SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 47
8. nóvember 2009 47 LÁRÉTT 1. Stúlka segir frá tæki. (10) 4. Einhvern veginn vökvað í apríllok á stað. (8) 8. Uppgötvaði farg í snjó. (9) 9. Sviðin haus með hrygg lendir aftarlega í leikhúsi. (7) 10. Næmi fiskilínuna við möguleikann. (9) 12. Tré og mólendi sýna okkur frumbyggja. (7) 14. Þokkalegur söngur um eitthvað lipurt. (7) 15. Grjót sem notað er til að telja stig finnst á húsum (10) 16. Brjálaður grassvörður gerir það erfitt yfirferðar. (7) 18. Sá sem býr í hömrum er góður hjálparmaður. (11) 21. Saurinn getur valdið gestrisninni. (7) 23. Er Kim iðinn með spjaldið. (11) 25. Sjokk af hári hjá munaðargjarnri. (9) 28. Það að búa til flík er frekar gert í bókaiðnaði. (10) 29. Vill með staf en án tölu finna glæpamann. (8) 30. Nonni fær sígarettur fyrir dýr. (8) 31. Nau, bardagi hvernig sem á það er litið. (7) 32. Binda niður íþrótt á Gíbraltrarsundi. (10) LÓÐRÉTT 1. Stemmdur við líkamshlut á hesti og gætinn. (11) 2. Áfengi fyrir Íslending. (5) 3. Vinur í glasi flækist um. (5) 5. Ílát tekur andann úr dönskukennara. (7) 6. Við sérstöku sári er má nota feitiefni. (7) 7. Heppni í kúluspili fékk á sig slæmt orð í krepp- unni. (7) 9. Hvítta fisk. (7) 11. Það sem er borðandi hjá fugli á sér uppruna. (7) 13. Keppni með hávaða mætir andstöðu. (7) 17. Fas Friðriku breytist út af malvælum. (11) 19. Starfsemin í smöluninni. (10) 20. Sæsniglar geta flækst öfugt. (9) 22. Grípa Guðmund við að sirka. (7) 23. Þeir sem voru ekki einhuga í landhelgismálinu sýndu samt færni. (9) 24. Finn í janúar einhvers konar lykil að því sem erfitt er að lækna. (8) 26. Slaufum einhvern veginn þeim sem er án hiks. (7) 27. Hefur elskaðan þrátt fyrir klögunina. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. nóv- ember rennur út næsta föstudag. Nafn vinnings- hafans birtist laugardaginn 14. nóvember. Hepp- inn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 31. október sl. er Erla Ásmunds- dóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Á grænum grundum eftir Anne B. Ragde. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Þegar Mikhael Botvinnik tók til við að tefla aftur skák sem farið hafði í bið í afar erfiðri stöðu í einu af heimsmeistaraeinvígj- unum sem hann háði á sjötta áratug síðustu aldar tóku glöggir menn eftir því að hinn úr hófi fram vanafasti heimsmeistari var ekki með kaffibrúsann með sér. Slíkt var algjör nýlunda. Fáir vissu að þetta var gildra. Með því að skilja kaffibrúsann eftir vildi Botvinnik gefa þau skilaboð til mótstöðumanns síns Vasilís Smyslovs að staðan væri svo gjörsamlega vonlaus að ekki tæki því að taka kaffibrúsann með. Botvinnik vonaðist til þess að Smyslov myndi fyllast falskri ör- yggiskennd en hann hafði eftir margra klukkutíma rannsóknir á biðstöðunni fengið hugmynd að hreint ævintýralegri björg- unarleið. 