Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 15
kominn undir græna torfu, þá opnast ykkur ný og bjartari sjónarmið. Sá, sem þið syrgið nú, er frá þessari stundu óáþreifanlegur meðal ódauðlegra stórmenna og snillinga, tilbeðinn um aldur og eilífð. Þið, sem hafið safnast saman á þessum stað, gangið til þessarar grafar. Sá, sem hér hvílir, varfylltur eldlegum guðmóði. Hann lifði og starfaði með umhyggju fyrir einu, umburðarlyndi fyrir eina, hugsjón fyrir einu og fórnaði öllu fyrir eitt - tónlistina". Á eftir var ekið í gegnum Vínarskóg, en þangað leituðu tónsnillingarnir áðurnefndu, er þeir vildu njóta næðis úti f náttúrunni, og fengu þar innblástur. Nú lá leiðin til Schöhnbrunn-hallar, en það var sumarhöll Franz Jósefs Austurríkiskeisara. - Sú er ekkert smásmíð, 1200 herbergi. Nokkur hluti hennar er til sýnis.Við gengum þarna sal úr sal,eru þeir hver öðrumffnni, allt skreytt með útskornum trélistum, sem eru svo gylltir með 24 karata gulli. Veggirnir eru þaktir með málverkum og myndofnum teppum. Þar eru llka f loftunum í sumum sölunum, stórar Ijóaskrónur úr gulli og kristal, allur húsbúnaðureftir þessu. Hátt til lofts og vítt til veggja. (þessari höll eru stundum haldnir hljómleikar. Elfsabet Bretadrottning heldur þarna til, er hún kemur f heimsókn. Tekur hún á móti fólki f hvítum sal gullskreyttum. - Gólfin ( þessari höll eru úr mislitum viðum, allt munstrað í rósir, mjög haglega gert. Maður stendur ( forundran yfir öllu því skrauti er þarna ber fyrir augu. Kringum höllina er grfðarstór lystigarður, með blómareitum, tjörnum, Ifkneskjum, stórum trjám, sem eru klippt til, svo að þau eru sem háir veggir. Grasfletireru þarna og gangstígar, og á einumstaðer þarna heilmikið steypt fígúruverk. Þetta allt gert handa fyrirfólkinu, til að horfa á. - Rétt hjá höllinni er "Wagenburg", vagnageymsla keisarans. Þar má sjá vagna og sleða af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá kolsvörtum Ifkvögnum til fínustu skrautvagna, sem allir eru gulli drifnir. Stórir hestar, vel gerðar eftirlíkingar í fullri stærð, standa þarna spenntir fyrir, tilbúnir aðtaka sprett, en stærri eru þeir en hestarnir okkar, svo háir, að eigi hefði nafna mfn (og frændkona) hún Látra-Björg lagt læri sitt af jafnsléttu yfir þá, til að komast þeim á bak, en sagnir segja að þannig hafi hún á hestbak farið. Við yfirgefum þennan sögulega stað. Þetta er síðasta skoðunarferðin í borginni og landinu. Áður en við förum úr bílnum, ávarpar Haukur hópinn, þakkar samveruna og er klappað lof í lófa, en ákveðið að við hittumst öll, á veitingastað nærri hótelinu okkar, um kvöldið. Þarna áttum við skemmtilega samverustund. Þeim Hauki, Jónasi Ingimundarsyni og Smára Ólasyni er þakkað innilega fyrir góða fararstjórn, hjálp og leiðsögn f ferðinni. Þeim færðar gjafir, ýmsir halda ræður og eitthvað var sungið. Kvöldið líður fyrr en varir, við höldum heim, nú skal búast til heimferðar. Fimmtudagur 21. júní. Klukkan 5 (mig minnir 3 eftir ísl. tíma) hringir síminn, að vekja okkur til brottfarar. Morgunverður er tilbúinn í veitingastofunni. Þar á eftir er stigið upp í bíl, sem ekur okkur á flugvöllinn. Innan skamms erum við uppi í háloftunum, ský byrgja útsýn til jarðar. Fyrst er flogið til Frankfurt. Þaðan til Luxemburg, þar er klukkunni breytt. Þar verður nokkurra klukkustunda stanz. Sumir úr hópnum okkar fara áfram með ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.