Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 2
Páll Kristinn Pálsson sjötugur Páll Kr. Pálsson er fæddur í Reykjavík 30. ágúst 1912 og varö því sjötugur í sumar. Hann var einn af stofnendum F.Í.O., var ritari frá stofnfundi 17. júní 1951 til 1965 og var formaður frá 1965 til 1971, en þá baöst hann eindregið undan endurkosn- ingu. Hann var kjörinn heiðursfélagi á aðalfundi F.Í.O. 31. ágúst 1981. Páll hefur verið fulltrúi íslenskra organleikara á mörgum norrænum fundum og leikið íslensk orgelverk á norrænum kirkjutónlistarmótum, enda spyrja norrænir starfsbræður um hann og minnast hans frá hljómleikum og úr samstarfi fyrri ára. Hann hefur haldið fjölmarga hljómleika og verið ötull við að kynna kirkjutónlist og þannig mótað með kennslu sinni og hljómleikum fjöldamarga þeirra tónlistarmanna sem nú starfa. Undirritaður minnist hlýleika hans og hvatningarorða í kennslu og hispurslausrar gagnrýni á flutningi tónlistar. Hann á margar vel skrifaðar greinar i Organistablaðinu og hefur unnið af ósér- hlífni fyrir blaöið. Fyrir hönd félaga í F.I.O. þakka ég honum mikið og gott starf í þágu félagsins og óska honum til hamingju með afmælið. Persónulega þakka ég vináttu og margar ánægjustundir og bið Guð að gefa hon- um þrek til að sitja lengi enn á orgelbekknum og töfra fram það fegursta sem þessi drottning hljóðfæranna gefur kost á. 2 ORGANISTAHLAÐIÐ Kristján Sigtryggsson.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.