SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 35
8. nóvember 2009 35
Það er eðlileg hegðun fyrir ketti að brýna klærnar. Þeir
teygja sig í leiðinni og klóra oftast upp fyrir sig, en
stundum líka í lárétta fleti. Tilgangurinn er ekki ein-
göngu að slípa klærnar, heldur eru þeir líka að
merkja sér svæði. Sérstakir kirtlar í húðinni við
þófana gefa frá sér lyktarefni, svokölluð ferómón
eða lyktarhormón. Efni þessi eru líka framleidd
í kirtlum í kinnum og eru ástæða þess að
kettir vilja gjarnan nudda andlitinu og höfð-
inu upp við eigandann og húsgögn á heim-
ilinu. Ef þú fylgist grannt með kisunni
þinni getur þú séð hvernig hún fer um
heimilið og merkir markvisst ákveðna
staði, það eru gjarnan horn á hús-
gögnum sem standa fram í rýmið eða
afmarka það.
Til að bjarga húsgögnunum frá klóm kisu er
gott að bjóða fram klórubretti fyrir kisu að
klóra í. Staðsetning klórubrettisins er mikilvæg,
því kisa hefur vanalega ekki áhuga á að klóra í
klórubretti sem er staðsett úti í horni eða langt
frá þeim stöðum sem hún sjálf er búin að
ákveða að mikilvægt sé að merkja. Best er að
hengja brettið upp þannig að hæðin sé nægj-
anleg til að kisa geti teygt úr sér í leiðinni. Til að
gera klórubrettið enn meira spennandi fyrir kisu er
hægt að fá sprey eða duft úr svokallaðri katt-
armyntu eða „catnip“ og bera á brettið. Þessi jurt
inniheldur efni sem örva leikhegðun hjá flestum
kisum og veldur einskonar vímuástandi, en það
varir ekki lengi og er ekki skaðlegt eða vanabind-
andi fyrir kisu.
Annað ráð til að halda skemmdum í lág-
marki er að klippa reglulega klær kisu. Þá er
beittasti oddurinn klipptur framan af klónni.
Best er að nota til verksins sérhannaðar
klippur sem gerðar eru til að klippa hring-
laga klær, því naglaklippur fyrir fólk eru
hannaðar fyrir flatar neglur og hætta er á að
klær kisu klofni ef þær eru notaðar. Mikilvægt
er að klippa ekki í kvikuna og er því gott að fá
leiðbeiningar frá einhverjum sem þekkir til áður
en klærnar eru klipttar í fyrsta sinn. Hæfilegt er
að klippa klærnar um einu sinni í mánuði.
T
æknilega er hann hvolpur
ennþá,“ segir Jón Gnarr um
nýjasta fjölskyldumeðliminn,
border terrier-hundinn Tobba,
sem kom inn á heimilið fyrir sjö mán-
uðum. „Þetta eru einstaklega góðir
hundar, ofboðslega tryggir og skemmti-
legir en fremur sjaldgæf tegund hér á
landi. Líklega hefur hún orðið frægust
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni „There
is Something About Mary“ þar sem bor-
der terrier-hundur endaði í gifsi.“
Hann bætir því við að Tobbi sé ná-
skyldur nafna sínum úr Tinnabókunum,
sem er skoskur terrier, en border terrier-
hundurinn var ræktaður með því að
blanda saman skoskum og enskum terrier
og dregur tegundarheiti sitt þar af.
„Raunar eru þetta einstaklega gáfuð dýr
af hundum að vera, því hundar eru í
grunninn heimskir. Tobbi er t.d. mjög
fljótur og viljugur að læra. Ég er að kenna
honum að hoppa upp á veggi og fleiri
kúnstir og hann gerir það allt.“
Þeir Jón og Tobbi fara daglega út að
ganga saman og þjálfa þannig hvor annan.
