Organistablaðið - 01.04.1972, Side 24

Organistablaðið - 01.04.1972, Side 24
MURCEL DUPRÉ Á h'viítasunnu s.l. lézt í París Marcel Dupré, einn mesti meist- ari orgelsins á þessari öld. Hann fæddist í Rúðu'borg á Frakk- landi árið 1886, sonur organ- leikara, og var svo bráðgjör að 8 ára gamall ]>yrjaði hann að leika opinberlega á orgel. Tólf ára hóf liann framhaildsnám hjá Ch. M. Widor í París. Á árun- um 1916- 1920 var hann organ- leikari við Frúarkirikjuna í París, 1926 varð hann prófessor í org- anloik við konservatóríið, eftir- maður Gigouts, 1934 tók hann við organleikarastarfinu af Widor í St. Sulpice-kirkju og 1954 varð hann rektor konservatórísins. Þótt upptalning þessi bendi á glæsilegan feril Duprés, segir liún lílið um snilld hans. — Árið 1920 lék hann öU orgelverk Bachs á tónleikum, utanað! Hann gerðist sllíkur mefetari i impróvisatíon að erfitt er að finna hliðstæðu í alllri músiksögunni. Tónleikar hans í þrem álfum, Evrópu, Ameríku og Áetralíu, munu liafa verið nær 3000 talsins. Verkeifnin spönnuðu yfir orgelbókmenntir a'llra tíma, mest franskar, þýzkar og ítalskar og oftast lék hann utanbókar. Á seinni árum var það orðin hefð að ljúka tónileikum með impró- visatíon um stef, oft tvö, stundum þrjú, jafnvðl fjögur, sem honum voru fengin á blaði, einrödduð, um leið og liofja skyldi leikinn. Lék hann þau svo einu sinni eða tvisvar eins og þau voru ekrifuð á blaðinu en hóf síðan impróvisatíonina. Undirritaður átti þess kost að sitja hjá meistaranum við slíka tónleika og þótti göldrum líkast. Hann beitti dýrustu háttum forms, óf stefin saman með ölilum að- ferðum kontrapun'kts. Hljómar hans voru djarfir og persónulegir en ávallt sanrifærandi. Einnig var raddval hans litriíkt og persónu- legt. Minni hans minnti á Mozart. — Sumar impróvisatiónir skrif- aði hann upp seinna og gaf út. Hann samdi allmörg orgelverk, se<m 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.