Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 14
JÓN BJÖRNSSON Á HAFSTEINSSTÖÐUM bóndi og organisti. Fáum mönnum á ég meira upp að unna í starfi mínu en kirkju- organistum mínum. Ég hef og líka veriS svo ilánsamur aS eiga að samstarfsmönnum á þessum vettvangi mikla hæfileikamenn, sem með fórnfúsum áhuga hafa innt a'f ihendi mikið menningarstarf, sem seint verður fullmetiS og iþakkað sem skyldi. Fyrr á iþessum vetri varð annar þessara manna, Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum sjötugur, þann 23. febrúar, og finnst mér fara vel á þv.í, að Ihans sé minnst í iþessu blaði í tilefni 'þeirra límamóta í lífi hans. Jón Björnsson er fæddur í Glaumbæ í Langiholti og voru for- eldrar 'hans Björn Lárus Jónsson, sem lengi bjó á Stóruseylu og var oddviti og 'hreppstjóri í Seyluihreppi og fyrri kona tlians Steinvör Sigurjónsdóttir. Ungur fékk Jón mikinn áhuga á tónlist og sönglífi. Veturinn 1921 hélt hann tiil Aikureyrar, og stundaði liann iþar nám í tónfræði og orgelleik hjá Sigurgeir Jónssyni og söngnám sótti hann til hr. Geirs Sæmundssonar, vígslubiskups, og 'þessara mikilhæfu manna minnist Jón jafnan með mikiHi virðingu og þakklæti. Jón tók þátt ií söngfífi á Akureyri þann tíma, sem hann dvaldi þar, m. a. starfaði ihann með karlakórnum Geysi. Þótt tónlistarnáim Jóns stæði ekki lengi þá varð honum vel úr námi sínu og í iþágu sönglífs íí Skagafirði ihefur ihann unnið langt og merkt starf. iHann hefur verið organiisti í Glaumbæjar- og Reyni- etaðarkirkjum í Ihartnær 50 ár og sama staffi gegnir ihann nú við Sauðárkrókskirkju frá s.l. hausti. Þegar karlakórinn Heimir var stofnaður í árslok 1927, var Jón einn af stofnendum kórsins, og söngstjóri kórisins var hann til ársins 1968 að fyrsta starfsári kórsins undanskildu. Undir stjórn Jóns starfað karlakórinn af miklum áhuga og dugnaSi, söng á ihverju ári opin berlega heima í héraSi og utan béraSs, tók iþátt í mörgum söngmót um Heklu, sambands porSlenszkra karlakóra og söng á landbúnaSar eýningunni í Reykjavík sumariS 1968 og mun þaS bafa veriS í síð asta sinn, sem Jón stjórnaði kórnum. Árið 1966 stofnaði Jón bland aðan kór á Sauðárkróki, Samkór Sauðárkróks og stjórnaSi honuum í 5 ár. 14 ORGANISTABLAÐIS

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.