Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 25
Doriska Tokkötu (Peters III. no. 3). Síöan Fantasíu eftir J. K. Kuchar, Prelúdíu, Fúgu og Variation eftir C. Franck og klykkti út með Suite Gothique eftir Léon Boellmann. Inn á milli lék Bohumil Plánský tvö verk eftir sjálfan sig: Improvisation (Poly- phonic) er hann hafði leikið Bach- verkin og Improvisation (Romantic) á undan seinasta verkinu á efnis- skránni, — gotnesku svítunni. Skagfirska söngsveitin í Reykjavík hélt samsöng í Austur- bæjarbíói í Rvk i mtií s.l. Að sjálf- sögðu voru ekki iflutt þar kirkjuleg tónverk. En geta viljum vér bess, aö á söngskránni voru 7 lög eftir skag- firska organista, (þá Pétur heitinn Sigurðsson, Eyþór iStefánsson og Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum. Úr bæ og byggð. S.-I>ingeyjarsýsla. Startsemi kir.kjukóra í S.-Þingeyjar- sýslu hefur verið með meira móti undanfarið. Allir kórarnir hafa æft talsvert og sungið í sinu heimahéraði. aði. Lauk þessu starfi með söngmótl 9 kóra á Húsavík á annan dag páska s.l. Var iþetta söngmót hið 6. í röð- Innl af söngmótum K.S.S.Þ. Þrótt fyrir mikla vinnu í plássinu hennan dag var mótið vel sótt. Þarna sung.u kórarnir hver sín sérlög og siðan saman 6 lög undir stjórn jafnmargra sömgstjóra. Að loknum samsöngnum bauð Kirkjukór Húsavikur öllum kór- unum til kaffisamsætis. Söngfólk var alls á 'þriðja hundraðið. Mótið hófst ki. 2 e. h. og hélt hver til sins heima kl. 6 e. h. 1 stjórn sambands- ins enu: Þráinn Þórlsson fonm., sr. Frlðrik A. Friðriksson, ritari og sr. Siguröur Guðmundsson, prófastur, gjaldkeri. Var 611 skipulagningj og framkvæmd mótsins stjórninni til sóma og ek-ki sízt formanninum, sem /vann ml-kið og óeigingjarnt starf við framlkvæmd -mótsins. Jólatónleikar. Kirkjukór Húsavíkur, Karlakórinn Þrymur og Lúðrasveit Húsavikur héldu jólatónlei-ka í desember s.l. Efnisskrá va-r fjölbreytt. Stjórnendur voru Robert Bezdek og Steingrímur M. Sigfússon. Hiisavíkurkirkja. Svokölluð söng-messa var í Húsavík- -urkirkju á föstudaginn langa s.l. Var prédikun sleppt en sr. Björn H. Jóns- son las úr pislarsögunni. Auk kór- söngsins Jék organistinn, Steingrlm- ur Matth. Sigfússon 3 verk, en lieirra -veig-amest var hans eigln Prelúdia í e-moll, op. 20 nr. 1. Þarna- var einnlg fr-umflutt útsetning á Grallaralagin-u við ,.Allt elns og blómstrið eina“ ein- radda með orgelundirlelk höfundar, við textann ..Krossferii að fylgja hín-um.“ S. M. S. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.