SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 44
44 8. nóvember 2009 Sú ágæta hljómsveit Sleep sendi frá sér fyrstu breiðskífuna 1991. Sú plata hét Volume One og lofaði góðu, en áður en lengra varð haldið hætti einn stofnandi sveitarinnar til að gerast munkur. Þá voru þeir þrír eftir; Al Cisneros, söngvari og bassaleikari, Matt Pike gítarleikari og Chris Hakius trommuleikari. Sú þrenn- ing tók upp næstu skífu, Volume Two, sem kom út sama ár. Sveitarmenn tóku síðan upp prufur og sendu metalútgáfunni góðu Earache sem varð svo hrifin að prufurnar voru gefnar út í nóvember 1992 á plötunni Sleep’s Holy Mountain, sem er lykilplata í stonerrokksögunni. Holy Mountain fékk svo fína dóma að Sleep bauðst samningur við stórfyrirtæki, London Records, og fullt af peningum í þokka- bót. Peningarnir komu sér vel, því þeir félagar gátu keypt heilmikið af sterku grasi og lokað sig inni í hljóðveri að semja og taka upp næstu tvö árin. Líklega hafa þeir reykt of mikið því þegar þeir skil- uðu plötunni inn, komu með frumtaksafrit í kristalshauskúpu á fund London Records fengu forsvarsmenn út- gáfunnar áfall, því á disknum var aðeins eitt lag, Dopesmoker, 63 mín. að lengd. Fyrirtækið neitaði að gefa plötuna út og rak mannskapinn aftur inn í hljóðver að taka upp. Eftir japl, jamm og fuður skiluðu Sleep-félagar styttri útgáfu lags- ins, 52 mínútum í stað 63, undir nýju heiti, Jerusalem í stað Dopesmoker, en það dugði ekki til og frekar en að sætta sig við frekari breyt- ingar hætti sveitin. Platan kom því ekki út á sínum tíma, en til er ólögleg útgáfa af Jerusalem frá 1999. Það var svo ekki fyrr en 2003 að Dopesmoker kom út í upprunalegri mynd og menn gátu loks meðtekið snilldina; gagnrýnendur hafa keppst við að lofsyngja verkið, kalla það meist- araverk stonerrokksins. Fyrstu þrjár mínútur Dopesmoker eru einskonar upphitun; trommur og bassi koma ekki inn fyrr en á þriðju mínútu, og söngurinn hefst ekki fyrr en rúmar átta mínútur. Kannski ekki svo nýstárlegt, en sama gítarriffið er notað allar sextíu mín- úturnar með smávægilegum tilbrigðum og spilað mjög hægt. Texti lagsins er ævintýralegur, eða réttara sagt ævintýralega steiktur. Hann fjallar um það að segja sig úr lögum við samfélagið með hasspípuna í hendinni og fylgja reyknum því hann leiði mann til Gítarrifflands. Hvar það land er að finna er ekki ljóst en það tengist Zíon eitthvað, Nasaret, eyðimörkum Egyptalands, ánni Jórdan og Hasslandi, hvar sem það er annars að finna. Kannski er Gítarriffland og Hassland sami staðurinn, hljómar í það minnsta svo. arnim@mbl.is Poppklassík Dopesmoker – Sleep Ferðalangar frá Hasslandi Um þessar mundir fagna menn því að blóði drifinn Berlínarmúrinn var rifinn fyrir tuttugu árum. Meðal hátíðaratriða voru tónleikar írsku rokksveitarinnar U2 í Berlín á fimmtu- dagskvöld, sem voru einnig liður í verð- launahátíð MTV tónlistarsjónvarpsstöðv- arinnar, en U2 tók einmitt við verðlaunum á hátíðinni sem besta tónleikasveit heims. Ókeypis aðgangur var að tónleikunum, en takmarkað fyrir 10.000 manns og handa- gangur í öskjunni þegar ókeypis miðum var úthlutað. Það vakti svo nokkra óánægju þeirra sem þó fengu miða, að umhverfis sviðið var reistur nýr Berlínarmúr til að skerma tónleikasvæðið af og fyrir vikið sáu allmargir tónleikagesta ekkert af hljómsveit- inni. Þess má geta Jay-Z var leynigestur þeirra U2 manna og flutti með þeim Bob Marley-lagið „Get Up, Stand Up“. Bono og Jay-Z fara með bænir í Berlín. Reuters Falli múrsins fagnað með nýjum múr Eða þannig. Út er komin sérleg afmæl- isútgáfa af samnefndri plötu þungarokks- sveitarinnar ógurlegu Slipknot, en platan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti árið 1999 og greip þungarokksheima ljúfu en um leið fremur ógeðfelldu kverkataki. Farsæld sveitarinnar lá í þaulhugsaðri