SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 43
8. nóvember 2009 43
Bjarni Lárus Hall fæddist 18. september 1979.
Foreldrar hans eru Guðlaug Magnúsdóttir og
Frank Pétur Hall. Bjarni er yngstur þriggja
systkina, elst er Katrín Hall og því næst kemur
Frank Þórir Hall.
Bjarni lauk stúdentsprófi úr Mennta-
skólanum í Reykjavík og er nú að skrifa B.A.-
ritgerð í heimspeki og fjölmiðlafræði við Há-
skóla Íslands. Hann treður reglulega upp ásamt
hljómsveit sinni, Jeff Who?. Fyrsta plata sveit-
arinnar, Death Before Disco, kom út árið 2005
og sló rækilega í gegn með laginu Barfly. Önnur
plata sveitarinnar, Jeff Who?, kom út í fyrra.
Auk ritgerðarskrifanna er Bjarni einnig að taka
upp sólóplötu. Sambýliskona Bjarna er Viktoría
Guðbjörg Hermannsdóttir.
Gaman
Ungur og saklaus með bros á vör.
Í Þýskalandi
Þegar Bjarni var 15 ára
heimsótti hann Katrínu
systur sína sem var at-
vinnuballetdansari í
Köln. Hann æfði fótbolta
með Fortuna Köln og áður
en hann hélt aftur til Ís-
lands fékk hann frá þjálfara
sínum þessa treyju með eig-
inhandaráritun allra leikmann-
anna í meistaraflokki liðsins.
Bjarni
Lárus Hall
Fjölskyldan
Guðlaug, móðir Bjarna, Katrín og Frank Þórir, systkini Bjarna, hann sjálfur og loks faðir hans Frank Pétur.
3 ára
„Við vorum alltaf saman við þrír,
Raggi frændi lengst til vinstri,
Þórir frændi í miðjunni og ég.
Svo heldur Addi bróðir [Frank
Þórir] á okkur þremur.“
6 ára í Manchester
United búningi
„Ég, mamma og pabbi fyrir framan
gamla Rocky-inn hans pabba. Við
fórum oft í útilegur þegar ég var
yngri.“
Í Berlín
Bjarni og Viktoría fóru til Berlínar fyr-
ir tveimur árum og léku sér eitt sinn að
því að máta furðuföt í búð sem seldi
notaðar flíkur. Viktoría fór í brúðarkjól
og Bjarni í leðurbuxur. „Ég endaði
reyndar með að kaupa leðurbuxurnar.“
Vinir
Bjarki, Hallur, Bjarni og Jón.
Myndaalbúmið
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
Ritið 1/2009
Þema heftisins er Róm-
anska Ameríka. M.a er
fjallað um kvikmynda-
gerð í Rómönsku
Ameríku, rýnt er í hina
margræðu skáldsögu
mexíkóska rithöf-
undarins Carlosar
Fuentes, Terra nostra.
Flókinn heimur
landamæra Mexíkó
og Bandaríkjanna er eitt viðfangs-
efna og líf og verk nunnunnar Sor Juana
Inés del la Cruz frá Nýja Spáni sem hélt uppi
vörnum fyrir tjáningarfrelsi kvenna á 17.öld.
Þá er fjallað um hinn umdeilda og orðhvassa
forseta Venesúela Hugo. Síðasta þemagreinin
er helguð Haítí og er saga eyjunnar rakin frá
1697 til 2004.
Ritstjórar Ásdís R. Magnúsdóttir
og Björn Þorsteinsson
Vegur minn til þín
Matthías sannar
hér sem aldrei fyrr
hversu fjölhæfur
hann er í efnistökum
og tjáningu. Hann
yrkir nútímaljóð
í hefðbundnum
bragformum, líkt og
ekkert sé eðlilegra,
en á það líka til að semja glettin prósaljóð
um samferðamenn sína eða bregða á loft
smáum myndum í frjálsu formi sem opna
þó víða sýn á náttúruheiminn. Skáldið
hugar að minningum sínum og leiftrum úr
menningarsögunni en hann leyfir samtíðinni
einnig að snerta kviku sína á ævikvöldi.
Hann yrkir um hrunadansinn, feigðarósinn,
lífsfögnuðinnn og ekki síst um erindi sín á
vegum ástarinnar. Ástráður Eysteinsson
annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála.
Matthías Johannessen
Krabbamein í blöðruhálskirtli
Krabbamein í
blöðruhálskirtli er
algengasta krabba-
mein á Íslandi og
nú lætur nærri að
einn af hverjum
sjö körlum geti átt
von á að greinast
með meinið. Þessi
bók er skrifuð
fyrir almenning
og staðfærð
að íslenskum
veruleika. Bókin veitir gagnlegar
og sannreyndar upplýsingar um sjúkdóminn
og fjallar um hann frá mörgum ólíkum
sjónarhornum en þessi fróðleikur er ætlaður
sjúklingnum og aðstandendum hans sem
stuðningur og veganesti í nýjum veruleika.
Snorri Ingimarsson og Eiríkur Jónsson
þýddu og staðfærðu
Hið mystíska X
Í bókinni er safn
greina og fyrirlestra
sem höfundur hefur
ritað á síðustu tutt-
ugu árum. Bókin
öll ber merki þess
rannsóknarefnis
er höfundur hefur
öðrum fremur
einbeitt sér að,
sem er kristnitakan
á Íslandi. Óhætt
er að fullyrða að hér kemur ýmislegt fram
sem ekki hefur áður verið á lofti haldið hvað
varðar þennan merkasta atburð Íslandssög-
unnar - trúskiptin og af hvaða ástæðum þau
urðu.
Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur átt drýgstan
hlut í að móta þjóðfræðina sem lærdóms-
grein í íslenskri menningarhefð.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
Hið mystíska X