„Hann er ákaflega húsbóndahollur og má
helst ekki sjá af mér,“ heldur Jón áfram
og játar því að Tobbi sé sennilega sinn
mesti aðdáandi. „Hann gersamlega dýrk-
ar mig. Ef ég fer á klósettið liggur hann
fyrir utan klósettdyrnar og ef ég kem ak-
andi heim þekkir hann hljóðið í bílnum
og hoppar af gleði og eftirvæntingu. Þetta
styrkir egóið alveg svakalega.“ Það
stendur ekki á svari þegar blaðamaður
áræðir að spyrja hvort viðmælandinn
þurfi á því að halda? „Maður getur alltaf á
sig blómum bætt,“ segir hann, stutt og
laggott. Fjögurra ára gamall sonur Jóns
kann einnig vel að meta nýja fé-
lagsskapinn. „Það er gott fyrir börn að
alast upp með dýrum því þau búa yfir
ákveðnu æðruleysi sem fólk á oft erfitt
með að finna. Tobbi er t.d. aldrei kvíðinn
eða hlakkar til. Hann er einfaldlega alltaf í
núinu og það held ég að sé hollt fyrir
alla.“
Mikil dramadrottning
Jón segir fjórfættan vin sinn luma á
óvæntum hæfileikum sem komu fyrst í
ljós í einum göngutúra þeirra félaga.
„Hann var eitthvað að væflast í löppunum
á mér og ég steig óvart á fótinn á honum.
Hann emjaði og veinaði og haltraði svo ég
hélt hreinlega að hann væri að drepast og
fór með hann til dýralæknis. Ég þurfti að
halda á honum út í bíl af því að hann gat
ekki gengið sjálfur. Læknirinn sá hins
vegar ekkert að honum. Svo las ég í bók
sem ég á um þessa tegund að þeir eru víst
miklar dramadrottningar – gera sér
gjarnan upp slappleika og meiðsli.“ Að-
spurður segir hann því vel mögulegt að
Tobbi sé ofjarl sinn á leiksviðinu. „A.m.k.
í dramanu – ég er meira í gríninu.“
Síðar endurtók leikurinn sig þegar son-
ur Jóns steig á fótinn á Tobba. „Það voru
önnur eins viðbrögð; hann féll í gólfið og
lá þar og veinaði. Ég sagði hins vegar við
strákinn að láta eins og hann sæi þetta
ekki því það er ekki gott að veita hund-
inum athygli út á þetta. Enda nennti
Tobbi þessu bara í nokkrar mínútur. Svo
stökk hann á fætur og fór að leika sér eins
og ekkert hefði í skorist.“
ben@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Styrkir egóið
svakalega
Hundur Jóns Gnarr er hugsanlega meiri leik-
ari en eigandinn, en frekar á dramasviðinu
en í gríninu. Tobbi er eins og nafni hans úr
Tinnabókunum af terrier-kyni og er bara
býsna klár, svona af hundi að vera.
Gæludýr
Kona nokkur í Wisconsin í Bandaríkjunum,
Sandi Meinholz, hyggst eyða síðustu ævi-
dögunum í að tryggja fiðruðum vinum sínum
örugga framtíð. Hún hefur rekið griðastað
fyrir páfagauka ásamt manni sínum í áratugi
en eftir að hjónin eignuðust fyrsta fuglinn
sinn streymdu til þeirra alls kyns páfagaukar
sem höfðu ekki í nein hús að venda.
Sandi þjáist af krabbameini í brisi og á sér
þá ósk eina að ljúka við að borga af hús-
næði og landareign fuglahælisins áður en
hún deyr. Því hafa vinir hennar efnt til söfn-
unar svo greiða megi lánin upp sem fyrst.
Alls þarf hælið um 250 þúsund dollara (um
31 milljón króna) til að takmarkið náist.
Morgunblaðið/Eyþór
Umhugað um fiðraða
vini á dánarstund
Sif Traustadóttir er dýralæknir á Dýralæknamið-
stöðinni í Grafarholti. www.dyrin.is
Hvers vegna klórar kötturinn í sófasettið?
Hvað segir dýralæknirinn?