manni á
sundskýlu á þessum örlagaþrungna stað við Canale
Grande,“ segir hann. „En tildrögin voru líka bréfa-
skriftir við Andreas, sænskan listamann, en öll verk
hans eru í bréfaformi og hann býr til persónur í kring-
um þau. Ég hef fengið bréf frá fólki sem ég kannast
ekkert við, stúlku í Belgíu sem skrifaði svo fallega um
upplifun sína af því að vinna í blómabúð. Svo var það
bara Andreas sem hélt um pennann. Ég kynntist hon-
um þegar ég var skiptinemi í Svíþjóð. Það er það ex-
ótískasta sem ég hafði gert fram að þessu – að búa hálft
ár í Stokkhólmi!“
Eiga Stravinsky mikið að þakka
Það er orðið rökkvað.
Við sitjum í hægindastólum á litlu bryggjunni við
skálann. Skammt undan ýtir maður gondól frá bryggju
með risastórum svörtum hundi um borð og það
glampar á glyrnurnar í myrkrinu. Ragnar skellir upp
úr. „Þessi staður er svo yfirhlaðinn merkingu, dauðinn
í Feneyjum og allt það. Maður fær það á tilfinninguna
að þetta sé Styx – þegar farið er á gondólum hér yfir er
það eins og að fara út yfir gröf og dauða.“
Páll er kominn með trefil og er í nýjum ullarsloppi.
„Við dressuðum karlinn svolítið upp,“ segir hann
brosandi. „Við fórum í verslunarmiðstöðina Coin, sem
er dýra útgáfan af Rúmfatalagernum.“
Hann er farinn að þekkja hvern ranghala og hlið-
argötu í Feneyjum eins og lófana á sér, eftir þrotlausar
kvöldgöngur, og hefur innbyrt ósköpin öll af heim-
speki og fögrum bókmenntum undanfarið hálft ár.
Þegar hann lá í sófanum nýverið og las Nietzsche,
eins og menn gera þegar þeim leiðist, þá gekk til hans
ævareið bresk kona og kvartaði undan því að það væru
aðeins karlmenn í myndbandsverkinu The End. Hann
veifaði Nietzsche og sagði: „Sérðu það ekki, við hötum
konur!“
„En við pössum upp á að hafa breidd í bókmennt-
unum,“ segir Ragnar. „Þess vegna urðum við okkur úti
um sendingu af Séð og heyrt til að fara með á klósettið
og slá á heimþrána.“
– Hvernig semur ykkur eftir allan þennan tíma?
„Það er mesta furða,“ segir Páll brosandi. „Palli var
voðalega fyndinn um daginn og setti leirklump inn á
skýluna sína,“ segir Ragnar. „Ég fattaði ekkert allan
daginn, en svo kom fólk á vinnustofuna og greip fyrir
augun á börnunum sínum.“
„Þann daginn var þetta nútímalist,“ skýtur Sigurður
inn í, sem er starfsmaður sýningarinnar, en áður
gegndi Þorlákur því virðingarembætti.
Það má þó ráða af gestabókinni í anddyrinu að flestir
gestirnir eru himinlifandi með The End, allmargir segja
þetta bestu sýninguna á Feneyjatvíæringnum og margir
skrifa langar færslur við nafnið sitt.
Yfirleitt eru listamennirnir líka ánægðir með gestina.
„Einstaka sinnum sest einhver í sófann, sem við ætlum
aldrei að losna við,“ segir Ragnar. „Þá setjum við Stra-
vinsky á plötuspilarann og hækkum í botn. Ef við ger-
um það bregst ekki að fólk lætur sig hverfa. Við eigum
því Stravinsky mikið að þakka.“
Sigurður læsir útidyrunum. Klukkan er orðin sjö. Og
Ragnar grípur gítarinn og syngur: „Every day I got the
blues …“