Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1 7. júní Messa í Hofmusik-kapellu. Flutt stórfallegt kirkjutónverk eftir Mozart, Vínar- drengjakórinn söng með undirleik hljómsveitar. Fagur á að hlýða. Þetta var í boði biskupsembættisins hér heima. En við lá að við yrðum af þessu. Carter Bandaríkjaforseti og fylgdarlið hans var við þessa sömu messu og var einhver þrýstingur með að útiloka okkur með því að afgreiða okkur ekki með löngu fyrirfram pantaða miða. Af því varð þó ekki, en farið var með leitartæki utaní okkur, við innganginn. Við áttum góða stund í þessari fallegu kirkju og vil ég hér nota tækifærið, að þakka biskupi fyrir þær góðu stundir er við áttum í boði hans, í Tómasarkirkjunni, þarna og í klaustri er við sáum síðar um daginn. - Þegar útgöngulagið hófst, var okkur bent að ganga þegar út, en úti fyrir var mannþröng mikil. Veginum var samt haldið opnum, svo að forsetinn kæmist áfram. Hann heilsaði þeim með handabandi er næstir stóðu, meðal þeirra var ein úr okkar hópi. ég var lengra frá og sá hann ekki. Þarna á eftir var messa í Ágústínerkirkjunni, hún er þarna skammt frá. Fóru sumir úr okkar hópi þangað, og Haukur með þeim. Létu þeir mjög vel yfir. Þarna var flutt ' Missa Solemnis" eftir Mozart. Sá ég hálfpartinn eftr að hafa ekki farið þangað, en ég fór í hóp með þeim, er fóru að skoða safn eitt mikið frá keisaratímanum, fór Jónas með okkur, dvöldum við þar um stund. Eru þarna til sýnis búningar og gripir frá keisaratímanum, skírnarkjólar, skykkjur, kórónur og veldissprotar, allt prýtt með gulli og gimsteinum, gullsaumaðog ofið. Þarna rt.d. síð skykkja, öll gullsaumuð og lögð, hún var sögð 18kg., ekki hefir verið létt að bera hana. Nú héldum við sem leið lá út úr bænum, en komum við í íbúð þeirri er Schubert fæddist í, ekki er hún stór, aðeins forstofa, sem jafnframt var eldhús, meðeldstó við reykháfinn. Þar innaf er stofa ekki stór, en þarna ólust upp 12 systkini. Á eftir var farið að skoða klaustrið í Klosterburg, eru þar húsakynni vegleg, rúmgóðir salir, skreyttir myndofnum teppum. Sú kvöð lá á klaustrinu, að hýsa keisarann og fylgdarlið hans, er hann var þarna á ferð. Margt er að sjá þarna af fallegum gripum, eru sumir þeirra geymdir bak við læstar hurðir, þurfti aðopna 2 hurðir, til að komast að þeim. Þarna er orgel frá baroktímabilinu, byggt árið 1 642, eitt merkilegasta orgel sem til er frá þessu tímabili. Þar næst var farið í bíl gegnum Höhenstrasse, Vínarskóg, og upp á Leopoldsberg er þar kastali frá fyrri tíð. Eigi fórum við þar inn, en þarna erfallegt útsýni yfir Vínarborg og umhverfi hennar. Við nutum hins fallega útsýnis um stund, en héldum svo til Grinzig, sem er frægur og vinsæll veitingastaður. Þangaðlögðu hinirfrægu tónsnillingar, s.s. Schubert, Beethoven, o.fl. leiðsína á sínum dögum. Þarna var 17. júní haldinn hátíðlegur. Ýmsir íslendingar, er búa þarna og stunda nám, komu þarna og glöddust með okkur við söng og samtöl, sem gott er að minnast. Mánudagur 18. júní. - Frjáls dagur. Haukur og Smári fóru með nokkrum (sem vildu) úr hópnum til organista eins í borginni, en sá sýndi okkur sitt einkaorgel frá verkstæðinu, sem hópurinn heimsótti þann 1 6. júní. Fengum viðaðspila á það, en slíktfæst ekki hvarsem er. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.