1987: Skammt var liðið á 17. einvígisskák Karpovs og Kasp- arovs og sá fyrrnefndi var á leið út af sviðinu í Lope de Vega- leikhúsinu í Sevilla inn í hvíldar- herbergi sitt. Kasparov flýtti sér að leika; hann grunaði Karpov, sem átti erfitt með að muna langar leikjaraðir, um að geyma minnismiða í axlapúðum jakkans sem hann íklæddist. En Karpov fór samt inn í hvíldarherbergið. Tortryggni og leynimakk og ýmis óhrein meðul voru alla tíð fylgifiskar sovéska skákskólans. En þegar Mikhael Tal kom fram á sjónarsviðið varð einhvern veg- inn léttara yfir mönnum. Senni- lega hefur enginn skákmaður notið viðlíkra vinsælda og Tal. Leikgleði hans og hugdirfska bylti skákheiminum á sínum tíma; Tal kvaðst aldrei hafa verið gefinn fyrir flókna útreikninga við skákborðið heldur fylgdi hann innsæi og tilfinningu fyrir gildi frumkvæðis. Tal kom hing- að til lands við ýmis tækifæri og var ávallt aufúsugestur. Hann féll frá 55 ára gamall árið 1992. Sterkasta mót ársins, sem hófst í Moskvu sl. fimmtudag, er helgað minningu töframannsins frá Riga eins og Tal var jafnan kallaður. Þar eru samankomnir tíu af tólf stigahæstu skákmönn- um heims, heimsmeistarinn An- and er meðal þátttakenda en stigahæsti keppandinn er Magn- ús Carlsen sem á dögunum rauf 2.800 stiga múrinn. Töfluröðin er þessi: 1. Magnús Carlsen. 2. Alexander Morose- vich. 3. Boris Gelfand. 4. Levon Aronjan. 5. Vasilí Ivantsjúk. 6. Wisvanathan Anand. 7. Peter Svidler 8. Ruslan Ponomariov. 9. Peter Leko. 10. Vladimir Kram- nik. Í þessu þétt skipaða móti verð- ur skemmtilegt að fylgjast með hinum unga Magnúsi Carlssyni sem nýtur liðsinnis Kasparovs. Í fyrstu umferð lauk öllum skák- unum með jafntefli en sú bita- stæðasta var viðureign Magnúsar við Kramnik sem átti vinnings- möguleika undir lokin eftir miklar sviptingar í byrjun og miðtafli: Magnús Carlsen – Vladimir Kramnik Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 d5 7. cxd5 Re4 8. Dc2 exd5 9. Bf4 Rc6 10. e3 He8 11. Rf3 g5 12. Bg3 g4 13. Re5 Rxe5 14. Bxe5 c5 15. Bd3 Bf5 16. De2 f6 17. Bxe4 Bxe4 18. Bg3 Da5+ 19. Dd2 Dxd2+ 20. Kxd2 c4 21. f3 gxf3 22. gxf3 Bg6 23. h4 Bh5 24. Ke2 He6 25. Be1 Kf7 26. Kf2 Hae8 27. Bd2 Hb6 28. Bc3 Hb3 29. a4 b6 30. Hhe1 Bg6 31. e4 dxe4 (Sjá Stöðumynd) 32. d5 a6 33. fxe4 Bxe4 34. d6 f5 35. Hg1 Ke6 36. Hg7 Kxd6 37. Hxh7 Bd3 38. Kf3 He4 39. h5 Hh4 40. Hg1 Be4+ 41. Ke3 Hh3+ 42. Kf4 Hf3+ 43. Kg5 b5 44. axb5 axb5 45. Kf6 Hbxc3 46. bxc3 Hxc3 47. Hg8 Hh3 48. Hc8 c3 49. Hhc7 c2 50. Kg5 Hh2 51. Hc3 Ke6 52. He8+ Kf7 53. Hb8 Hg2+ 54. Kf4 Ke6 55. He8+ Kd7 56. Hb8 Ke6 57. He8+ Kf6 58. Hf8 Ke6 – Jafntefli. Að loknu minningarmótinu fer fram heimsmeistarakeppni í hraðskák. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Vinsælasti meistarinn Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.