hug- myndafræði og ímyndarvinnu en tónlistin var ekki síður sjokkerandi. Endurútgáfan er stút- full af aukaefni en platan er nú orðin 25 laga og svo er myndefnið ríkulegt; 50 mínútna heimildarmynd þar sem fylgst er með sveit- inni að tjaldabaki og svo heilir tónleikar, film- aðir á Dynamo Open Air árið 2000. Þungarokkssveitn ógurlega Slipknot. Nífætta skrímslið orðið tífætt R obbie Williams ku vera að flytja aftur til Los Angel- es, sem var heimili hans um árabil, eftir að hafa sest að í heimalandinu Bretlandi á nýjan leik og meira að segja lagt út fyrir stærðarinnar sveitasetri. Fósturjörðin fékk að njóta návistar hans í slétta átta mánuði eða svo. Það má líta á þessi óstýrilæti sem nokkuð táknræn fyrir manninn Robbie Williams og um leið þann tónlistarferil sem hann hefur keyrt. Hann hefur verið æði brokkgengur, síðasta plata, Rudebox (2006), fékk t.a.m. alla – þar á meðal Robbie sjálfan – til að klóra sér í hausnum og hún átti eftir að floppa stórkostlega. Platan þar á undan, Intensive Care (2005), var hins vegar sæmilegasta tilraun til að endurreisa ferilinn sem hafði beðið skipbrot með Escapology (2002), ámátlegri til- raun til að brjótast inn á hinn eftirsótta Ameríkumarkað. Svona er þetta búið að ganga, upp og niður, og fyrir tveim- ur árum var Williams víst ráfandi um strendur Kaliforníu, feitur og fúlskeggjaður, í örvæntingarfullri leit að geimver- um!? En alltaf lendir hann þó á löppunum og nýja platan, Reality Killed the Video Star, er til marks um þolgæði hans, betri og beittari fókus en kannski helst þennan óræða, ómótstæðilega sjarma sem blessaður drengurinn býr yfir. Hvort sem þú hat- ar hann eða elskar, þá er ekki hægt að neita því að Williams er með eitthvert „mojo“ eins og Austin Powers myndi orða það. Williams hefur unnið með hinum og þessum lagasmiðum/ upptökustjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Guy Chambers og Stephen Duffy. Í þetta sinnið leitaði Williams á náðir popparkitektsins Trevors Horns sem er líklega þekktastur fyrir mótun Frankie Goes To Hollywood en hann var og með- limur í utangarðspoppsveitinni Art of Noise og undrunum- með-einn-smell, The Buggles, en titill plötunnar er vísun í þann eina smell, „Video Killed the Radio Star“. Platan nýja fer út um velli víða, en allir eru þeir kirfilega inni í Popplandi. Stóru ballöðurnar eru hérna, grípandi og nett elektrópopp líka og stöku skringilegheitumn er smekk- lega lætt inn (Það er gotneskur söngur í fyrstu smáskífunni, „Bodies“, einhverra hluta vegna). Í laginu „Last Days Of Disco“ áréttar Williams svo að þetta sé ekki endurkoma. Gott og vel … en velkominn aftur engu að síður! En eigum við ekki að leyfa ugluspeglinum sjálfum að eiga lokaorðin, en svona lýsti hann afurðinni í sumar á bloggi sínu: „Platan er algjör drápsvél („Killer“). Gamli Robbie, nýi Robbie og Robbie sem hvorugur okkar hefur hitt.“ Aftur og nýbúinn Poppkóngurinn Robbie Williams hefur runnið á rassinn reglubund- ið á skrykkjóttum ferli en virðist með öllu ódrepandi … Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Robbie Williams veit að popp skal ávallt skrifa með stóru P-i. Þegar Robbie Williams gekk úr hinni stórmerku strákasveit Take That með látum um miðbik tíunda áratugarins átti ekki einn einasti maður von á því að hann hefði tök á því að standsetja sig sem sólóstjörnu. Ég meina, þetta var trúðurinn í bandinu, fíflið! Fyrstu þreifingar Williams á þeim sviðum voru enda fálmkenndar og fyrstu smáskífurnar gerðu litlar skráveifur. Lagið „Angels“ sló svo í gegn óforvar- andis í desember 1997 og eftir það héldu okkar manni engin bönd. Fé- lagar hans í Take That áttu ekki roð í hann og t.a.m. floppaði sólóferill meginlagasmiðsins, Gary Barlow, með miklum tilþrifum. Robbie Williams. Algjör ugluspegill Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.