Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 9
Islenskir organistar heimsækja Klosterneuburg Klosterneuburg fékk óvenjulega heimsókn þann 17. júní síðastliðinn (1979) en þá komu hingað 54 íslendingar, organistar af karl- og kvenkyni og fylgdarlið þeirra. Hópurinn er á kynnisferðalagi um Mið-Evrópu og var hann þennan sunnudagsmorgun við hámessu í Hofmusikkapelle (hjá Vínardrengjakórnum) og þar á eftir við aðra hámessu í Augustinerkirche. Síðan hélt hann til Klosterneuburg og borðaði í Gasthof Jager. Því næst var stiftið (klaustrið, sem bærinn heitir eftir) skoðað, en með sérstöku leyfi eftirlitsmanns kanúkastiftsins, DDr Röhring fékk fólkið að skoða ýmsa þá hluti sem alls ekki eru sýndir í venjulegum skoðunarferðum. Prófessor K. Lerperger (organisti stiftsins) sýndi bæði orgel kirkjunnar, en sérstaka athygli islendinganna vakti stóra orgelið (byggt 1642, hápunktur í byggingu barock - orgela). Prófessor Lerperger hélt ítarlegan fyrirlestur um byggingu orgelanna og spilaði síðan á bæði hljóðfærin verk eftir Muffat, Pachhelbel, J.S. Bach og Max Reger, starfsfélögum sínum frá hjara veraldar til óblandinnar ánægju og djúpstæðrar hrifningar. Hópurinn, semer undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra íslensku þjóðkirkjunnar, skoðaði síðan Schatzkammer ("fjársjóðageymsluna"), Verdun-altarið og keisaraherbergið og dáðust allir að þessum einstæðu verðmætum. Vert er að geta þess sérstæða atburðar, að í Marmarasalnum söng hópurinn „Þitt lof,ó Drottinn," eftir Beethoven og íslenska þjóðsönginn, en fegurð söngsins og einstakir eiginleikar salarins ófust stórkostlega saman. Óefað er þetta í fyrsta skipti, sem þjóðsöngur Islendinga, ,,Ó, Guð vors lands" hljómar á þessum sögufræga stað. Helmut Neuman tónskáld frá Klosterneuburg þýddi alla leiðsögn fyrir gestina á íslensku, en í þakklætisskyni afhentu þeir honum bókina „Skáldatími" eftir íslenska nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness, með eiginhandar- áritun höfundar, sem er aldeilis ekki hverdagsleg gjöf. Með söknuði slitu íslendingarnir sig frá Klosterneuburg og héldu upp á Leopoldsberg til að skoða útsýnið þaðan, en þeir komu hingað ekki sist vegna þeirrar kynningar sem Klosterneuburg fékk í íslenskum blöðum er „íslandssýningin 1978" var haldin hér í Ráðhúsinu. Fólk þetta var frá öllum landshlutum íslands og er ekki við öðru að búast en að orðstýr Klosterneuburgar berist vítt og breytt um ísland, en allir fóru mjög lofsamlegum orðum um þessa ánægjulegu heimsókn. Þýðing S.Ó. Helmuth Neumann er giftur íslenskri konu, Marinu Gísladóttur úr Hafnarfirði. Hann var tónlistarkennari og sellóleikari í Sinfoníuhljómsveit íslands um skeiö. Hann hefur verið íslenskum tónlistarnemum í Austurríki mjög hjálplegur og haft forgöngu um að koma þeim á framfæri þar á hljómleikum. ORGANISTABLADH) 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.