Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 10
Organistaferðin 1979 - III Miðvikudagur 13. júní - Rötha 15 km. frá Leipzig. Fórum þangað í nokkrum hópum á litlum bílum. Fengum að spila þar á kirkjuorgel (Silbermann). Þetta er um 7 þúsund manna bær, en um 2 þús. manns eru í söfnuði þessarar kirkju, er hún allforn, mig minnir að hún sé byggð um 1400, en þori þó ei að fullyrða það. - Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum, er maður verður fyrir, í þessum öldnu byggingum, hvort sem það eru kirkjur eða söfn. Manni finnst helst að nútíminn hverfi, og maður komi langt aftur íaldir, svosterkt talar þetta allt. Seinni hluta dagsins fórum við í búðir. - Einnig fórum við nokkrar stúlkur saman, að kveðja Tómasarkirkjuna, En nú hljómaði ekki söngur eða organleikur þar, heldur dundu um hamarshögg. Þarna voru smiðir að vinna. Viðsátum þarna um stund, en eigi leyfði tíminn langan stanz, því að nú leið að kvöldi. Um kvöldið fórum við á ballettsýningu, í boði menntamálaráðs okkar. Var það mjög góð skemmtun og við sendum menntamálaráði kærar þakkir í huganum. Allir voru glaðir, var helst í ráði að eiga stund saman á veitingastað á eftir, en var horfiðfrá því. Þetta er síðasta kvöldið í Leipzig. Fimmtudagur 14. júní. Síminn hringir. Svo var ráð fyrir gert, að allir yrðu vaktir til brottfarar. - Á tilsettum tíma höldum viðaf stað ístórum bíl, kveðjum Leipzig. Nú liggur leiðintil Potsdam, en þar er sumarhöll Friðriks mikla, Sanssuoci. Þetta er gríðarmikil og vegleg höll, með stórum lystigarði í kring, með blómum og trjám. Sum breiða út krónurnar, önnur eru klippt til á ýmsa vegu, Sum sem drangar, einnig runnar, klipptir sem garðar. Blómin mynda ýmiskonar mynstur. Styttur eru hér og þar, í garðinum og á hallarveggnum. Við göngum þarna upp margar tröppur, komum fyrst inn í forsal. Þar tekur kona á móti okkur, hallarvörður. Við erum látin fara í gríðarstórar flókatöfflur utanyfir skóna, til að skórnir skemmi ekki gólfin. Við ætlum ekki að geta hamið þetta á okkur, lá við að við misstum þetta af okkur. Þetta vekur heilmikinn hlátur, svo tökum við það til bragðs aðdraga fæturna eftir gólfinu, eins og á skíðum. Eftir þaðgekk allt vel. Viðgengum þarna sal úr sal. Þeir eru hver öðrum skrautlegri, gylltir listar á veggjum og lofti, málverk og ofnar myndir á veggjum og í lofti. Ljósakrónur úr kristal og gulli, sumir veggir fóðraðir með silkidamaski o.s.frv. Þarna er sérstakur salur fyrir tónlist. Þar er flygill frá dögum Friðriks mikla, en hann var söngelskur, lék t.d. vel á flautu. í höllinni er góður hljómburður. Við kveðjum höllina með íslenzku lagi ,,Vertu Guð faðir það er sungið í ,,Marmarasalnum", söngstjóri Sigríður Ólafsdóttir. Nú er farið niður margar tröppur, svokallaðar „Nornatröppur". Þarna þarf að gæta vel að sér, að misstíga sig ekki. ÍO OROANISTAIJLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.