Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 12
Stefánsdómkirkjunni. Þá komum við allt í einu að glervegg, sjáum þá niður í neðanjarðarkirkju (eða kapellu), haglega gerða úr tilhöggnum steinum samanlímdum. Loftin eru bogamyndaðar hvelfingar, en róðukrossar eru málaðir á veggina. Við verðum snortin af látleysi og einfaldleik, er yfir þessu verki hvílir. Þessi kirkja er talin vera frá því um 1100, fannst árið 1974, er verið var að grafa fyrir neðanjarðarlestinni. Var áætlunum þegar breytt og ákveðið að varðveita staðinn. Næst var farið í Beethovenssafnið, þar er til sýnis flygillinn hans, nótnahandrit, útgáfur af verkum hans, o.s.frv. Þarna söng hópurinn okkar „Þitt lof, ó Drottinn", (á íslensku) einnig var þarna lesinn kafli úr æfisögu hans, (eftir Rolland) hin átakanlega frásögn um æfinguna á 9. Sinfóníunni, er tónskáldið varð að hætta að stjórna, heyrði ei hvaðframfór. - Ungur maður úr hópnum, Örn Falkner las, og gerði það prýðisvel. Ógleymanleg stund. Um kl. 6 förum við í Stefánsdómkirkju, organistinn þar lék á orgelíðfyrir okkur, m.a. „Improviseraði" hann nokkur íslenzk sálmalög, s.s. „Heyr himnasmiður”, (Þorkell Sigurbjörnsson) „Ég kveiki á kertum mínum", (Páll Isólfsson) og „Ó, Faðir, gjör mig lítið Ijós", (Jónas Tómasson). Var gaman að heyra hvernig hann lék og útsetti áðurnefnd lög. Fór hann þar sínar götur, en eigi kunna allir þessa meðferð að meta, einn úr hópnum (ekki organisti) varð alveg rasandi. Einnig ræddi organistinn um gerð þessa hljóðfæris, varallttúlkaðerhannsagði. Þaðer með mörgum röddum, en eigi treysti ég mér að fara meira út í það. Þar á eftir fórum við á orgeltónleika í Ágústínerkirkjunni, sem unun var á að hlýða. Laugardagurinn 16. júní. - Ferð til Krems. Leiðin liggur út úr borginni, en í leiðinni var stansað á bændamarkaði, sem fór þarna fram á opnu svæði. Þarna komu bændur og bændakonur með vörur sínar til sölu, en borgarfólkið kemurtil að kaupa. Er það ánægt með þetta fyrirkomulag. Einnig var þarna flóamarkaður. Komu menn þar með gamla muni s.s. blómavasa, gamlar skrautkönnur, gamlan fatnað o.fl. Ég reyndi ekki að ná í neitt þarna, en ein úr okkar hópi náði í blævæng, sem einhver fyrri tíma dama hefir líklega átt. Við stönsuðum þarna í ca. 3 korter. Nú liggur leiðin út úr borginni. Landið er þarna hæðótt, skógi vaxið með þorpum og sveitabýlum, túnum og ökrum. Fyrst er farið til Krems, þaðan til Oberbergen, en þar er orgelsmíðaverkstæði þar sem ungur orgelsmiður, Gerhard Hradetzky framleiðir allar stærðir af pípuorgelum, en sum eru minni fyrirferðar en annars tíðkast, hann notar tunguraddir í pedal. þá þarf ekki eins stórar pípur. Hann skýrði þetta allt fyrir hópnum, en Haukur og Smári (leiðsögumenn okkar) túlkuðu. Við fengum að koma inn á verkstæðið, sáum þetta allt í stykkjum. Þarna vinna aðeins 7 menn, vönduð vinna. Allt smíðað þarna nema málmpípur, þær eru aðfengnar. Þessi orgel eru fallega smíðuð og það er fallegt hljóð í þeim. Það fengum við að heyra. Smiðurinn fór með okkur í kirkju þarna skammt frá, með orgeli frá þessu verkstæði. Organisti kirkjunnar spilaði fyrir okkur, einnig fengum við að grípa í það, allir sem vildu. - Verkstæðið þetta stendur í fallegu skógarrjóðri. Dökkur skógurinn lykur þarna um sem hamraveggur. Þetta minnir næstum á Ásbyrgi. - Allir héldu svo glaðir heim. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.