SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 36
36 8. nóvember 2009 Þ egar Walter Ulbricht, leiðtogi Austur- Þýskalands, svaraði á blaðamannafundi síðsumars árið 1961 aðspurður hvað aust- ur-þýsk stjórnvöld ætluðu að gera til þess að stöðva straum fólks til Vestur-Berlínar sagði hann að enginn hefði í hyggju að reisa múr. Um- mæli hans vöktu litla athygli á þeim tíma, en voru þeim mun oftar rifjuð upp síðar meir. Aðeins nokkrum dögum eftir að hann sagði þessi orð var hafist handa við að reisa Berlínarmúrinn. Múrinn var á austur-þýsku embættismannamáli kallaður „andfasískur skjólveggur“, en var í raun táknmynd stjórnarfars, sem glatað hafði allri réttlætingu og trúverðugleika. Íbúar Vestur-Berlínar voru iðulega spurðir hvort það fylgdi því ekki innilokunarkennd að búa í borg, sem var afgirt með múr, en það var öðru nær. Vest- ur-Berlín átti að vera sýningarglugginn til austurs. Þeir sem voru hinum megin við múrinn voru lok- aðir úti. Hefði getað farið illa Múrinn stóð í rúm 28 ár. 9. nóvember eru 20 ár lið- inn frá því hann féll. Sú tilhneiging er rík eftir á að hyggja að líta svo á að atburðarás sögunnar hafi verið óhjákvæmileg. Múrinn hlaut að falla rétt eins og sól rís í austri og hnígur í vestri. Það getur hins vegar verið villandi að festast í sögulegri nauð- hyggju. Það þarf ekki nema að líta til blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í Kína 4. júní til þess að sjá hvað hefði getað gerst í Austur- og Mið-Evrópu. Það segir sína sögu um hvað lítið þurfti að bera út af að þegar fjöldamótmæli voru haldin í Leipzig 9. október 1989 voru átta þúsund manns úr lögregl- unni, hernum og Stasi tilbúnir gráir fyrir járnum að láta til skarar skríða og stjórnendum spítala höfðu verið gefin fyrirmæli um að búa sig undir að taka við fólki. Ef til vill varð harkaleg framganga kínverskra stjórnvalda gegn mótmælendum til þess að bæði stjórnvöld og mótmælendur í Austur-Evrópu gættu þess að skærist ekki í odda. Á hinn bóginn lögðu kínversk stjórnvöld sig fram um að greina hrun kommúnismans í Evrópu og fall Sovétríkjanna til þess að læra af mistökum kolleganna í Kreml og finna leið til þess að tryggja að kínverski komm- únistaflokkurinn héldi völdum. 1989 er eitt magnaðasta ár seinni tíma sögu. Al- menningur tók völdin í sínar hendur, ekki bara í Austur-Þýskalandi, heldur um alla Austur-Evrópu. Í Póllandi var Samstöðu hleypt að borðinu og í júní vann hún stórsigur í kosningum. Pólverjar höfðu reyndar alltaf verið kommúnistastjórninni óþægur ljár í þúfu og spyrntu gegn ítökum Sovétríkjanna og mun Stalín einhvern tímann hafa sagt að komm- únismi passaði Pólverjum eins og hnakkur kú. Í Ungverjalandi opnaði kommúnistaflokkurinn fyrir fjölflokka kerfi. Sagnfræðingar hafa komist að því að kommúnistar í Ungverjalandi höfðu glatað valdaeinokun sinni þegar í janúar. Eitt af öðru köst- uðu þessi ríki af sér oki, sem þau höfðu borið frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Gorbatsjov ákvað að standa á hliðarlínunni Lykilatriði var að Sovétríkin ákváðu að grípa ekki í taumana, heldur leyfa atburðarásinni í leppríkj- unum að hafa sinn gang. Þegar í janúar var Míkhaíl Gorbatsjov orðið ljóst að staða Sovétríkjanna væri orðin það slæm að sovéskum hermönnum yrði ekki beitt utan landamæranna. Sovéski herinn yrði kall- aður brott frá Afganistan þrátt fyrir