SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 34
34 8. nóvember 2009 A ð bregða sér í ræktina getur verið meiriháttar upplifelsi. Ekki einasta má nýta slíka ferð til að hrista skanka, teygja liminn stirða og svitna ærlega sér til heilsubótar, heldur er líka hægt að hafa hina bestu skemmtan af því að fylgjast með atferli mannfólksins í þessu húsi skrokkanna. Þar má vart þverfóta fyrir tiltölulega fáklæddu fólki sem „tekur á því“ í hinum ýmsu stellingum. Óneitan- lega ber þá margt fyrir augu. Auðveldlega er hægt að koma blóðinu á góða hreyf- ingu með því einu að graðga í sig (með augunum) alla kúlurassana sem hnyklast stinnir undir buxum margra karlkyns gesta. Mamma mía, það er ekki laust við að konur lamist stundum við þetta sjón- ræna áreiti og sitji hreyfingarlausar í ein- hverju tækinu, gjörsamlega heillum horfnar og geta með engu móti haft aug- un af öllu þessu vel ræktaða holdi. Eina sem skyggir á þessa sælu er að margir þessara hel-köttuðu karlmanna sem stunda ræktina af miklum móð, þeir virðast hafa týnt sér í dýrkun á eigin lík- ama. Þeir elska spegilmynd sína öðru fremur, fá aldrei leið á því að „pósa“ skammlaust fyrir framan spegilinn og skoða sig frá öllum hliðum. Og þeir þrífast á augnaráði annarra. Ef þeir efast eitthvað um að fólk sé hætt að horfa á þá, þá gefa þeir frá sér slík óhljóð í glímunni við lóðin, að það getur ekki með nokkru móti farið fram hjá eyrum allra í salnum. Oftast eru þessi hljóð lík- ust því að viðkomandi sé að reyna að koma frá sér hörðum hægðum. En stundum hljóma þessar stunur eins og kynferðisleg fullnæging sé um það bil að bresta á, og það getur verið harla vand- ræðalegt í öllu þessu fjölmenni. Fá þeir virkilega svona mikið út úr þessum átök- um að jaðri við alsælu? Eða eru þeir bara að undirstrika að þeir taki svo svakalega á, að ekki sé nokkur leið að koma í veg fyrir að dýrsleg hljóð hrökkvi úr barka þeirra? Ekki veit ég hvort þeir halda að þessi truflandi hljóð séu mjög karlmann- leg eða þeim sé einfaldlega bara drullu- sama. Það er líka sorglegt að horfa upp á hvernig sumir missa sig í vöðvasöfn- uninni, geta ekki látið staðar numið þeg- ar þeir hafa náð að skapa flottan skorinn kropp. Fíknin tekur völd, mikið vill meira, og þá er stutt í sterana. Þeir verða afkáralegir, jafnvel hlægilegir í útliti. Göngulagið verður heft af vöðvum og handleggirnir ná ekki að leggjast eðlilega að síðunum. (Hvernig ætli þeim gangi að skeina sig?). Og ekki geta blessaðir mennirnir, svona afmyndaðir af vöðv- um, haldið síma upp við eyra nema með þeirri hendinni sem tilheyrir hinum helmingi líkamans. Kona spyr sig: Hvernig maður er það sem eyðir svo miklum tíma í útlitið og hefur það ekki aðeins númer eitt, heldur líka númer tvö og þrjú í forgangsröðinni að pumpa eigin vöðva? Og hvernig hagar slíkur sperri- leggur sér í rúminu? Gera má ráð fyrir að sá sem er uppfullur af líkamlegri sjálf- hverfu sé upptekinn af því að skoða hvernig eigin líkami tekur sig út í bólför- unum og eyði þó nokkurri orku í að spenna vöðvana þannig að komi sem best út. Og vilji láta dást að sér. En á móti kemur að sjálfsagt nýtist hann vel til kynlífsleikja þar sem fim- leikar koma við sögu, hann getur eflaust hangið lengi á löppunum eða á hönd- unum í einhverri rólunni eða riminni. Og næsta víst er að úthald hans er til fyrir- myndar í þeim samfarastellingum sem eru mjög líkamlega krefjandi. Vert er að taka fram að í ræktinni (skiptimarkaði nútímans) er hellingur af mönnum sem ekki elska eigin upp- handleggsvöðva framar öllu öðru og metnaður þeirra stendur til annars en kílóafjölda sem þeir taka í bekkpressu. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Stynjandi strákar í ræktinni Gatan mín B jarni Felixson íþróttafréttamaður hefur búið á Tómasarhaga í 13 ár en í Vest- urbænum, nálægt KR, alla sína ævi. „Ég hef aldrei sofið fyrir austan læk,“ segir Bjarni sem ólst upp á Bræðraborgarstígnum, flutti því næst á Birkimel og loks á Tómasarhaga. Gatan byggðist á 6. áratug síðustu aldar og segir Bjarni ekki mikið hafa breyst síðan hann flutti þangað ásamt konu og börnum 1996. „Það sem hefur kannski breyst er samsetning íbúanna. Þegar ég kom þarna sá maður varla barn en nú er maður farinn að heyra í börnum í hverfinu sem er bara af hinu góða. Framan af má segja að íbúar götunnar hafi verið býsna hægrisinnaðir í pólitík. Í dag má segja að íbúar séu úr öllum flokkum en sam- komulagið jafngott og áður.“ Tómasarhagi er skammt frá Birkimel en Bjarni segir að ætlunin hafi verið að fara ekki langt frá Hagaskóla og Háskóla Íslands þar sem börn hans voru nemendur. „Svo heillaði mig að Tómasarhag- inn er ein besta og fallegasta íbúðargata bæjarins. Hún liggur í boga frá Hjarðarhaga og liggur niður undir Ægisíðu. Það má segja að Tómasarhaginn hafi alla kosti Ægisíðunnar nema hún tekur saltið af sjónum en Tómasarhaginn sleppur.“ Bjarni segir helstu kosti götunnar að þar sé engin starfsemi heldur sé hún hreinræktuð íbúðargata. „Svo má segja að hún sé heimur út af fyrir sig. Ég hef vítt útsýni yfir Skerjafjörðinn og sjóinn og það er mikill kostur. Síðan eru nágrannarnir þægilegir, umhverfið gróið og lítil umferð önnur en þeirra sem þar eiga heima.“ Bjarni segist ekki kunna marga galla á götunni. „Það væri einna helst að borgin gleymir henni oft í ófærð, það er seint skafið á Tómasarhaga.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/RAX Heimur út af fyrir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.