Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 5
8,9,10 Gloría: „Heiður sé Guði himnum á“ er samsett úr þrem þáttum: trio með sálminn í millirödd, trio í tvöföldum contrapunkti og bassa og fúgetta að lokum. Eftir þetta hefst efnisröð „Fræða Lúthers". 11,12 „Þetta eru hin tíu heilögu boðorð“ Sálmurinn (cantus firmus) er skrifaður sem canon all' ottava (keðja í áttund). Athyglisvert er að nótan G, sem er upphafsstafurinn í þýzka orð- inu Gebot (boðorð) heyrist greinilega 10 sinnum þegar sálmurinn (cantus firmus) hefst. Stefið i fúgettunni kemur einnig 10 sinnum fyrir og bendir e.t.v. á skýringar Lúthers á boðorðunum. Þessi fúgetta er í fjörugum Gigue-danstakti og heimfærist til þess að halda skuli boðorðin með gleði. 13,14 Credo - Trúarjátning: „Vér allir trúum á einn Guð“ Við getum látið okkur detta í hug að hin áberandi bassalína höfði til stað- fastrar trúar á Guð. Á eftir fylgir fúgetta um sama stef í frönskum stíl. 15,16 „Faðir vor, sem á himnum ert“ Stóri sálmforleikurinn er skrifaður sem canon all'ottava. Þetta er ekki tilvilj- un einnig tóntegundin h-moll. Orðið „canon“ þýðir lögmál eða það sem stendur stöðugt. Bach gerði þetta áreiðanlega í ákveðnum tilgangi, því að Faðirvorið er bæn sem Jesús kenndi okkur. Eins og áður var nefnt er sálmforleikurinn um boðorðin tíu skrifaður á sama hátt, einnig af því að Móses kenndi mönnunum boðorðin tíu. Það eru hinar tvær stoðir trúarlífsins, a.m.k. var það svo fyrir J.S. Bach. 17,18 Skírnin: „Jesus Kristur að Jordan kom“ Bassalínan verkar eins og steymandi, og gæti minnt á hina „lifandi læki til eilífs lífs“ eða hina streymandi Jordan á. Litli sálmforleikurinn er saminn í dóriskri tóntegund, en enginn skyldi lundrast óvenjulega hljóma. 19,20 Iðrun-Skriftir: „Úr hryggðar djúpi hátt til þín“ Stóri forleikurinn er hið eina 6 radda verk, sem Bach skrifaði fyrir orgel og eru tvær raddanna í pedal. Á eftir fer Kóralfúga með stefið í sópran. 21,22 Altarissakramentið: „Jesus Kristur Iffsins ljómi“ Mikið hefir verið íhugað hvað form contrapunktsins eigi að þýða en með einhverjum hætti gæti það átt að túlka hvernig Jesus Kristur hefir leyst frá reiði Guðs, sekt og dómi. Á eftir kemur fúga um upphafsnótur sálmsins. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.