beiðni lepp- stjórnarinnar í Kabúl um frekari hjálp. Leiðtogar í Austur-Evrópu fengju sama svar. Þegar Gorbatsjov kastaði þeirri stefnu, sem kennd var við Leoníd Brezhnev, að styðja þyrfti við kommúnistastjórnir hvar sem þær væru, fyrir borð opnaðist farvegur fyrir frelsisbaráttu almennings. Gorbatsjov kom til Berlínar á þjóðhátíðardegi Austur-Þýskalands 6. október og mátti heyra kurr í mannfjöldanum. „Lífið refsar þeim, sem kemur of seint,“ sagði Sovétleiðtoginn við Honecker, sem entist ekki mánuðinn á valdastóli. Þótt Gorbatsjov ætti eftir að sitja tveimur árum lengur biðu hans sömu örlög. Og á afmæli byltingarinnar í Moskvu 7. nóvember stóð hópur andófsmanna með skilti nokkra kílómetra frá Rauða torginu. Á eitt þeirra var letrað: „Öreigar allra landa – fyrirgefið okkur.“ Misskilningur á misskilning ofan Höfundur yfirlýsingarinnar, sem leiddi til þess að Berlínarmúrinn féll heitir Gerhard Lauter. Fyrir há- degi 9. nóvember sest hann að verki með þremur starfsfélögum sínum. Þeir ákveða að ganga lengra en þeim hafði verið falið án þess að spyrja yfirboð- ara sína. Slíkt hefði verið óhugsandi nokkrum árum fyrr. „Hægt er að sækja um einkaferðir til útlanda án þess að uppfylla þurfi skilyrði (tilefni ferðar eða aðstæður skyldmenna),“ hljómar ein lykilsetn- ingin. Til að koma í veg fyrir að almenningur héldi að við tæki yfirgengileg bið eftir vegabréfsáritun sagði síðan: „Leyfi verða afgreidd með stuttum fyr- irvara.“ Lokasetning yfirlýsingarinnar var á öðru blaði. Þar stóð að breytingarnar ættu að taka gildi 10. nóvember. Þegar textinn var tilbúinn var allt kapp lagt á að Saga Mistökin sem breyttu sögunni 9. nóvember hið örlagaríka ár 1989 féll Berlínarmúrinn og heimssagan fór í nýjan farveg. Það var hins vegar alls ekki ætlun austur-þýskra stjórnvalda að opna þennan dag. Karl Blöndal kbl@mbl.is Taumlaus fögnuður braust út þegar hlið Berl- ínarmúrsins voru opnuð og mikill mannfjöldi safnaðist saman við múrinn og á honum. Ó sló er borg sem hefur upp á afar margt að bjóða jafnt á sumri sem vetri. Borgin er notaleg og fólkið gestrisið og hér er Íslendingum tekið opnum örmum enda kalla Norðmenn okkur frændur sína með stolti. Frognergarðurinn Það er gaman að ganga um miðbæ Óslóar enda er borgin græn og margir fallegir garðar sem er dásemd að njóta. Helstan má nefna Frognergarðinn (Frognerparken) en allir sem heimsækja Ósló ættu að gera sér ferð þangað. Garðurinn er mjög stór og jafn fallegur og ævintýralegur á sumri sem vetri. Í Frognergarðinum miðjum er Vigeland- garðurinn sem er heimsins stærsti skúlp- túrgarður en skúlptúrarnir eftir Gustav Vigeland eru einmitt það sem gerir garð- inn svo ævintýralegan. Vigeland vann fyrst og fremst með mannslíkamann og hafði samband manns og konu og dauð- ann sem uppáhaldsviðfangsefni. Stytt- urnar hans svo tilfinningaþrungnar og svipbrigðamiklar að maður kemst ekki hjá því að verða fyrir hughrifum þegar skúlp- túrarnir hans 200 eru skoðaðir. Vigeland var merkilegur skúlptúristi sem sjálfur hannaði garðinn, sem var byggður upp á árum seinni heimsstyrjaldar. Inn í Frog- nergarð eru margar leiðir en aðalinngang- urinn er íburðamikið hlið sem stendur við Kirkeveien. Astrup Fernely-safnið Á göngutúr um Ósló er einnig áhugavert Hrafnhildur Smáradóttir Íslendingum tekið opnum örmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.